Leifturstríð pólitísks fallhlífaherliðs.

Það er stundum talað um pólitísk herbrögð og innrás stuðningsmanna Ólafs Arnar Nielsens og hertaka SUS á þingi þess á Ísafirði hefur yfir sér ævintýrablæ nútímahernaðar í styrjöld. 

Ef marka má fréttir var sent 50 manna pólitískt fallhlífaherlið úr Reykjavík með sérstakri leiguflugvél, sem gerði óvænta leifturárás úr lofti, hertók þingið eftir snarpan og tvísýnan bardaga, og fallhlífaliðið var síðan flutt til baka án þess að taka frekari þátt í þingstörfum.

Fylgismenn fráfarandi formanns náðu ekki vopnum sínum, enda líklega vonlítið að smala nægu pólitísku herliði um borð í áætlunarflugvél vegna skorts á sætafjölda og / eða tímaskorts.

Of langt var á landi til Ísafjarðar til að hægt væri að senda þangað landherlið í tæka tíð.   

Þetta er hægt að kalla pólitíska hernaðarsnilld og sé það rétt að í þessu pólitíska fallhlífaherliði hafi verið fólk úr svonefndum Davíðs-armi Sjálfstæðisflokksins eru þessar aðfarir í stíl við ýmis snjöll brögð og hugkvæmni hans.

Síðan geta menn deilt um það einu sinni enn í sambandi við átök á svona þingum, hvaða siðferðilegan dóm eigi að leggja á baráttuaðferðina.       

 


mbl.is Ólafur Örn kjörinn formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Svo er það framtíðin sem upplýsir hversu mikil gæfa fylgir þessum unga manni í komandi starfi inna SUS.

Um og uppúr 1950 gerði Hannibal viðlíka byltingu til formennsku í Alþýðuflokknum- það reyndist ekki gæfuspor- allar stofnanir flokksins lokuðust honum  meira og minna.

Eins var það með hann Ágúst Ólaf fv. varaformann Samfylkingarinnar- hann beitti svona hernaðarsnilld. En gæfan fylgdi ekki með....  Byltingin étur börnin sín

Sígandi lukka er best.. eða er það ekki ?

Sævar Helgason, 27.9.2009 kl. 19:43

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Mikið er ég sammála honum Sævari - sígandi lukka og eða góðir hlutir gerast hægt ?

Jón Snæbjörnsson, 27.9.2009 kl. 20:18

3 identicon

Síðan má spyrja,  er það vegna svona fólks sem hægt er að setja heila þjóð á hausinn ?

JR (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Gettu JR ? er kapp best með forsjá ?

Jón Snæbjörnsson, 27.9.2009 kl. 20:43

5 identicon

Fyrst menn tala um hernað í sömu andrá og Susþingið er mér mikil ánægja að upplýsa um það að þar var samin og samþykkt mjög vönduð ályktun um hernaðarmál og landvarnir Íslands.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:07

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

á þessu SUS "þingi" ?

Jón Snæbjörnsson, 27.9.2009 kl. 21:13

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta líst mér vel á:

"SUS kallar eftir því að íslensk stjórnvöld leggi niður úr sér gegna loftrýmisgæslu sem einungis er sinnt fáa mánuði á ári.

Fé til varnarmála er best varið í að efla innanlandsvarnir Íslands, til dæmis með því að styrkja lögregluna, Landhelgisgæsluna og sérsveit Ríkislögreglustjóra."

Þorsteinn Briem, 27.9.2009 kl. 21:39

8 identicon

Þessi frumlegi gerningur stenst vafalaust lög SUS og því verða keppinauturinn og almennir félagsmenn að kyngja þó með óbragði sé. En hvernig horfir þetta við gagnvart siðferðilegum og lýðræðislegum gildum? Herforinginn virðist í fljótu bragði í það minnsta eiga vísan sess meðal næstu kynslóðar stjórnmála- og útrásarfrömuða.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:57

9 identicon

Já þetta eru æðislegir klíkuvannabís.

Valsól (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:56

10 identicon

Mjög blendið að horfa á þetta í fréttunum. Þetta er skv. mínum kokkabókum ekki partur að því sem ég vil kalla "Lýðræði" Enda vildi nýji formaðurinn ekki mæta í viðtal er hann var beðinn um það, segir allt um samvisku hans gagnvart þessum gjörningi. Þurfti fallhlífasveitin að fljúga strax suður vegna leigu vélarinnar, eða var þetta bara "mission accomplished" og láta sig hverfa? 

Birgirskula (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 23:26

11 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Spurningin er þessi: Hver greiddi fyrir flugið? LÍÚ?

Þórður Már Jónsson, 28.9.2009 kl. 00:27

12 identicon

Steini Briem: Þó það veldi þér eflaust mikilli armæðu verð ég að benda þér á það að endanlega samþykkt ályktun um hervarnir Íslands var á annan veg, mun lengri og ýtarlegri.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 00:49

14 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Allt þetta tal um 'Davíðsarminn' sýnist mér vera upprunið á fréttastofu stöðvar 2.. það er ekki nokkuð einasta sannleikskorn í þessu heldur er þetta aumkunarverð tilraun Baugsmiðilsins að koma höggi á DO með því að bendla allt sem orkar tvímælis í starfi Sjálfstæðisflokksins við hans nafn.

Smölun og ekki smölun.  Er ekki stunduð smölun í öllum kosningum? þ.m.t. þingkosningum, þar sem hringt er í fólk og því jafnvel boðið akstur á kjörstað.  Nema munurinn er þó sá að það eru aðeins takmarkaður hópur úr SUS sem er kjörgengur. Þarna var aðeins verið að bjóða kjörgengum að koma og nýta rétt sinn til að greiða atkvæði sitt.

 Að mínu mati var kominn tími til að hreinsa til í stjórn SUS og fá ferskan mann þarna inn. Stjórnmálaályktun og málefnastarf þingsins var mjög gott á margan hátt, en hefði verið enn betra með betra skipulagi á framkvæmd þingsins og afgreiðslu ályktana.

Viðar Freyr Guðmundsson, 28.9.2009 kl. 03:15

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á svo að treysta því að þessi maður og stuðningslið vinni að heilyndum í framtíðinni, þegar innkoman er með þessum hætti?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2009 kl. 06:19

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

fljótt fennir yfir. 2 vélar komu frá sitthvorum stuðningmannahópnum. ekki ólíkt því sem gert var í hólminum fyrir 4 árum. nema þá var það stutt úr henni Reykjavík að það nægði að fá rútur.

mætti ekki alveg eins spyrja þig Ómar hvort þú hafir ekki stundað smalamennsku þegar þú gekkst með þitt lið inn í Samfylkinguna? 

Fannar frá Rifi, 28.9.2009 kl. 07:53

17 identicon

Sælar

Þetta er rétt hjá Fannari.

Sumir stuðningsmanna Ólafs og stjórnarframboðs hans komu með flugvél snemma á sunnudeginum til þess að kjósa. 

Allt það fólk sem kom með vélinni var til að mynda á skrá yfir þingfulltrúa. Annað hefði verið ólöglegt samkvæmt lögum SUS.

Fráfarandi stjórn SUS komst að þessu hernaðarbragði um miðja aðfaranótt sunnudags. Hvað gerðu þeir? Þeir pöntuðu öll sætin sem laus voru í áætlunarflugi til Ísafjarðar kl. 13:20. Hins vegar átti kosning að fara fram kl. 13:00 samkvæmt dagskrá þingsins. 

Þórlindur Kjartansson stóð því fyrir því að tefja þingið og kosninguna. Virkilega fagmannleg framkoma af hálfu fráfarandi formanns eða þannig.

Svo fór að Þórlindur og félagar náðu að tefja þingið það lengi að vélin lenti rúmlega eitt og var öllu fólkinu keyrt í flýti upp á kjörstað. Klukkan var 13:25 þegar 20 manna hópur úr röðum stuðningsmanna Fanneyjar Birnu kominn á staðinn. Sökum þess að stuðningsmenn Fanneyjar Birnu voru í stjórn SUS og stjórnuðu öllu þinginu þá var öllu þessu fólki hleypt inn á þingið við mikinn ófögnuð stuðningsmanna Ólafs.

Því er herbragð Ólafs og stuðningsmanna hans réttlætanlegra að mínu mati þar sem þeir voru allir mættir fyrir kl. 12:00 og tilbúnir að kjósa á fyrirfram auglýstum kosningatíma: 13:00. Athæfi Fanneyjar Birnu, Þórlindar Kjartans og þeirra stuðningsmanna er því nokkuð tæpt að mínu viti.

En réttlætið sigraði að lokum. 

Nú er bara að vona að Ólafur standi sig í starfi.

Ragnar Freyr (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:18

18 identicon

Var þessi ungi maður ekki einmitt að setja út á sama hlutinn í þessari færslu hans síðan í desember í fyrra http://nielsen.blog.is/blog/nielsen/entry/741181/ , þ.e. að handsmala fólki!!!

Jóhanna Fríða (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:30

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þú skoðar gögn um það þegar Íslandshreyfingin ákvað að fara ekki í framboð, rúmum tveimur mánuðum fyrir kosningar, sérðu að í öllum tilkynningum frá okkur tókum við það fram að það væri hvers og eins félaga að ákveða hvort hann gengi í Samfylkinguna eða ekki.

Ómar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 14:33

20 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þessi ungi maður er búinn að loka blogginu sínu...

Haraldur Rafn Ingvason, 28.9.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband