7.10.2009 | 22:48
Mikið lagt á Steingrím.
Steingrímur J. Sigfússon er afar öflugur stjórnmálamaður, einn hinn öflugasti sem þjóðin á um þessar mundir.
Hann þarf að bera meiri byrðar í núverandi stjórnarsamstarfi en aðrir, bæði sem ráðherra eins erfiðasta málaflokksins og ekki síður sem formaður Vinstri grænna.
Hann hefur verið afar duglegur í sínum vandasömu verkum sem virðast þó verða æ vandasamari með hverjum deginum.
Í kvöld og næstu daga mun mæða mikið á honum við að sigla um ólgusjó, þar sem svo virðist sem mál öll, stjórnarsamstarfið og úrlausn viðfangsefna þjóðarinnar skerist í einum átakapunkti á herðum Steingríms.
Kannski hefur aldrei reynt eins mikið á hann og nú þegar ágreiningur meðal flokksmanna hans er orðinn að erfiðasta viðfangsefni hans ofan á allt annað.
Búist við löngum fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála, langar að fá að nota þetta tækifæri og óska honum góðs gengis. Sama hvar maður stendur í flokki þá hlýtur maður að meta að fólk eins og hann fáist fram úr rúminu á morgnana til að vinna "skítverkin" fyrir okkur (þjóðina). Og þér þakka ég góða og málefnalega pistla í gegnum tíðina.
ASE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:08
Hvaða vorkunsemi er þetta þó maðurinn vinni fyrir kaupinu sínu. Þið ættuð frekar að tala um það sem hann leggur á þjóðina. Steingrímur og hanns kona hafa tuttugufaldar atvinnuleysisbætur. Ekki nóg með það hann á stórann þátt í því hve margir þurfa að sæta þeim afarkjörum sem atvinnuleysi er. Það er líka ekki bara efnahagslegt böl að hafa ekki vinnu, það er fyrst og fremst félagslegt böl. Það eru sjálfsögð mannréttindi að allir hafi vinnu.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:30
Hann hefur magnað úthald karlinn og á miklar þakkir skildar. Vonandi kemst hann til ráðs við íhaldsmann allra íhaldsmanna. Annar eins þverhaus hefur sennilega aldrei verið uppi á Íslandi.
Sverrir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:32
Steingrímur er okkur mjög óþarfur. Talar íslensku betur en Matthías Jochumsen, en notar þann hæfileika til að færa okkur bak við ljósið, leiða okkur í fang erlends auðvalds, og skera niður eftir forskrift óvinveitts yfirvalds.
Það kann að vera að þetta krefjist langrar viðveru.
Doddi D (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:38
Ómar Sigurðsson. Mánaðarlaun forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi eru nú 935 þúsund krónur en annarra ráðherra 855 þúsund krónur, eða um sex sinnum hærri en lágmarks atvinnuleysisbætur, sem eru um 150 þúsund krónur á mánuði.
Laun útvarpsstjóra voru hins vegar 1,5 milljónir króna á mánuði og þar af leiðandi tífaldar atvinnuleysisbætur og um þrisvar sinnum hærri en þingfararkaupið, sem er 520 þúsund krónur á mánuði.
Atvinnuleysisbætur voru um 80 þúsund krónur á mánuði frá 1. janúar 2004 og hækkuðu því um 88% til 1. janúar í ár, en vísitala neysluverðs hækkaði um 46% á sama tímabili.
Laun ráðamanna lækkuð
Atvinnuleysisbætur frá 1. janúar 2009
Þorsteinn Briem, 8.10.2009 kl. 01:15
Skattleysismörkin í ár eru 113.454 krónur á mánuði og hafa því hækkað um 59% frá árinu 2004 en þá voru þau 71.270 krónur á mánuði.
Frá ársbyrjun 2004 til 1. janúar í ár hækkaði hins vegar vísitala neysluverðs um 46%.
Skatthlutfall í staðgreiðslu var 38,58% árið 2004 en þetta hlutfall er nú 37,2%.
Hámarks húsaleigubætur hækkuðu um 48% í apríl í fyrra en þá höfðu bæturnar ekki hækkað frá árinu 2000.
Eignaskattur á hreina eign var lagður niður árið 2005 og hátekjuskattur árið 2006.
Atvinnuleysi hérlendis var 7,7% í ágúst síðastliðnum en það var 5% árið 1995.
Og vísitala neysluverðs hækkaði hér síðastliðna 12 mánuði um 10,8% en hún hækkaði um 21,1% árið 1989.
Þorsteinn Briem, 8.10.2009 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.