18.10.2009 | 23:51
Næg "stakkaskipti" ?
Einstakar yfirlýsingar stjórnmálamanna eru oft viðfangsefni stjórnmálaskýrenda þegar þeir reyna að finna út hvað sé að gerast og hvað muni gerast.
Eitt besta dæmið var á þeirri tíð þegar hópur sérfræðinga reyndi að ráða í stefnu og strauma innan sovéska kommúnistaflokksins með því að pæla í uppröðun forystumanna á svölum Kreml 1. maí og einstökum yfirlýsingum þeirra.
Ef þessi leið er farin til að spá fyrir um viðbrögð Ögmundar Jónassonar og fylgismanna hans við nýja Iceseve-samningum koma nokkur ummæli hans upp í hugann.
Þegar rætt var um ESB á þingi hvatti Ögmundur til þess að menn kæmu upp úr skotgröfum flokkanna og fjölluðu þverpólitískt um málið.
Þá sagði hann líka að hann myndi hafa viðbrögð Sjálfstæðismanna hvað þetta varðaði til hliðsjónar þegar hann sjálfur tæki ákvörðun og fylgjast mjög náið með Sjöllunum.
Honum varð að ósk sinni um þverpólitíska umfjöllun um Icesave á sumarþinginu og vildi að slíkt héldi áfram nú í haust.
Þegar þetta gekk ekki eftir sagði hann af sér, kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með bæði ráðamenn ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðismenn, sem hefðu verið fljótir að fara ofan í skotgrafir.
Hann sagði jafnframt að hann myndi halda áframa að styðja ríkisstjórnina.
Í dag sagðist hann ætla að fara vandlega yfir nýja Icesave-samninginn áður en hann tæki endanlega afstöðu. Það stakk í stúf við viðbrögð Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna sem lýstu strax yfir eindreginni andstöðu.
Ögmundur sagði líka að nú hefði samningurinn tekið "stakkaskiptum".
Ef maður leggur þetta allt saman, sem að ofan hefur verið nefnt, sýnast mestar líkur verða til þess að Ögmundur vilji ekki fella ríkisstjórnina.
Tafarlaus andstaða Sjalla og Framsóknar ofan í "skotgröfunum" mun sennilega ráða talsverðu um afstöðu Ögmundar. Samt bíðum við spennt.
Endurskoðun óháð þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já en SAMNINGURINN HEFUR TEKIÐ STAKKASKIPTUM! Það er alveg ljóst!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.10.2009 kl. 00:16
Ögmundur hefur ákveðin prinsipp og lifir eftir þeim og gefur ekkert eftir í þeim efnum. Steingrímur hefur líka prinsipp. Þau eru sú að svikja sýna samvisku og alla aðra svo framarlega sem hann heldur ráðherrastólnum.
Ögmundur fær mitt atkvæði.
Guðmundur Pétursson, 19.10.2009 kl. 01:38
Ömmi hann er opin bók,
á annan þurfum Kremlarlók,
auman kallinn Bjarna Ben,
baksviðs elskar Olla Rehn.
Þorsteinn Briem, 19.10.2009 kl. 10:33
Ómar. Þú ert einn af þeim Íslendingum sem er auðvelt að skilja finnst mér. Ég hugsa oft um það hvernig sé að vera í pólitík og læra svo af öðrum á lífs-leiðinni og skipta um skoðun eða sjá nýjann pól í hæðina.
Hlýtur að vera ervitt að segja eitthvað og læra svo að það er kanski ekki heilagur eini sannleikur og þurfa að viðurkenna það fyrir Íslendingum af öllum, því Íslendingar eru þröngsýnir og dómharðir að þessu leytinu til!
Það er hreint ekki svo einfalt á Íslandi, því allir eru boðnir og búnir að minna á það sem manni fannst áður, sérstaklega ef það passar ekki við nýjustu uppgötvun! Ekki er þetta sérlega hvetjandi fyrir þá sem vilja læra af reynslunni og fá leyfi til að vera áfram viðurkenndiur Íslendingur þrátt fyrir að hafa lært og skipt um skoðun! Bara smá hugleiðing .
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2009 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.