20.9.2009 | 23:06
Man eftir hinu beina sambandi.
Obama Bandaríkjaforseti er æðsti embættismaður og valdamaður þjóðarinnar og kosinn milliliðalaust af þjóðinni í embætti. Það er greinilegt að hann er meðvitaður um þetta.
Obama gæti eytt tíma sínum eingöngu í bráðnauðsynleg störf í Hvíta húsinu, enginn efar það, enda þjóðin, sem hann þjónar, þúsund sinnum stærri en við, Íslendingar.
En æðsta skylda hans er þó að hans mati sú, að halda sem beinustu og milliliðalausustu sambandi við þjóð sína.
Það gerir hann svikalaust og hefur enginn fyrirrennara hans komið fram í fimm sjónarpsviðtölum yfir sömu helgina.
Hann man greinilega eftir því þessa daga hjá hverjum hann er í vinnu.
Obama á útopnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ágæti Ómar.
Obama er fáum leiðtogum líkur og hreint og beint einstakur fyrir alla heimsbyggðina.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 21.9.2009 kl. 00:45
Beint kjör forsætisráðherra er skynsamleg ráðstöfun og tengsl Obama við þjóð sína varpa ljósi á tengsl forsætisráðherra okkar við þjóðina. Forsættisráðherrann er ekki kosinn af þjóðinni heldur þingi og tengsl hans við þjóðina því án beinnar skuldbindingar. Samþykki forseta á stjórnarmyndun og ráðherravali felur að vísu í sér umboð frá þjókjörnum fulltrúa.
Aðalatriðið er að umboð forsætisráðherra er loðið af því að það kemur frá kjósendum hans í héraði, 32 þingmönnum eða fleiri og forsetanum. Samanlagt eru þetta nokkur þúsund manns en aldrei nema brot íslenskra kjósenda. Forsætisráðherra með umboð frá 35-50% þjóðarinnar veit hvaðan völd hans koma og hverjum hann skuldar viðurkenningu.
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 00:58
Thad er ekki rett ad forseti Bandarikjanna se kosinn millilidalaust af thjodinni.
Thad er notad kerfi sem heitir "The Electoral College" til ad kjosa forseta i USA.
Islendingur (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 01:16
Er ekki ofsagt að forseti Bannríkja Norður-Ameríku sé kosinn beinni kosningu? Eftir því er ég best veit kjósa Bannríkjamenn kjörfulltrúa. Man ekki fjölda þeirra. Eru sennilega hátt í 500. Þeir síðan kjósa forseta. Atkvæðamagn á bak við hvern kjörfulltrúa er mismunandi eftir ríkjum Bannríkjanna og alls ekki til samræmis við íbúafjölda. Þannig hefur það gerst að minnsta kosti í þrígang að í embætti forseta hefur valist maður með minnihluta atkvæða á bak við sig. Mig minnir að þegar Brúskur var í fyrra sinn kosinn forseti hafi hann fengið um hálfa milljón færri atkvæði en mótframbjóðandinn. Er þá ekki afgerandi kosningasvindl upp á aðra hálfa milljón með í talningunni.
Jens Guð, 21.9.2009 kl. 01:35
Beint kjör forsætisráðherra, er stundað í Ísrael.
Er langt frá því fullkomin aðferð.
En, reyndar er flokkakerfið í Ísrael einstaklega flókið.
En, einn vandi er sá, að þetta leisir engan vanda, tengdum stjórnarmyndun. Þ.e. ekkert sem segir, að þetta gæti ekki verið vinsæll stjórnmálamaður, frá tiltölulega litlum flokki, þannig að stjórnarmyndun væri flókin, og vegna veiks baklands á þingi, væri hann ekki sterkur leiðtogi.
Þ.e. happadrætti kosninga sem ræður - annars vegar - og síðan - hins vegar - hrossakaupin á þingi, um stjórnarmyndun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.9.2009 kl. 03:14
Obama er náttúrlega ekki alveg kosinn milliliðalaust. Til að ná kjöri forseta og heyja kosningabaráttu, þarf peninga. Gríðarlega mikla peninga. Hann fékk þá í bunkum og það að mestu frá Wall Street. Þeir sem skaffa peningana eru því milliliðurinn.
Raunar fellur þetta illa undir Lýðræði, ef grannt er skoðað.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2009 kl. 08:15
Hvað sem segja má um aðferð þeirra vestra við forsetakjörið, þá er Obama á fullu að taka til eftir óstjórn liðinna ára og hrun fjármálakerfisins. Hann er sé mjög vel meðvitaður um mátt fjölmiðla og notar þá vel. Ég get vissulega tekið undir með þeim sem segja að Jóhanna ætti að koma oftar fram í fjölmiðlum og greina frá því sem verið er að gera. Hún hefur greinilega annan stíl en Obama og það er bara þannig. Hún lýsti því vel i viðtali nú nýlega að hún léti vinnu viðlausn mála ganga fyrir og það er vel. Það eru líka verkin sem skipta máli þegar upp er staðið, en ekki fjöldi viðtala.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.9.2009 kl. 11:03
Auðvitað væri æskilegra að samband forseta og þjóðar í Bandaríkjunum væri þráðbeint, án kjörfulltrúa.
En í raun hefur þetta verið þannig að meirihluti hefur staðið að baki þessum forsetum nema árið 2000.
En munurinn kjörinu vestra og vali forsætisráðherra hér er gríðarlegur. Það sést best á því að telja upp nokkra þá forsætisráðherra, sem við höfum haft, og voru ekki oddvitar stjórnar eðs stjórnarandstöðu, komu frá litlum flokkum, sem höfðu innan við 20% af fylgi eða voru ekki í forystu fyrir flokkunum, sem þeir voru kjörnir fyrir: Ásgeir Ásgeirsson, Björn Þórðarson, Stefán Jóhann Stefánsson, Steingrímur Steinþórsson, Emil Jónsson, Benedikt Gröndal, Halldór Ásgrímsson.
Á því augnabliki sem kosningaúrslit lágu fyrir höfðu kjósendur ekki hugmynd um að þessir menn yrðu forsætisráðherrar.
Ómar Ragnarsson, 21.9.2009 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.