Sveppir af ýmsu tagi.

Sveppir eru mögnuð fyrirbæri eins og kemur fram í frétt á mbl.is. Stundum er eins og einhver skilyrði myndist fyrir þá á svæðum þar sem annars sjást sjaldan eða aldrei sveppir.

Þegar ég var í sveit í Langadal gerðist það eitt sumarið túnið fylltist allt af sveppum. Þetta gerðist aðeins einu sinni þau fimm sumur sem ég var þar.

Húsfreyjan, frænka mín, var ekki viss um hvort óhætt væri að tína sveppina og var ekki alveg með gagnsemi þeirra á hreinu.

Svo vel vildi til að erlendir gestir, Toft-hjónin frá Reykjavík, (margir muna vafalaust eftir versluninni H. Toft á Skólavörðustíg), höfðu komið í heimsókn og virtust vita allt um sveppi og nýtingu þeirra til matar.

Við tíndum því sveppina og gæddum okkur þeim í nokkra daga.

Fyrir nokkrum árum fór ég með Paul Cox, heimsfrægan læknavísindamann, inn í Kringilsárrana.

Þar, í 650 metra hæð yfir sjó, rákumst við á sveppi. Ég var smeykur um að þeir gætu verið eitraðiir og spurði Cox hvort hægt væri að éta þessan sveppi.

"Já", svaraði hann, - "að minnsta kosti einu sinni."

Allir kannast við Sveppa, gamanleikara. Hitt vita færri að löngu á undan honum var einn skemmtilegur vinur Ragnars, sonar míns, kallaður Sveppi og aldrei neitt annað.

Sá heitir Sveinbjörn Gröndal, einn af aðal sprautunum í "Hreystimannafélaginu" sem svo var kallað.   


mbl.is Sveppatínsla frábært fjölskyldusport
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má líka sjá á haustin unga menn týna sveppi á umferðareyjum borgarinnar. Ég skal ekkert fullyrða heilsugildi þeirra sveppa og efast um að þeir séu týndir til átu?

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband