Bölmóðsblús fjárlaganna.

Það er fyrst nú, í íslensku fjárlögunum, sem byrjum að sjá hvað kreppan þýðir í raun og veru. Þetta er ekki gæfulegt, þetta grímulausa andlit hennar sem birtist okkur og er ein af birtingarmyndum hennar.  

Þessi pistill verður þó ekki um það heldur um það sem ég rakst á þegar ég var að grauta í gamalli og rykfallinni möppu með ýmsu efni frá því fyrir meira en fimmtán árum. 

Þetta er ég að gera í sambandi við leiðangur til Ólafsfjarðar til að kvitta þar fyrir næstkomandi laugardagskvöld með tveggja tíma skemmtidagskrá að þar skemmti ég í fyrsta skipti utan höfuðborgarsvæðisins fyrir hálfri öld, árið 1959.

Ég hafði komið í fyrsta sinn fram um áramótin58-59 og níu mánuðum síðar hafði ég skemmt í öllum byggðarögum landsins.

Héraðsmótið á Ólafsfirði var það fyrsta u.þ.b. 800 héraðsmótum stjórnmálaflokka og Sumargleðinnar, en ætli skemmtana"giggin" séu ekki orðin 5-6000 alls.

Á laugardagskvöld verður flutt aftur prógrammið frá 1959 en síðan tekur við nokkurs konar grínannáll síðustu hálfrar aldar þar sem við getum hlegið að okkur sjálfum á mismunandi tímum allt til atburða síðasta árs.  

En í þessu drasli rakst ég á snjáð blað með hinum upphaflega texta við lagið Bölmóðsblús sem hægt er að spila á tónlistarspilaranum vinstra megin á síðunni.

Ég ætla ekki að flytja hann á Ólafsfirði heldur gauka honum inn á þessa síðu úr því að lagið er á henni.  

Ég hélt að þessi texti væri týndur og tröllum gefinn en í honum er veitt ráð við því að fara alveg yfirum á kreppu"bömmernum."

Það er skemmtileg tilviljun að í lokaerindinu er talað um Ása og Ömma, þ. e. Ögmund Jónasson.  

 

BÖLMÓÐSBLÚS.  

 

Ef ég húki og gramt er mitt geð,   / 

galtómt veskið og armæða´og streð,  /

og ég væli með titrandi trega

svo tíkin, hún spangólar með:

 

Heldur en "booza"  /

úr hálftómum séneversbrúsa...   /

...ef allt er í hassi og rassi  /

og smassi og farsi   /

og krassi   /

ég keyri á bömmerinn með því að blúsa !   /

 

Þó að allt virðist alveg í steik   /

og þinn maki með viðhaldi í sleik   /

orðinn gjaldþrota  /

og alveg ráðþrota   /

áttu nú við því samt leik:   /

 

Heldur en "djúsa"  /

dreggjar úr brúsa...  / 

...þá skaltu semja    /

og gerninginn fremja  /

og grenja og emja   /

og lemja burt "bömmerinn" með því að blúsa !   /

 

Útgerðin er víst alveg á haus    / 

og öll pólitík bandsjóðvitlaus.  /

Ráðherrarnir þó ráði´ei við neitt  /

þetta ráð get ég öllum þó veitt:   /

 

Ei gagnar að djúsa   /

úr galtómum brúsa.  / 

Ef kaupgjaldið skömm er   /

og Ási og Ömmi´eru   /

alveg á bömmer    /

við keyrum á bömmerinn með því að blúsa !   / 

 

Ef allt er í hassi -  og rassi  -  og smassi   /  

og farsi  -  og krassi   /

við keyrum á bölmóðinn, barlóminn,  / 

bömmerinn,  barninginn,   /  

blakheitin með því blúsa !  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband