4.10.2009 | 11:32
Þakklátt fólk út á landi.
Það var yndislegt að koma til Ólafsfjarðar í gærkvöldi og hitta fólkið þar í Tjarnarborg til að fara yfir sviðið á þeirri hálfu öld sem er liðin síðan ég skemmti í fyrsta sinn úti á landi, en það var einmitt á Ólafsfirði.
Ég man varla eftir betri stemingu á samkomu úti á landi, fólkið fyllti vel út í salinn, hljóðfærið var frábært, sem og hljómflutningskerfið og lýsingin.
Við þessar aðstæður fór minn frábæri undirleikari, Haukur Heiðar Ingólfsson á kostum og var á við heila hljómsveit, enda hafa hann og nokkrir aðrir Norðlendingar, svo sem Ingimar heitinn Eydal, Gunnar Gunnarsson og Tómas Einarsson, þróað sérstæða undirleikstækni á píanó sem hefur hlotið heitið skálm. Forráðamenn hússins, Eggert og Hafdís, frábært samstarfsfólk, og minn gamli aldavinur í Langadalnum, Valdimar Steingrímsson, lét ekki sitt eftir liggja.
Ég nefndi þessa rúmlega tveggja tíma skemmtun hátíðarsamkomu og hún sýndi að fólkið úti í hinum dreifðu byggðum landsins er fúst til að leggja sitt af mörkum til að létta undir með hvert öðru í kreppunni.
Allt þetta fór fram úr mínum björtustu vonum og ég vil skila sérstöku þakklæti mínu til fólksins, sem leyfði mér að eiga með því þessa ljúfu kvöldstund í gærkvöldi.
Það yljar gömlum landsbyggðarunnanda um hjartarætur.
Vel heppnuð hátíð í Mýrdalnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skal trúa því Ómar minn að þarna hafi verið gaman.
Það er margt sem hægt er að gera úti á landi þar sem samstaðan er meiri en í fjölmenninu.
Stefán Stefánsson, 4.10.2009 kl. 14:43
Gaman að heyra af ykkur Hauki á góðu skálmi á Ólafsfirði.
Alltaf ferskir !
Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.