Allt er betra en álverið.

Skemmtileg tilviljun, ef það er tilviljun, að þessi viljayfirlýsing skuli koma eftir að ríkið hætti við að framlengja viljayfirlýsingu varðandi álverið á Bakka.

IMG_0401

Alltgleypandi risaálver á Bakka þokast með þessu vonandi út úr myndinni svo að skaplegri kostir taki við.

Þá kosti benti ég strax ítrekað á snemma í kosningabaráttunni 2007 og æ síðan.  

Ég minni samt á bloggpistil minn um erlendu fréttina um "gagnaveraæðið" sem er að grípa um sig og gæti spunnist upp í eitthvað svipað og "bankakerfisæðið" og "álveraæðið". Í þeim pistli varaði ég við því að "fara úr einu æðinu í annað" heldur að vinna að þessum málum yfirvegað og að vel rannsökuðu máli.


mbl.is Stefnt að gagnaveri í Þingeyjarsveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist bara vera einhver genagalli í Íslendingum að vilja alltaf "patentlausnir", einhverja eina töfralausn sem leysir allt í einni svipan. Loðdýrarækt, fiskeldi, álver, bankar, gagnaver. Vantar örugglega talsvert í þennan lista.

Gulli (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Ert þú ekki að koma með trilljón ferðamenn í Gjástykki? Eða eru hættur við og ætlar að láta bókina eða myndina duga?

Sigurjón Benediktsson, 12.10.2009 kl. 16:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi athugasemd Sigurjóns er dæmigerð fyrir viðbrögð stóriðjusinna. Úr því að ég, eigna- og auralaus maðurinn get ekki komið með "trilljón" ferðamenn verður að fá álver og hæðst er smæð minni gagnvart hinu mikla peningavaldi stórfyrirtækja og opinbers valds.

Andúðin á öðru en álveri er svo sterk að þegar ég hef rökstutt við heimamenn hvernig svæðið norðan og austan Mývatns geti meira að segja skákað Lapplandi hvað snerti náttúrugersemar og aðdrátttarafl fað vetrarlagi (fleiri ferðamenn koma til Lapplands á veturna en til Íslands allt árið) er sagt við mig: Það þýðír ekkert að fá ferðamenn hingað að vetrarlagi því að það er oft auð jörð í Mývatnssveit á veturna.

Þegar ég bendi á að svæðið sem ég er að tala um liggi allt að 300 metrum hærra yfir sjó en Mývatn,- aðeins tíu mínútna ferð frá Mývatni upp fyrir Kröfluvirkjun og að þar fyrir norðan sé hvítt allan veturinn, enda síðustu skaflarnir ekki farnir fyrr en í júlíbyrjun, yppta menn bara öxlum og halda fast við það að ekkert komi til greina nema álver í 70 kílómetra fjarlægð.

Sjálfur er ég nú stopp með myndina vegna fjárskorts, væntanlega til mikillar gleði fyrir Sigurjón og skoðansystkin hans.

Ómar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 19:22

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gagnaver er gott og gilt, en hvað endast þau lengi??  Hvergi fleygir tækninni jafn hratt fram og í þeim geira.  Innan fárra ára gæti verið komin tækni sem gerir gagnaver óþörf a.m.k. að orkuþörfin verði einungis brot af því sem nú er. 

Hvað eru þessi fyrirtæki til í að gera langa samninga um orkukaup? 

Viljayfirlýsng við Alcoa er búin að vera gild í nokkurn tíma.  Hvað voru mörg fyrirtæki sem föluðust eftir orku á þeim tíma?  Álver eru að gera samninga til tuga ára fram í tímann.

Með þessum orðum er ég ekki að tala gegn gagnaverum, bara að vekja athygli á þessu.  Öll störf á landsbyggðinni telja, - bæði í stórum og smáum fyrirtækjum.

Ferðaþjónustan á landsbyggðinni mun lengi enn um langa framtíð eiga undir högg að sækja, vegna þess að bróðurparti skoðunarferða er stýrt frá Reykjavík og því sem öðru, þykir hverjum sinn fugl fallegastur. Þar eiga heimamenn jafna sök, að starfa ekki nægjanlega vel saman í markaðssetningu.

Benedikt V. Warén, 12.10.2009 kl. 21:17

5 identicon

Sæll Ómar

Þessi ábending þín varðandi yfirvegun og að vel rannsökuðu máli er einmitt það sem Greenstone hefur verið að meta og unnið að.

Greenstone hefur keypt ítarlegar skýrslur frá Rannsóknarstofnun í Jarðskálftaverkfræði við Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og fengið margvíslega aðila og ráðgjafa að málum um mat á þeim sveitarfélögum sem Greenstone hefur ritað undir viljayfirlýsingar með. Það er því hárrétt mat hjá þér að þetta þarf að vinnast hægt og bítandi þar sem ítarlegar rannsóknir liggja að baki hverjum og einum stað áður en endanlegt staðarval liggur fyrir.

Greenstone vinnur með sveitarfélögum í þessu efni og varpar fram kostum hvers og eins til að tryggja að ítarlegar og vel ígrundaðar upplýsingar séu til staðar fyrir þau stórfyrirtæki sem vilja hugsanlega staðsetja gagnaver sín á Íslandi.

Rétt eins og ég hef boðið Sigurjóni Benediktssyni í kynningu á þessari þróun mála býð ég þér og þeim sem þú telur að hafi áhuga á kynningu Greenstone á þessum iðnaði.

Með vinsemd og virðingu,

Sveinn Óskar Sigurðsson

Stjórnarformaður Greenstone

Sveinn Óskar Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 21:21

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.02.2008: "Orkusamningur Verne við Landsvirkjun gerir ráð fyrir skuldbindingu félagsins til að kaupa raforku í stighækkandi magni upp að 25 MW árið 2012. Það er um fimmtungur af því sem Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga notar. Jafnframt hefur Verne rétt til að panta allt að 25 MW í viðbót sem Landsvirkjun afgreiðir innan tiltekinna tímamarka.

Viðskiptavinir Verne sjá sér hag í að hafa aðgang að endurnýjanlegri orku á stöðugu verðlagi til langs tíma. Orkuskortur er nú á þéttbýlissvæðum beggja vegna Atlantshafsins og orkuverð bæði hátt og sveiflukennt. Þá er sú orka yfirleitt framleidd með kolefniseldsneyti, meðan mörg stórfyrirtæki hafa sett sér markmið um koltvísýringsjöfnun í starfsemi sinni."

Um 20 milljarða króna gagnaver rís á Keflavíkurflugvelli

Þorsteinn Briem, 12.10.2009 kl. 21:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.4.2008: "Þann 2. apríl sl. var skrifað undir viljayfirlýsingu í Hollandi milli Greenstone ehf. og LV [Landsvirkjunar] um sölu á raforku til netþjónabúa.

Helstu ákvæði viljayfirlýsingarinnar milli Greenstone og LV eru að fyrirtækin hyggjast ganga frá samningi um sölu á 50 MW af rafmagni sem ætlunin er að fari til tveggja búa sem taka um 25 MW hvort.

Greenstone hefur enn fremur til skoðunar að reisa tvö eða fleiri hátæknivædd netþjónabú til viðbótar hér á landi á næstu 3-5 árum og má áætla að heildarfjárfesting vegna þeirra geti numið allt að 50 milljörðum kr."

Viljayfirlýsing Greenstone og Farice um gagnaflutninga og sveitarfélagið Ölfus um netþjónabú í Þorlákshöfn


25.8.2009
: "Fleiri fyrirtæki en Greenstone vilja reisa gagnaver á Íslandi. Á meðal þeirra eru Verne Holding og Titan Global. [...]

Greenstone ehf. er í eigu íslenskra, bandarískra og hollenskra aðila.
Sveinn [Óskar Sigurðsson, talsmaður Greenstone hérlendis] segir að fyrirtækið hafi byggt yfir 700 byggingar í Bandaríkjunum sem tengist gagnaversiðnaðinum með einum eða öðrum hætti."

Um 120 störf í gagnaveri Greenstone á Blönduósi


Um 20 störf í netþjónabúi Greenstone í Fjallabyggð

Þorsteinn Briem, 12.10.2009 kl. 22:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt drögum að tillögu að matsáætlun fyrir álver á Bakka við Húsavík (Mannvit 2009b) er gert ráð fyrir 346 þús. tonna framleiðslugetu. Álverið þarf því ámóta mikið rafafl og álver í Helguvík eða um 630 MWe. [...]

En hvort sem virkjað verður í Gjástykki eða ekki mun álver á Bakka taka til sín allt virkjanlegt rafafl háhitasvæðanna á Norðurlandi suður í Námafjall og það dugar varla til. [...]

Þegar möguleg orkuöflun fyrir álver í Helguvík er skoðuð ofan í kjölinn kemur í ljós að Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka geta að líkindum útvegað álverinu [í Helguvík] um 360 MWe rafafl. Álver með 250 þús. tonna afkastagetu eins og upphaflega var áætlað þarf 435 MWe en nú er ætlunin að byggja 360 þús. tonna álver. [...]

Álver í Helguvík og á Bakka myndu soga til sín nær alla orkuna frá orkulindum á Suður-, Suðvestur- og Norðausturlandi
, ekki bara frá jarðvarmavirkjunum heldur einnig frá vatnsaflsvirkjunum. Þar með er farin nánast öll hagkvæmasta orkan í landinu.

Hinar miklu orkulindir Íslands - Getum við virkjað endalaust?


"Orkusamningur Verne við Landsvirkjun gerir ráð fyrir skuldbindingu félagsins til að kaupa raforku í stighækkandi magni upp að 25 MW árið 2012. Það er um fimmtungur af því sem Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga notar. Jafnframt hefur Verne rétt til að panta allt að 25 MW í viðbót sem Landsvirkjun afgreiðir innan tiltekinna tímamarka."

Um 20 milljarða króna gagnaver rís á Keflavíkurflugvelli


18.4.2008
: "Þann 2. apríl sl. var skrifað undir viljayfirlýsingu í Hollandi milli Greenstone ehf. og LV [Landsvirkjunar] um sölu á raforku til netþjónabúa.

Helstu ákvæði viljayfirlýsingarinnar milli Greenstone og LV eru að fyrirtækin hyggjast ganga frá samningi um sölu á 50 MW af rafmagni sem ætlunin er að fari til tveggja búa sem taka um 25 MW hvort."

Viljayfirlýsing Greenstone og sveitarfélagsins Ölfuss um netþjónabú í Þorlákshöfn

Þorsteinn Briem, 12.10.2009 kl. 23:31

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2009: "Orkufyrirtækin sáu sér hag í því að fá þessa starfsemi til landsins og lögðu fram tæplega 1,5 milljarða kr. í hlutafé í Farice og ríkið lagði fram tæpar 400 milljónir kr.

Í fjárlögum þessa árs er síðan heimild fyrir ríkið að ábyrgjast 5 milljarða króna lán vegna sæstrengsins og hefur það auðveldað fjármögnun."

Fréttaskýring Morgunblaðsins: Tekjur af sæstrengnum Danice


1.10.2009: Grein Sigmundar Einarssonar jarðfræðings með töflum og korti:

Hinar miklu orkulindir Íslands- Getum við virkjað endalaust?

Þorsteinn Briem, 13.10.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband