Verkfræðilegt afrek.

Þótt ég hafi barist gegn gerð Kárahnjúkavirkjunar og telji hana ekki hafa átt rétt á sér, tel ég að gerð hennar sé mesta verkfræðilega afrek Íslendinga. Verkfræðingum tókst að spila úr þessu geggjaða verkefni og sleppa fyrir horn og það má út af fyrir sig óska þeim til hamingu með það.  

Virkjunin átti að mínu mati ekki rétt á sér vegna þess að hún olli, samkvæmt mati Rammanefndar um virkjanir, mesta mögulega umhverfistjóni sem hægt var að framkvæma á Íslandi.

Þetta var óhemju áhættusöm og flókin framkvæmd og munaði litlu að illa færi. Þegar borað var til kanna jarðlög fyrir jarðgöngin löngu var því til dæmis sleppt að kanna 5- 7 km langt misgengissvæði á miðri leið lengstu ganganna. Þar tafðist verkið um marga mánuði.

Ætlunin var að bora göngin úr báðum áttum og enda við misgengið, sem menn nýttu sér það, að þar átti að bora síðast og því ekki aftur snúið.

Þegar ég spurði talsmann Landsvirkjunar af hverju misgengið, sem sást vel úr lofti, hefði ekki verið kannað var svarið: "Við ætluðum þarna í gegn hvort eð var." Lýsir vel hugarfarinu að baki virkjuninni.

Ég ræddi þetta við kunnan bankamann þegar stefni í vandræðin við borunina en hann sagði að enginn banki myndi hafa áhyggjur af ríkisstryggðri framkvæmd því að "...því verr sem framkvæmdin gengur, því meira græðir bankinn."

Átti þar líklega við uppákomu á borð við þá þegar redda þurfti sjö milljarða láni með ofurvöxtum á innan við klukkustund, en þetta gerðist um það leyti sem vandræðin í göngunum voru mest.

Úr því að ráðist var í þetta verk er ástæða til að anda léttara yfir því að ófarir við framkvæmdina bættust ekki við ofan á allt annað.

Enda þetta á því að vitna beint í skjal þar sem lögfræðingur Landsvirkjunar lýsir eðli hennar:

"Virkjunin er erfið og áhættusöm jaðarframkvæmd í landfræðilegu-, tæknilegu-, umhverfislegu, - og markaðslegu tilliti, - er í raun eyland í raforkukerfinu."

Það var tekin allt of mikil áhætta og í ofanálag verður virkjunin þegar fram líða stundir minnisvarði um þá skammtímagræðgi og áhættufíkn sem þjóðir heims hafa orðið vitni að eftirminnilegan hátt að ástundið var á Íslandi á árunum 2002-2008.


mbl.is Framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar ég er sammála þér með verkfræðilega þáttinn.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

framkvæmd að þessari stærðargráðu átti aldrei að fara í á góðæristímum. við ættum að vera að hefjast handa núna við þessa virkjun eða eina sambærilega en ekki að vera ljúka við hana.

Fannar frá Rifi, 2.10.2009 kl. 22:41

3 identicon

   Og hvað gaf svo þessi virkjun okkur Íslendingum annað en ótímabæran dauða 7 manna sem áttu framtíðina fyrir sér, ef þeir hefðu ekki verið svo óheppnir að ráða sig í vinnu við Kárahnjúka. 

    En það verður kannski metið sem eðlileg fórn landins til þessarar stórkostlegu mannvirkja sem Kárahnjúkastíflan er.  - Oj bara.  - Þá vil ég heldur sleppa fórninni sem við landsmenn fórnum með dauða þessara manna, og missi óafturkræfs lands okkar, og halda reisn Íslands í heiðri og virkja hug og hönd lansmanna. 

Lovísa (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 01:45

4 identicon

Þessi virkjun er í mínum huga smánarblettur á Íslendingum. Ég get ekki sagt annað. Fjárhagsleg, siðferðileg og umhverfisleg feigðarför. Mikið ætla ég að vona að þjóðin beri gæfu til að færa ekki fleiri viðlíka fórnir á altari álrisanna.

Herdís Schopka (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 02:25

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áhætta.... OK

En hvað hefur þessi áhætta fært okkur?

Hagsæld fyrir Mið-Austurland, sem ekki verður á móti mælt.

Hagsæld fyrir Landsvirkjun, þegar til lengri tíma er litið

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband