22.10.2009 | 11:40
Ráđ viđ sársauka.
Frábćr forsíđumynd í Morgunblađinu leiđir hugann ađ sársaukanum, sem viđ ţurfum öll ađ glíma viđ á erfiđum stundum, - í mismiklum mćli ţó.
Ég hef brugđiđ á ţađ ráđ ađ beisla hugann og ímyndunarafliđ viđ svona ađstćđur á ţann hátt ađ koma mér út úr líkamanum, til dćmis í tannlćknastól.
Ég ímynda mér ađ ég horfi á stóran kringlóttan mćli á veggnum andspćnis mér sem sýnir sársaukann frá 0 upp í 100. 100 er mesti mögulegi sársauki, sem veldur međvitundarleysi, en mesti mögulegi sársauki frá hendi lćknisins er um 50.
Síđan fylgist ég spenntur međ mćlinum sem sýnir sársauka minn og er ţannig búinn ađ koma mér út úr líkamanum og fylgist međ sem ţriđja persóna, utanađkomandi.
Sársaukinn er yfirleitt ađ rjátla í kringum 10-15 og kannski í mesta lagi upp í 20. Međ ţessari ađferđ tekst mér ađ draga úr atferli skrćfunnar sem blundar í okkur öllum.
Ţá sögu hef ég heyrt ađ ţegar Haukur Clausen hafi gerst tannlćknir hafi einn af bestu ćskuvinum hans, Steingrímur Hermannsson, lýst ţví yfir ađ aldrei skyldi hann ţurfa ađ deyfa sig.
Mun Steingrímur hafa stađiđ viđ ţetta heit. En Steingrímur er ekkert venjulegur mađur. Leitun er ađ eins miklum keppnismanni og karlmenni og honum.
Athugasemdir
Ég hugsađi međ mér ţegar ađ ég sá myndina af Tryggva Herbertssyni međ sársauka í hverjum andlistsdrćtti viđ bólusetningu,.!eg hefđi veriđ fljót ađ breytast í krumpustykki í framan ef ég hefđi veriđ međ ţennan svip stanslaust viđ fćđingu drengjanna minna. Fólk upplifir sársauka greinilega á MJÖG misjafnan hátt Myndin er frábćr og vonandi fćr Tryggvi blessađur ekki flensuna
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráđ) 22.10.2009 kl. 13:01
Ragna er međ ţetta, sársaukamörkin eru afar mismunandi hjá fólki, og augljóst ađ mörkin hjá Tryggva ţessum eru mjöööööög lág. Sé hann t.d. ekki fyrir mér gefa blóđ, en ţar er nálin stćrri og ógurlegri en ţessi títuprjónn.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.10.2009 kl. 17:35
Ţetta er fćlni held ég,svona "oj,nál ađ stingast í hold",ţannig lít ég ćvinlega undan viđ blóđtökur í hverjum mán,ţótt finni lítiđ til.
Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2009 kl. 21:24
Ţađ fyrsta sem mér datt í hug var.: Bíddu, kemur ekki stjórnarandstađan síđust í röđinni? Hver rađađi eiginlega á listann? Án alls gríns, ćttu allir ađ láta bólusetja sig sem á ţví hafa tök. Ţetta međ sársaukann er svo annađ mál og finnst mér stjórnarandstađan asskoti lítilsmegnug ađ sjá af svona lítilli stungu.
Halldór Egill Guđnason, 23.10.2009 kl. 01:09
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.