Gott er að heyra.

Hvarvetna í heiminum er í gangi viðleitni til að hefta fjölmiðla í nauðsynlegu upplýsingarhlutverki sínu. Misjafnlega hart er gengið til verks en um tilganginn þarf ekki að efast.

Því ber að fagna því að bægt hefur verið frá fjölmiðlamönnum þeirri atlögu sem gerð var fyrir meint brot þeirra á bankaleynd.

Framundan er tími þar sem upplýsingarhlutverk fjölmiðla verður gríðarlega mikilvægt og brýnt að hlutverki þeirra verði sem best sinnt, hvernig sem á það verður litið.


mbl.is Öllum kærum á hendur blaðamönnum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilbrigð skynsemi náði sigri í þessu máli.

Hvernig væri svo að spjalla við félagana í Samfó um einhverjar marktækar breytingar á þessum lögum um bankaleynd? Lög sem virðast, æðri öllum öðrum lögum hér á landi og sett eingöngu til að fela bæði vafasöm og siðlaus bankaviðskipti að því virðist.

Þetta er siðuðu samfélagi til háborinnar skammar að þetta skuli en vera við lýði nú ári eftir að bankakerfið hrundi.

Guðgeir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:25

2 identicon

Ég er reyndar soldið argur út í Agnesi, hún hefur verið að agnúast út í nafnlaus blogg ... að mér skilst, svo notast hún við nafnlausa heimildarmenn.

En gott mál að þessu hafi verið vísað frá.. og pössum okkur á að hlusta ekki á þvargið í eilítu og skítugum stjórnmálamönnum sem fara fram á þöggun.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:25

3 identicon

Nafnlaus blogg er ekki hægt að stöðva. Þetta hafa Kínverjar fengið að reyna. Þrátt fyrir að vera með 30 þúsund manna netlöggulið þá streyma upplýsingar út um allt. Enginn má við margnum, 30 þúsund á móti 300 milljónum kínverskra netnotenda. Í stað þess að berjast við vindmillur ættu íslensk stjórnvöld að auka vernd uppljóstrara og bloggara en á sama tíma skerpa á reglum.

Kínverjar fá stöðugt skömm í hattinn fyrir skoðanakúgun en svona eru nú megin línurnar hjá þeim:

No unit or individual may use the Internet to create, replicate, retrieve, or transmit the following kinds of information:

  1. Inciting to resist or breaking the Constitution or laws or the implementation of administrative regulations;
  2. Inciting to overthrow the government or the socialist system;
  3. Inciting division of the country, harming national unification;
  4. Inciting hatred or discrimination among nationalities or harming the unity of the nationalities;
  5. Making falsehoods or distorting the truth, spreading rumors, destroying the order of society;
  6. Promoting feudal superstitions, sexually suggestive material, gambling, violence, murder;
  7. Terrorism or inciting others to criminal activity; openly insulting other people or distorting the truth to slander people;
  8. Injuring the reputation of state organs;
  9. Other activities against the Constitution, laws or administrative regulations

 Viljum við hafa strangari reglur en þetta og eða eyða fjármunum almennings í rugl?

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Alli

Mér finnst stóra spurningin vera hvað er EKKI fjallað um vegna tengsla eigenda fjölmiðla við lýðinn sem setti Ísland á hausinn.

Þó ég sé ekki hrifinn af Davíð Oddssyni spyr maður sig nú hvort það hefði etv. verið betra að fjölmiðlalögin hefðu náð fram að ganga.

Alli, 9.9.2009 kl. 14:22

5 Smámynd: Alli

Fyrirgefið, átti að vera "vegna tengsla fjölmiðla".  Eigenda var þarna ofaukið.

Alli, 9.9.2009 kl. 14:24

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er mjög sátt við þessa niðurstöðu.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband