Góður vetrarsnjór á Ólafsfirði.

Ég veit ekki hvort ég nota rétt orð þegar ég segi "góður" vetrarsnjór, en með því á ég við það að snjórinn sem fallið hefur við utanverðan Eyjafjörð síðustu dægur er nógu mikill til þess að hægt sé að fara á skíði.

Á hinn bóginn er snjórinn orðinn nógu mikill til þess að trufla samgöngur, því að svo mikill vetrarsnjór fellur ekki oft þetta snemma, jafnvel á þeim slóðum sem ég er að tala um og ég var á í gærkvöldi.

Valdimar Steingrímsson, sem þekktur var fyrir hættuleg störf sín við ruðning Ólafsfjarðarmúla, átti í vandræðum með að komast um innanbæjar á bíl sínum vegna hálku og þæfingsfærðar.

Ég gat því verið ánægður með það að komast á leiðarenda á minnsta bíl landsins til að gefa rétta stemningu fyrir stefnumót mitt við Ólafsfirðinga í Tjarnaborg í gærkvöldi þar sem farið var í léttu tali og tónum yfir síðustu hálfa öld.

Í dag er hið fegursta vetrarveður á Akureyri og hátíðlegt að sjá prúðbúið fólk í sunnudagsfötum ganga til kirkju með alla þessa vetrarfegurð sem umlykur bæinn.

Ég er í hörðu kvikmyndatökuverkefni í dag og þar sem ég blogga er ekki færi á að láta myndir fylgja með. Þær koma seinna.


mbl.is Færð á vegum - opið um Arnkötludal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband