Fyrsta íslenska þátttakan var 1981.

það er fagnaðarefni að eftir langt hlé taki íslendingur þátt í heimsmeistarakeppninni í ralli. Mig minnir að þetta hafi verið reynt tvisvar áður, en ég man ekki hver reyndi það í annað sinn, en það var í RAC-rallinu í Bretlandi.

Hitt man ég að við bræðurnir, Jón og ég, tókum fyrstir Íslendinga þátt í heimsmeistarakeppninni. 

Það var í sænska rallinu 1981 og slíku ævintýri gleymir maður aldrei. 

Þarna fékk maður að kynnast muninum á ralli í hæsta gæðaflokki, þar sem þeir allra bestu keppa, og röllum eins og hjá okkur Íslendingum, sem vorum þá að stíga allra fyrstu skrefin í þessari íþrótt hér á landi. 

Í fylgd með okkur var Ólafur Guðmundsson sem síðan hefur heldur betur staðið vaktina á sviði þess að standa að röllum og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Það er kominn tími til þess að fleiri nái að klára keppni í heimsmeistarakeppni en við. Þess vegna er það fagnaðarefni að Daníel Sigurðsson skuli ætla að sækja á þennan bratta og fylgja honum bestu óskir frá okkur bræðrum. 

 


mbl.is Tekur þátt í HM í rallakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlar þú ekki að keppa?

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:45

2 identicon

Það væri nú gaman að sjá ykkur bræðurna aftur í eins og einu góðu ralli aftur Ómar, ég held að þið mynduð nú ekki gefa ungu strákunum mikið eftir.

Dóri Stóri (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 04:02

3 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Í dag, 13 september, líkur heljarmiklu ralli í Ashgabat í Turkmenistan.  Það byrjaði í Kazan í Rússlandi 5.september og fór um Kazakstan og Turkmenistan, 4500 kílómetra leið.  Keppt á vörubílum líka, Kamaz heitir rússnesk vörubílategund.  Þarna er líka Tatra og Iveco.
Vegslóðum virðist ekki fylgt í ystu æsar...

Pétur Þorleifsson , 13.9.2009 kl. 09:07

4 Smámynd: GK

Á hvaða bíl kepptuð þið í Svíþjóð, Ómar?

GK, 13.9.2009 kl. 13:31

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Var það ekki hann Hafsteinn ??

Halldór Jóhannsson, 13.9.2009 kl. 17:42

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta var ekki Hafteinn Hauksson, heldur eftir hans daga. Við bræðurnir kepptum á Renault 5 Alpine í Svíþjóð.

Ómar Ragnarsson, 14.9.2009 kl. 00:31

7 Smámynd: Team Yellow

Hafsteinn Aðalsteinsson held ég.

Team Yellow, 14.9.2009 kl. 11:31

8 Smámynd: Steini Palli

Ég held að Hafsteinn Aðalsteinsson og Witek Bogdanski hafi tekið þátt í RAC 1987 á Mazda 323 Turbo ef ég man rétt. Hins vegar verður afarfróðlegt að fylgjast með Danna því hann er með bíl sem er á við þá bestu og ekki skemmir ef hann verður skráður í P-WRC því þá fær mun meiri fjölmiðla umfjöllun sem svo hjálpar honum að halda áfram á næsta ári.

því segir maður bara: Áfram Danni.

 kv. Steini Palli

p.s. Ómar, ég væri nú alveg til í að sjá ykkur bræður keppa aftur þó ekki væri það nema til gamans gert fyrir okkur hina!

Steini Palli, 15.9.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband