5.10.2009 | 11:30
Stutt leiftur.
Ég var á ferð akandi í átt til Reykjavíkur upp úr miðnætti í nótt þegar snöggur blossi leiftraði eitt andartak fyrir framan mig. Þetta var svo stutt augnablik að ég áttaði mig ekki á því hvað var á seyði.
Nú sýnist mér skýringin vera komin.
Sáu loftstein í Ölfusi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fékk einu sinni að sjá svona loftstein er ég var á leið niður Víkurskarð. Þá hélt ég að Hallgilsstaðabænur væru að geri tilraun með nýja gerð af flugeldum.
Offari, 5.10.2009 kl. 11:38
Flottustu stjörnuhröpin vara í nokkrar sekúndur. Við sem glápum reglulega upp í himinninn sjáum stundum slík stjörnuhröp. Í október í fyrra sáum við glæsilegt stjörnuhrap sem skildi eftir sig rák á himni í rúmar tuttugu mínútur. Það stjörnuhrap sást í þrjár fjórar sekúndur og lýsti upp allt umhverfið. Sjá hér.
Steinninn sem sást í nótt hefur verið tiltölulega lítill, en örugglega rosalega fallegur, eins og við skýrum frá á bloggsíðu okkar. Fólk ætti tvímælalaust að gefa sér tíma til að njóta næturhiminsins oftar en það gerir. Það kemur fólki alltaf á óvart hvað það sér og hvað það er óskaplega fallegt.
Fyrir þá sem hafa áhuga á loftsteinum mælum við með þessari grein á Stjörnufræðivefnum.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 5.10.2009 kl. 12:53
stjörnuhröp eða loftsteinar er svakalega falleg sjón. Hef séð svo mörg stjörnuhröp, enda er ég alltaf að horfa upp í himininn þegar það er orðið dimmt. Man sérstaklega eftir einu sem skildi eftir sig langa, breiða grænbláa rönd um himininn og "hrapið" varði í 3-4 sec.
elma (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 13:35
Ég sá þetta líka, rétt hjá Hvalfjarðargöngunum. Þetta var magnað.
Bjarki (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.