16.10.2009 | 22:13
Margslungið mál.
Séra Gunnar Björnsson er einhver allra besti ræðumaður í hóp presta sem ég hef kynnst.
Þegar hann er í ham í prédikunarstóli er hrein unun að vera viðstaddur.
Ekki vantar heldur hæfileikana hvað snertir tónlist og aðrar listgreinar.
Mín kynni af honum eru á eina lund, - að hann sé einstaklega skemmtilegur og aðlaðandi maður opinn og einlægur.
Slagurinn sem hann stendur í núna er því mikið harmsefni og allt það sem hann og fjölskylda hans hefur orðið að ganga í gegn um.
Á hinn bóginn eru mörg störf þannig að ekki er spurt um það hvort eitthvað hafi verið ólöglegt, heldur koma önnur atriði þar til álita.
Við vitum um mörg dæmi þess að fólk hefur orðið að flytja sig til í starfi án þess að sakir séu miklar, hvað þá saknæmar. Stundum er jafnvel um misskiling að ræða sem vekur heitar tilfinningar og magnast í hugum þeirra sem eiga í hlut.
Sem stéttir þar sem umhverfið er þannig að ekki er spurt um saknæmt athæfi má nefna frétta- og blaðamenn að ekki sé minnst á stjórnmálamenn, sem eiga með reglulegu millibili allt undir kjósendum sínum.
Mörg dæmi eru um að úlfúð hafi risið í söfnuðum á milli manna og hópa og í því starfi eru slík illindi og tilfinningahiti erfið við að eiga vegna þess hve starfið er oft innt af hendi á viðkvæmum stundum.
Ég efast um að borgarafundurinn á Selfossi í kvöld um mál safnaðarins þar, séra Gunnars og biskups Íslands hafi skilað miklu. Því miður.
Æskilegast hefði verið að stríðandi fylkingar hefðu fyrr náð samkomulagi um að hittast á opinn hátt til að ræða málin og freista þess að leysa þau.
Kannski hafa öldur risið of hátt til þess að það sé mögulegt.
Sættir, friður og fyrirgefning eru aðall kristinnar trúar. Slíkt andrúmsloft verður að ríkja í söfnuðum kirkjunnar. Biskupi er því vandi á höndum og ekki öfunda ég hann.
Prestar og biskup hafa meðal annars þann starfa er biðja fyrir fólki, söfnuðum og þjóð. Þetta mál er hins vegar þannig vaxið að full ástæða er fyrir þjóðina að biðja fyrir biskupi, prestinum og Selfosssöfnuði.
Hörð gagnrýni á biskupinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður er enginn misskilningur hér á ferð. Gunnar hefur sjálfur sagt að hann hafi sótt sér styrk með því að gerast nærgöngull við stelpurnar og slíkt er einfaldlega ekki við hæfi. Nú færi best á því að hann sjálfur sjái að nú er mál að linni og dragi sig í hlé.
Þóra Guðmundsdóttir, 16.10.2009 kl. 22:25
Kannski er sérann einmitt svo saklaus að hann áttar sig ekki á að fjölþreifni er ekki lengur liðin. Allavega ekki á Selfossi. Hann hefði betur haldið sig fyrir vestan þar sem menn eru meiri heimsborgarar og líta framhjá blautum kossum og léttu klappi á afturenda meyja sem giftra kvenna
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2009 kl. 22:33
Gunnar sigrar málið og sjálfan sig með því að fara. Eflaust er Gunnar vel meinandi maður--- en hann er sekur um að hafa valdið þessum miskilningI,,ÞÓ HANN HAFI EKKI BROTIÐ LANDSLÖG.
LÁTUM BÖRNIN NJÓTA VAFANS. Þau sjá okkur oft í skýrara ljósi en við sjálf!!!!
OG ER ÖLLUM GEFIÐ AÐ SJÁ UM BÖRNIN????????----- ÉG HELD EKKI.!!!
það er ekki rétt að það vanti glæpinn. Það er að sjá ekki hvar og hversvegna börnum er misboðið , AÐ STAND SIG EKKI SEM HYRÐIR sem gæti EINMITT verið glæpurinn og það sem málið snýst um . Það er ekki öllum gefið að annast börn !!!!
Prestembættið er vand meðfarið, OG GUNNAR ÞÚ MUNT SIGRA Í ÞESSU MÁLI MEÐ ÞVÍ AÐ HLÍÐA BISKUBNUM OG FARA ,,,,,,,BARA FARA --- þótt saklaus sért með réttu eða bara í eigin áliti!!!!!!!
droplaugur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:43
Sæll Ómar.
mér ofbýður þessi texti þin hreinlega. Eins og það skipti máli í þessu tilfelli hversu góðar ræður hefur prestur hefur flutt. Eða hversu góður hann er að spila á sitt hljóðfæri. Þú veist greinilega ekkert um þetta mál sé ég.
Kristbjörn Árnason, 16.10.2009 kl. 22:51
Ómar þú hefir átt að lesa dóminn áður en þú lést þetta rugl frá þér.
Má hvaða maður sem er strjúka telpum og kyssa ef hann telur sig hafa átt erfiðan dag eða á það bara við um prestinn því hann er svo mælskur?
Vigfús (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 23:09
Smásaga: http://blogg.visir.is/nikkname/
Nikk (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 23:09
Með ágætri virðingu fyrir þeim sem hér að ofan skrifa þá gleyma menn að þetta snýst um sekt eða sakleysi sk dómsúrskurði. Þú kemst að kjarna málsins Ómar. Svona liggur í þessu - eins og þú segir og skrifar. En auðvitað ætti Gunnar að fara að ráðum biskups þótt hann hafi verið sýknaður í hæstarétti. Honum er raunar rétt upp í hendurnar lausn, en hann virðist ekki skilja menn sigra aldrei í svona málum.
Guðmundur Pálsson, 16.10.2009 kl. 23:28
Það er ekki alltaf gengið á guðsvegum þegar kirkjan-prestar og söfnuður eru annarsvegar.
Mér er í barnsminni , skömmu fyrir fermingu þegar vinsæll prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík féll frá og kjósa þurfti nýjan prest fyrir söfnuðinn. Nokkrir sóttu um en mikil barátta myndaðist milli stuðningsmanna tveggja . Það var nánast barist á banaspjótum- slík voru lætin. Og annar sigraði en söfnuðurinn klofnaði varanlega í tvennt. Mér fannst þetta ekki mjög til guðlegrar fyrirmyndar- svona rétt fyrir ferminguna...
Það kemur mér því fátt á óvart þegar kirkjan,prestar og söfnuður eru annars vegar...
Sævar Helgason, 16.10.2009 kl. 23:46
Sérann, barnakáfarinn, nafni minn, kallaði á stuðningsmenn sína til fundar í kvöld á Selfossi. Hvejir héngu á snerlinum og ruddust fyrstir inn: Árni Johnsen og Séra Auður Eir……. einmitt!
Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 00:04
Kynlega Gunnar kyssti,
kjólinn næstum missti,
fallega á krossinn festur,
fólið Björnsson prestur.
Þorsteinn Briem, 17.10.2009 kl. 01:06
Sammála þér Ómar.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.10.2009 kl. 01:37
Hreinlega óforsvaranlegt að sóknarprestur skuli kyssa, strjúka og leita huggunar hjá fermingarbörnum sínum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Maðurinn á að hafa vit á að hverfa hægt og hljótt af vettvangi og láta aðra um preststörfin á Selfossi!!!!! ( sem og annars staðar) Alltaf ófriður í kringum þau hjónin .. er þetta ekki 3ja starfið sem endar í upplausn hjá honum?
Katrín Linda Óskarsdóttir, 17.10.2009 kl. 03:18
Ég hef þekkt sér Gunnar frá því á háskólaárum okkar. Við erum jafnaldrar. Kunni alltaf vel við hann. En nú er hann í vondum málum. Stöðu sem hann kom sér í sjálfur. Ég tek undir allt sem Kristbjörn Árnason segir hér að framan. Dómgreindarskortur séra Gunnars er horfinn að fullu. Þessi fundur hér á Selfossi í gærkvöldi sannar það vel. Ég vona að presturinn sjái að sér. Þá er ef til vill von um frið í safnaðarstarfinu hér.
Sigurður Sveinsson, 17.10.2009 kl. 08:15
"Prestur er þjónn og hirðir safnaðarins, en er ekki starfsmaður hans."
"2.4 Sálgæsla byggist á virðingu og trúnaðartrausti og er því sérstaklega viðkvæm og vandmeðfarin. Prestur má ekki undir neinum kringumstæðum misnota aðstöðu sína sem sálusorgari eða ógna velferð skjólstæðings, s.s. með kynferðislegri áreitni, né vanvirða tilfinningar hans og tiltrú með öðrum hætti."
Siðareglur Prestafélags Íslands og reglur um Siðanefnd
"Samkvæmt lögum er heimilt að flytja mann til í embætti sem heyra undir sama stjórnvald. Séra Gunnari [Björnssyni] er boðið að sinna sérþjónustuprestsstarfi sínu frá heimili sínu og njóta sömu launakjara nema launa vegna aukaverka. Séra Gunnar sinnir verkefnum fyrir Helgisiðastofu og fleira. Skipunartími Gunnars rennur út um mitt ár 2012."
Sóknarnefndin á Selfossi sátt
15.10.2009: "Biskup Íslands flutti í dag Gunnar Björnsson úr embætti sóknarprests á Selfossi, í embætti sérþjónustuprests við Biskupsstofu. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson mun gegna embætti sóknarprests á Selfossi þar til nýr prestur verður valinn."
Séra Gunnar fluttur úr embætti
"V. kafli. Skipun eða setning í embætti.
22. gr. Embættismenn teljast samkvæmt lögum þessum einvörðungu þeir starfsmenn ríkisins sem taldir eru upp hér á eftir: [...]
4. Biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar."
23. gr. Embættismenn skulu skipaðir tímabundið, til fimm ára í senn, nema annað sé tekið fram í lögum."
36. gr. Stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, getur flutt hann úr einu embætti í annað, enda heyri bæði embættin undir það. [...]
Flytjist maður í annað embætti skv. 1. mgr., sem er lægra launað en fyrra embættið, skal greiða honum launamismuninn þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í fyrra embættinu."
Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996
Þorsteinn Briem, 17.10.2009 kl. 08:15
Kæri Ómar,
Það er rétt að séra Gunnar er að mörgu leyti afar hæfileikaríkur maður. Mér finnst þó athyglisvert að stuðningsmenn hans virðast ekki vera sama fólkið og hefur tekið virkan þátt í kirkjustarfinu á Selfossi undanfarin ár.
Það er semsagt fólkið sem EKKI hefur verið í kirkjunni hingað til, sem styður séra Gunnar að því er virðist vera. Málið snýst því miður ekki bara um sekt eða sakleysi séra Gunnars, heldur um margháttaða samstarfsörðugleika í kirkjunni og innan safnaðarins undanfarin ár.
Séra Gunnar er skemmtilegur á góðri stund, en hann er líka skapmikill og getur misst algjörlega stjórn á sér með ófyrirsjánalegum afleiðingum fyrir allt og alla. Hann virðist oft ekki skynja hvar mörkin liggja t.d. hefur hann stundum sungið óvæntan einsöng/tvísöng með aðkeyptum einsöngvurum við brúðkaup án þess að spyrja hvort að þess væri óskað. Ekki það að hann syngur listavel en þegar það er búið að panta sérstaklega einsöngvara/söngkonu frá Reykjavík, þá vilja aðstandendur yfirleitt leyfa aðkeypta söngvaranum að njóta sín. Þetta er bara eitt lítið dæmi um það sem getur gerst.
Annars þá óska ég séra Gunnari alls góðs í sjálfu sér, en mín skoðun er sú að hann eigi að hlýða yfirmanni sínum, enda er ekkert skammarlegt við það að vinna á Biskupsstofu, þvert á móti. Hann ætti að grípa tækifærið.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 17.10.2009 kl. 10:43
Hræddur er ég um að Kristbjörn Árnason hér að ofan hafi misskilið eitthvað inntakið í pistli Ómars. Að mínum dómi getur þetta mál ekki snúist einvörðungu um túlkanir á lagagreinum. Mergurinn málsins er sá, að myndast hefur óbrúanleg gjá í söfnuðinum á Selfossi, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Hún verður ekki brúuð með því að séra Gunnar sitji þar áfram. Vonandi áttar hann sig sjálfur á því, að Guði og söfnuðinum verður best þjónað með því að hann taki boði biskups um annað starf. Það er aldrei gæfulegt að berja hausnum við steininn, hvort sem maður hefur einhver lagaleg formsatriði sín megin eða ekki.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 12:13
Ég hef mikið spáð í orð föður míns. Hann segir að það séu tvær tegundir af fólki sem hann hefur aldrei treyst, en það séu pólitíkusar og svo ... prestar!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.10.2009 kl. 12:13
Merkilegt hvað mönnum virðist ljúft að lifa eftir lögmálinu. Okkur væri nær að minnast krossfestingar Krists þegar hann með píslargöngu sinni og krossfestingu leysti okkur undan lögmálinu og tók á sig allar okkar syndir og náðaði okkur. Þetta virðist eitthvað hafa skolast til hjá biskupi satt best að segja. Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir, náð sé með yður og friður.
Jón Arnarr (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 13:19
Kæri Jón Arnarr,
Drottinn Guð, Yahwe, sá sem er sá sem hann er, er Guð réttlátur og vandlátur sem ekki þolir illsku, misnotkun eða spillingu - semsagt synd í návist sinni. Kannski hefur verið lögð of mikil áhersla á fyrirgefninguna á undanförnum árum í boðun íslensku kirkjunnar almennt. Því ef menn halda að sér sé alltaf fyrirgefið fyrirfram, og ef menn halda að þeir komist upp með allt, þá er ekkert lengur heilagt, og þá kunna menn ekki heldur lengur að óttast Guð sinn, sem þó kannski full ástæða er til.
Sumt er ekki í mannlegu valdi að fyrirgefa. Helförina er ekki hægt að fyrirgefa, Kárahnjúkavirkjun er ekki hægt að fyrirgefa, Hiroshima og Nagasaki er ekki hægt að fyrirgefa, Hrunið er kannski ekki hægt að fyrirgefa. Við megum þó hvíla í þeirri vissu að Drottinn Guð er réttlátur, og að hans réttlæti er fullkomið og varanlegt, en ekki háð pólitískum skipunum einstaka hæstarréttardómara í embætti eða duttlungum hins veraldlega valds á hverjum tíma (sbr. veldi faraós).
Þú skalt einnig fara varlega þegar þú talar um krossfestinguna. Í krossfestingunni felst að vísu ákveðin fyrirgefning og náð, en þar með er ekki sagt að mannkynið sé leyst undan allri ábyrgð. Auk þess er krossfestinginn atburður sem er ekki af þessum heimi nema að hluta til.
Stærsti vandi mannkynsins í dag, er að menn halda að ekkert sé lengur heilagt og halda að allur raunveruleikinn sé það sem einungis er hægt að sjá og þreifa á þ.e. hinn efnislegi heimur eins og við þekkjum hann. Menn óttast ekki lengur reiði Guðs (dies irae) og halda að hún sé bara einhvers konar brandari úr Gamla Testamentinu. En það skyldi þó ekki vera að Yahwe sé að fylgjast með okkur Íslendingum einmitt núna og vega og meta hjörtu okkar á vogarskálum?
Libera me domine, de morte aeterna, in die illa tremenda, quando choeli movendi sunt et terra, cum veneris judicare seculum per ignem.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 17.10.2009 kl. 14:19
Ég bið nú forláts á að hafa skriplað hrikalega á tungumálaskötunni. Það er að sjálfsögðu dómgreindin sem hefur yfirgefið séra Gunnar en ekki skorturinn á henni.
Sigurður Sveinsson, 17.10.2009 kl. 15:24
Ekki skal ég draga í efa ræðusnilld og tónlistarhæfileika Séra Gunnars Björnssonar. Málið snýst bara ekki um það. Þarna er á ferðinni spurning um traust gagnvart samskiptum hans við börn og unglinga. Lausn Biskups er góð fyrir GB og Selfyssinga.
Prestur í sérverkefnum getur að mínu álit sinnt einstökum prestsverkum fyrir fólk í Selfosssókn, eins og útförum, giftingum og skírnum. Þarna er verið að koma í veg fyrir að GB sinni starfi með börnum og unglingum, því þar liggur að mínu áliti vantraustið.
GB er maður að meiru, taki hann þessu boði biskups með jákvæðum hætti.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2009 kl. 18:23
Og hvað ætlar þessi prestur að gera í framtíðinni? Halda áfram að kela við fermingarstelpur af því að hann er búin að fá leyfi til þess hjá dómstólum? Meiri þvælan þessi pistill...
Óskar Arnórsson, 17.10.2009 kl. 20:21
Ég segi hvergi í pistli mínum að telpurnar hafi logið og finnst ósanngjarnt að bera mér það á brýn.
Ég tek einmitt fram að um ýmsar stéttir gildi þær reglur að þótt ekki sé um lögbrot að ræða samkvæmt sýknudómi verði starfsmenn í ýmsum stéttum að víkja eða vera færðir til þegar ástæða þykir til þess og tek sem dæmi fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn.
Til þess að varpa ljósi á þá harmsögu, að séra Gunnar er kominn í þessa stöðu, lýsi ég honum eins og ég hef kynnst honum því að það gerir málið harmrænna. Mér dettur ekki hug að slíkt breytir neinu gagnvart málsatvikum sjálfum eða þeim dómum, sem felldir eru um þetta mál.
Ómar Ragnarsson, 18.10.2009 kl. 01:57
Þetta mál er enn ein staðfestingin á því að aðskilja eigi ríki og kirkju.
Einkafyrirtæki geta mun auðveldar flutt menn til í starfi.
Billi bilaði, 18.10.2009 kl. 02:53
Þarna ertu aldeilis kominn í ormagryfju, Ómar. Ég bloggaði lítilsháttar um þetta og fékk tóm leiðindi.
Ekkert kvikindi er grimmara en mannskepnan....
Annars finnst mér eftirfarandi athugasemd í #19 jafnast á við guðlast:
"Helförina er ekki hægt að fyrirgefa, Kárahnjúkavirkjun er ekki hægt að fyrirgefa, Hiroshima og Nagasaki er ekki hægt að fyrirgefa, ..."
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2009 kl. 05:14
Prestar fá enga dóma í svona málum. Þannig er það bara á Íslandi og hefur alltaf verið ... Ef þetta hefði verið vörubílstjóri eða pípulagningarmaður, hefði viðkomandi verið dæmdur. Svona er nú Guð "næs" við talsmenn sína ...
Óskar Arnórsson, 18.10.2009 kl. 09:42
Þvílíkt vald sem börnum og unglingum er gefið. Þau þurfa aðeins að setja fram ásökun á hendur einhverjum og þá er ferill hans rúinn. - Hvað lögreglurannsóknir og dómleiðingar leiða í ljós skiptar engu.
Í þessu tilfelli komust dómarar að þeirri niðurstöðu að framferði Gunnars gæti ekki flokkast undir kynferðislegt áreiti. Þeir eru sá aðili sem eiga að dæma um hvort svo hafi verið eða ekki. Stúlkurnar sjálfar eiga ekki að dæma um það, ekki almenningur, ekki dómstóll götunnar.
Samt gerir hann það óspart eins og sjá má sumum athugasemdunum hér að ofan. Hér er fólk ekki að spara gífuryrðin og ýkjurnar. Það er eins og það fyllist heilagri réttlætingu sem þeim beri að blása eins og drekar yfir þá sem reyna að horfa á þetta mál út frá smá skynsemi.
Ekki þekki ég Gunnar en fólk sem þekkir hann ber honum misjafnlega söguna. Hann er umdeildur. Kjaftasögurnar fljúga og hafa síðan áhrif á afstöðu fólks. En hvernig skilaboð eru það út í samfélagið, að það eina sem þurfi til að koma manni úr starfi sínu og eyðileggja mannorð hans sé að ásaka hann um kynferðislega áreitni. Það er ægivald sem ég held að börn og unglingar valdi ekki.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.10.2009 kl. 13:22
Tek algjörlega undir með þér, Svanur Gísli
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2009 kl. 13:39
Nú er mér algjörlega nóg boðið. Eldsverðið er á tungu minni og ég get ekki þagað. Séra Gunnar Björnsson er að sjálfsögðu sjáfstæðismaður og sem slíkur á hann að njóta verndar, ekki satt! Gunnar Th. er líka sjálfstæðismaður og er tilbúinn að vernda flokksbróður sinn fram í rauðan dauðann.
En séra Gunnar er nú þannig maður, að þegar faðir minn dó og hann ætlaði að samhryggjast mér vegna andlátsins, þá tók hann fast utan um mig og ætlaði að þvinga mig til þess að kyssa sig beint á munninn. Mér tókst að snúa mér út úr faðmlögum séra Gunnars þannig að kossinn lenti á kinninni! Varir hans voru blautar og ógeðslegar. Mörg vitni voru að þessu, m.a. maðurinn minn, og kunnum við séra Gunnari litlar þakkir fyrir. Á ég kannski líka að kæra hann fyrir áreitni eða blygðunarsemisbrot???
Þið sjálfstæðismenn eruð siðspilltur, siðblindur og harðsvíraður lýður. Reiði Guðs er nú þegar yfir ykkur, dagar ykkar eru taldir og þið munið brenna í eilífum eldi. Og þó þið óttist ekki einu sinni dauðann munuð þið samt standa frammi fyrir skaparanum að lokum og hvað munuð þið þá segja til að réttlæta gjörðir ykkar: "ÉG var bara að hlýða skipun frá betlarakónginum Davíð Oddssyni???" "Ég gerði bara það sem mér var sagt?" "Ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði bara einhver annar komið í minn stað?"
Þið hafið svikið þetta land, menningu þess og sögu! Þið hafið svikið Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson, Fjölnismenn og alla þá sem trúðu á frelsi og sjálfstæði þessa lands frá upphafi vega! Þið hafið svikið fjöllin og fossana, dalina og lækina og reynt að steypa okkar heilögustu véum í glötun! Þið eruð núna einnig að svíkja börnin okkar og komandi kynslóðir! Svei, segi ég svei og megi fjöllin og fossarnir taka undir!
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 18.10.2009 kl. 23:23
Það er eitthvað að hjá þér, Ingibjörg Elsa. Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að tengja þetta við pólitík?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 00:28
Það er magnað hversu viljugir sumir eru í að verja presta og aðra meinta umboðsmenn að himnasælunni.
HALLÓ, það er ekki nein himnasæla.. þið fáið ekkert fyrir að traðka á fórnarlömbum.. zero.
Það eru heldur ekki neinir eldar í helvíti, ekkert helvíti... þið eruð bara að láta platast af gömlum "kerlingar" sögum frá "ísrael".
DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.