Mikil gleði og fjör.

Ég fer afar sjaldan á dansstaði borgarinnar á næturnar um helgar. Undantekning var í gærkvöldi þegar við hjónin brugðum okkur á Kringlukrána þar sem við Þuríður Sigurðardóttir sungum með Lúdó-sextett og Stefáni milli klukkan tólf og eitt bæði ný og gömul lög.

Ég og Lúdó-sextett eigum 2x50 ára starfsafmæli í bransanum og það var mjög gaman að taka upp 45 ára gamlan þráð með þessari síungu hljómsveit.  

Það eru orðin ein þrjátíu ár síðan við Þuríðum sungum svona með Sumargleðinni á balli og 24 ár síðan ég sýslaði við þetta með Sumargleðinni síðasta árið sem ég var með henni.

Kringlukráin var full út úr dyrum og þetta var bara gaman og þótt einstaka gestur væri kannski búinn að fá sér full mikið í glas, ríkti þarna mikil gleði og fjör í dunandi dansi.

Hafi þetta verið svona víðar í borginni í nótt er rétt sú frásögn lögreglunnar af því að allt hafi farið þokkalega fram. Nógu oft eru leiðinlegar fréttir sagðar á sunnudagsmorgni af því sem miður hefur farið. 


mbl.is Rólegt þrátt fyrir fjölmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar - takk fyrir allar gleðistundirnar sem þú hefur gefið gegnum tíðina - þær eru ófáar

Takk, gjafmildi maður :))

Helga R.Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband