2.10.2009 | 21:26
Veturinn fyrr á ferð ?
Ég var að koma til Akureyrar eftir akstur frá Reykjavík á Fiat 500 sem ég ætla að hafa við samkomuhúsið á Ólafsfirði annað kvöld þegar ég fer með grínannál síðustu hálfrar aldar
Ólafsfjörður var fyrir valinu vegna þess að árið 1959 skemmti ég þar í fyrsta sinn utan sunnanverðs Faxaflóasvæðisins.
Þetta er fortíðarfíknarferð, - eftir hálfrar aldar ferðaferil um landið er það endurtekið að fara á minnsta bíl landsins í slæmu vetrarveðri frá Reykjavík norður í land.
Mynd mbl.is af bíl í hríðarkófi lýsir aðstæðum á Öxnadalsheiði í kvöld.
Það er stundum sagt að leiðin eftir Langadal sé löng, samanber vísuna:
Ætti ekki vífaval /
von á mínum fundum /
leiðin eftir Langadal /
löng mér þætti stundum.
En Langidalurinn á ekki möguleika á móti Öxnadalnum í þessu tilliti þegar veður og færð eru eins og var í kvöld.
Ég hef haft það á tilfinningunni að undanförnu að veturinn ætli að koma fyrr og verða kaldari en undanfarnir vetur. En kannski er það bara vitleysa hjá mér.
Óveður við Sandfell og Hvalsnes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
I prefer a cold winter over the eerily warms ones lately. Hopefully it will not make people think Global Warming is not real, though!
Lissy (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 21:59
Ég held að þetta geti verið rétt hjá þér með veturinn, ég verð samt að segja þér littla sögu varðandi svona smábíl, þetta hefur líklega verið veturinn 92 eða 93, og við félagarnir vorum harðir á því að fara á djammið sama hvað gerðist.
Það var búið að loka Reykjanesbrautinni og dýrvitlaust veður en um kl: 21 þá var ákveðið að leggja af stað, nema hvað ferðin frá Keflavík að BSÍ tók rétt um 2 tíma, ég sat farþegameginn í bílnum með hausinn út um gluggan til að lóðsa bílstjórann sem sá ekkert út, það hefur verið um það bil 20 bílar útaf á leiðinni beggja vegna og björgunarsveitin var treg til að fara af stað, um hánótt fórum við til baka heim í aðeins skárra veðri og gekk það fínt, ég skrifa þetta allt saman á hve mjúkir við vorum í báðum ferðum því bíllin hefur flotið þetta allt saman því við vorum 3 vel hífaðir og aumingja bílstjórinn.
Þetta var Fiat Lancia 87 módel.
Aldrei vanmeta 4 vitleysinga í bíl sem þeir gætu haldið á.
Sverrir Þór Magnússon, 2.10.2009 kl. 22:56
Sæll Ómar,
Þakka pistilinn.
Svona heyrði ég farið með vísuna:
Leiðin eftir Langadal
löng mér þætti stundum.
Ætti ég ekki vífaval
von á þínum fundum.
Veit þó ekki hvort þetta er rétta útgáfan.
Rögnvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 23:41
Ég vona bara að Fíatlúsin fjúki ekki útaf.
Offari, 3.10.2009 kl. 09:26
Í bók Helga; molduxi, er vísan svona:
Ætti ég ekki, vífa val,
von á þínum fundum,
leiðin eftir Langadal
löng mér þætti stundum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 10:23
Fagran sé ég fjallasal
fjöllin virðst hækka
Fíatlús í Langadal
lætur fjöllin stækka.
Ég held að vísan hafi upphaflega verið svona en hafi breyst er hún fór manna á milli.
Offari, 3.10.2009 kl. 11:21
Undir kallinn vífaval,
vildi á liðnum fundum,
lét sig allur í Langadal,
loks á sviðnum grundum.
Þorsteinn Briem, 3.10.2009 kl. 15:05
Við hjónin vorum að diskútera þetta í morgun eða gærmorgun. Ég segi: "ólánlegt að þeir eru að stækka álverksmiðjuna í Straumsvík, hún er svo ljót svona inn í byggð". Og konan segir: "svo hún væri falleg einhverstaðar í óbyggðum". Og ég sagði: "já eimitt, gæti verið í fögur í andstöðu við náttúruna, ekkert að því".
Það er innan um mannabyggð sem svona mannvirki verða ógnandi og óhugguleg. Þó ég hafi aldrei verið við Kárahnjúka þá er ég nokkuð viss um að virkjunin veki aðdáun og lotningu í hugum þeirra sem sjá hana og líklega þér líka.
Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.