Mestur hluti Skerjafjarðar er eftir.

Framtak Garðabæjar er stórt skref í rétta átt varðandi verndun Skerjafjarðar og annarra náttúruverðmæta á höfuðborgarsvæðinu. Margir góðir Garðbæingar hafa lagt þessu lið um árabil og má þar nefna Ólaf G. Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóra, ráðherra og forseta Alþingis.

Nú er að sjá hvert framhaldið verður hvað snertir mestallan Skerjafjörð, svæði sem liggja í lögsögu Álftaness, Kópavogs, Reykjavíkur og Seltjarnarness.

Í ráðherratíð Sivjar Friðleifsdóttur var lagður grunnur að því að allur Skerjafjörður yrði friðaður.  

Ein af náttúrperlum fjarðarins eru Löngusker, en þar sem selir og fuglar eiga sérstæðan griðareit.

Ein af hugmyndum um Reykjavíkurflugvöll hefur verið sú að byggja flugvöll á skerjunum.

Mér hefur fundist sú hugmynd mjög óraunhæf. Halda menn virkilega að íbúarnir í öllum sveitarfélögunum við Skerjafjörð muni samþykkja Löngusker sem flugvallarstæði?

Í öðru lagi er þessi hugmynd líka slæm, jafnvel þótt menn samþykktu að gera uppfyllingu á skerjunum.

 

Flugvöllur á Lönguskerjum byggist á því að fara út í þrjú verkefni: 

1. Byggður flugvöllur á Lönguskerjum.

2. Rifinn flugvöllur í Vatnsmýri. (Aðeins 30% hans er þó í Vatnsmýri)

3. Reist íbúðabyggð í Vatnsmýri.

 

En ef menn vilja hafa flugvöll á Skerjafjarðarsvæðinu, hvers vegna er þá dæmið ekki leyst með því að fara út í aðeins eitt verkefni í stað þriggja:

 1. Reist íbúðabyggð á Lönguskerjum.  Málið dautt.

 

Ég fæ meðal annars þau andmæli að það sé svo mikið saltrok á Lönguskerjum. Einmitt það. Er betra að saltrokið leiki um flugvélarnar ?

Niðurstaða mín: Leyfið þið Skerjafirði að vera í friði sem og Reykjavíkurflugvelli með lagfæringum sem gera hann bæði betri, færa hann fjær miðborg Reykjavíkur og afleggja flug yfir Kársnes. Get bloggað um það síðar.   


mbl.is Gálgahraun og Skerjafjörður formlega friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað finnst þér um hugmyndir um samgöngumannvirki yfir Skerjafjörðinn til Álftaness?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er engin ástæða til að vera með flugvöll eða íbúðabyggð á Lönguskerjum. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram í Vatnsmýrinni eða innanlandsflugið flutt upp á Hólmsheiði og jafnvel suður á Miðnesheiði, á eða við Keflavíkurflugvöll.

Reykjavíkurflugvöllur - Myndir og kort


Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli


Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024


Fljótlega verður reist samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll fyrir innanlandsflugið, rútur, strætisvagna og leigubíla. Umferðarmiðstöðin verður rifin og þar reistur nýr Landspítali.

Minnisblað samgönguráðherra og borgarstjóra um samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinn
i


Gamli miðbærinn í Reykjavík
er langt frá því að vera miðja höfuðborgarsvæðisins og þangað á erindi einungis hluti þeirra sem fljúga til Reykjavíkur af landsbyggðinni. Og þyrlur geta flogið með sjúka og slasaða að Landspítalanum, rétt eins og þær gera nú þegar.

Landnotkun á austursvæði Vatnsmýrar


Sjálf Vatnsmýrin er einungis hluti af því svæði sem nú er kallað Vatnsmýri.

"Vatnsmýri er svæði í Reykjavík, sem er fyrir austan Melana og Grímsstaðaholt, sunnan við Tjörnina, vestan Öskjuhlíðar og norðan Nauthólsvíkur."

Vatnsmýri -Wikipedia

Þorsteinn Briem, 6.10.2009 kl. 19:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Annað dæmi: "Skagafjörður er fjörður á Norðurlandi, milli Tröllaskaga og Skaga. Nafnið er einnig haft um héraðið umhverfis fjörðinn og inn af honum."

Þorsteinn Briem, 6.10.2009 kl. 20:47

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meginhluti Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd er á Skildinganesmelum. Hluti er í Nauthólsvík við Skerjafjörð.

Með því að lengja austur-vestur-brautina og gera nýja, 1000 metra stutta norður-suðurbraut, sem liggur frá núverandi Shellstöð og að Skýli nr. 4, sem rétt væri að flytja úr stað, hyrfi völlurinn alfarið úr Vatnsmýri og úr augsýn borgarbúa.

Aðeins um 10-15% flugsins um völlinn yrði um norður-suður-brautina í vindi, sem yrði það mikill, að aðflug og fráflug gæti þar að auki orðið mun brattara en nú er.

Ómar Ragnarsson, 6.10.2009 kl. 21:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"HR í Vatnsmýrinni. Í byrjun árs 2008 hófust byggingarframkvæmdir við 36.000 fermetra nýbyggingu Háskólans í Reykjavík. Svæði háskólans upp af Nauthólsvík við rætur Öskjuhlíðar skapar tækifæri til að byggja upp þekkingar- og nýsköpunarsamfélag á heimsmælikvarða."

Háskólinn í Reykjavík

Náttúrufar í Reykjavík - Sjá mýrlendið á Vatnsmýrarsvæðinu á bls. 216

Þorsteinn Briem, 6.10.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband