Hvimleitt.

Það er hvimleitt að maður telji sig verða að vera með ábendingar út af málfari dag eftir dag hjá fjölmiðli sem gera þarf kröfur um að noti sæmilega vandað mál. 

Í fréttinni um Maradona í dag á ég við setningarhlutann "...öskuillur út í þá sem gagnrýnt hafa sig..." 

Þetta á að vera "...öskuillur út í þá sem gagnrýnt hafa hann..." 

Hér sjáum við málvillu smábarna.  

Nýlega varð að grisja harkalega í starfsmannahópnum á Morgunblaðinu og segja upp fjölmörgum reyndum blaðamönnum. 

Engu að síður má nú sjá þvílíkar grundvallarvillur í málfari á mbl.is að mér finnst ekki við það unandi. Hér verður að ráða bót á.

Um allar starfstéttir gildir það að gera verður lágmarkskröfur um verkkunnáttu. 

Verkkunnátta blaðamanna felst meðal annars í því að kunna að nota móðurmálið. Á það virðist skorta.

 

P. S. Varla er ég búinn að skrifa þessa ábendingu en að ég sé ruglning með viðtengingarhátt í nýrri frétt um eld í Lifrarsamlaginu í Vestmannaeyjum. Á ég ekki bara að játa mig sigraðan? 

Nei, nú sé ég að búið er að laga fréttina um Maradona !  


mbl.is Maradona öskuillur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband