Umhugsunarefni.

Það vill svo til að ég er nýkominn úr tveimur ferðum ferðum til Ólafsfjarðar þar sem leiðin lá í gegnum Ólafsfjarðargöng. Á skemmtun þar nyrðra var heiðursgestur Valdimar Steingrímsson, sem forðum gat sér frægð fyrir að ryðja hinn stórhættulega veg um Ólafsfjarðarmúla. p1010378_920095.jpg

P1010374

Þótti mikil mildi að Valdimar slapp oftar en einu sinni naumlega úr hættulegum aðstæðum á þeim vegi.

 Þess vegna er það nöturlegt ef svipuð hætta getur skapast í mannvirkinu sem átti að bægja hættu frá á leiðinni til bæjarins.

Ég hefði ekki viljað verða undir hruni úr göngunum á minnsta bíl landsins þegar ég var á leið í gegnum göngin. Hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef slíkt hefði gerst.

Þetta atvik hlýtur að kalla á reglubundnar rannsóknir á jarðgöngum landins,  einkum þeim eldri, líkt og tíðkast um lyftur í húsum. 

Læt fylgja með myndir af "Litla gul" í þessari ferð norður, þar sem hann fór í hjólför hins gamla "Litla guls" fyrir hartnær hálfri öld.  

Máttarvöldin voru svo vinsamleg að gefa mér og þeim litla hið versta ferðaveður á Öxnadalsheiði og síðasta áfanganum til Ólafsfjarðar, eins og til þess að líkja eftir akstursaðstæðum fyrir hálfri öld, sem voru auðvitað miklu verri á krókóttum og mjóum malarvegum en þau eru nú. 

(Þess skal getið að litla myndin hér fyrir neðan fór inn vegna tæknilegra mistaka sem ég réði ekki við) 

  

 

 

P1010374
mbl.is Hrun í Ólafsfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér finnst litli gulur bara vera sætur og krúttlegur.  Annar er þetta hrun í Ólafsjarðargöngum mikið áhyggju efni. Eldri göng eins og Norðfjarðar og Strákagöng vor ekki byggð með sama styrk og yngri göng.

Þar vae rkki sprautað trefjasteypu á bergið líkt og gert er nú til dags. Ég held reyndar að öll akstursgöng landsins séu undir reglulegu eftirliti hjá vegagerðini og þetta hrun í Ólafsfjarðargöngum hafi því verið ófyrirsjáanlegt.

Offari, 8.10.2009 kl. 15:59

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Oddsskarðsgöngin eru frá miðjum áttunda áratugnum. Þau eru í rúml. 600 m. hæð, einbreið, með blindhæð Norðfjarðarmegin. Ekki var hægt að finna óheppilegra berg til að fara í gegnum, því göngin liggja í gegnum gíg megineldstöðvar, svokallaðrar Reyðarfjarðareldstöðvar.

Smágrjót er stöðugt að hrynja úr lofti ganganna og reynt er að koma í veg fyrir skemmdir á ökutækjum sem leið eiga um göngin með hænsnaneti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 16:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki norður illa gekk,
engin göt í kollinn fékk,
vanda álags verður tékk,
viljum hrun nú eftir smekk.

Þorsteinn Briem, 8.10.2009 kl. 18:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alþjóð átti kost á því að sjá í fréttum Sjónvarpsins í kvöld hvernig bergið í veggjum Ólafsfjarðaganganna er. Það var áhrifamikil sjón.

Ómar Ragnarsson, 8.10.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband