Þurfum naflaskoðun í þessu og fleiru.

Þegar maður skoðar það fyrirbæri að fara ekki eftir ákvæðum um 30 kílómetra hámarkshraða sér maður hvað það er í raun heimskulegt ef maður brýtur gegn þessum takmörkunum sem gilda á mjög stuttum akstursköflum og ímyndaður ávinningur mjög lítill, mældur í sekúndum frekar en mínútum.

Ávinningur af því að aka á 90 kílómetra hraða um Hvalfjarðargöng í stað 70 er ekki nema ein mínúta.

Hvaða máli skiptir þetta á akstursleið sem tekur frá 40 mínútum upp í margar klukkustundir að aka?

Mælingar lögreglunnar á Barónsstíg eru því mjög mikilsverðar því að þær varpa ljósi á þá brotalöm sem þarna birtist.

DSCF3041

Lögreglan mætti líka taka fyrir önnur atriði svo sem skort á því að gefa stefnuljós og tillitsleysi við gatnamót og í akstri á akreinum.

Birti til fróðleiks mynd af bíl sem bíður eftir því að fara til vinstri á gatnamótum en hlammar sér þannig niður við gatnamótin að vera ekki við miðlínu heldur alveg yst úti til hægri. 

Að vísu eru umferðarljós á þessum stað svo að þessi hegðun hans kemur ekki eins að sök þarna og á gatnamótum þar sem ekki eru ljós.

Ef þetta er hins vegar vani hans eins og hjá svo mörgum, sem er langlíklegast, lokar þetta leiðinni fyrir þá fyrir aftan hann sem ætla að beygja til hægri.   

Þeir komast þá hvergi þótt sú leið sé miklu frekar greið vegna þess að í þá átt þarf aðeins að smokra sér inn í umferð í aðra áttina.

Í vinstri beygju þarf hins vegar oft að bíða lengi eftir því að autt bil myndist á báðum aksturstefnum á götunni, sem fara á inn á. 

Þegar svona staða kemur upp er ég á minnsta og mjósta bíl sem völ er á, en samt er engu líkara en að ökumenn fyrir framan leggi sig oft í framkróka við að hamla för þeirra sem á eftir eru.

Ég ætla þeim reyndar ekki að hugsa þannig heldur frekar að þeir stansi svona hugsunarlaust, - þeir, sem eru fyrir aftan þá, koma þeim ekki við.  


mbl.is Þriðjungur ökumanna ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er engin afsökun að brjóta Umferðarlögin, nema í neyð, og hér er lífsnauðsynlegt að bæta umferðarmenninguna. Því er sjálfsagt að tífalda allar sektir vegna umferðarlagabrota.

Þannig á glæpalýðurinn að greiða að lágmarki fimmtíu þúsund krónur, en ekki skitinn fimm þúsund kall, fyrir umferðarlagabrot. Það hefur greinilega enga þýðingu.

Útlendingar, jafnvel Parísarbúar, eru hneykslaðir á umferðarómenningunni hér.

Reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á Umferðarlögum nr. 930/2006

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svona á þetta að sjálfsögðu einnig að vera hérlendis, enda veitir okkur engan veginn af að fá háar hraðasektir í ríkiskassann:

Sex Kínverjar fengu vænar sektir fyrir umferðarlagabrot í Sviss en þeir óku á allt að 230 kílómetra hraða á svissneskum þjóðvegum og hæstu sektirnar voru jafnvirði 10,6 milljóna króna.

Kínverjarnir heldu því fram við héraðsdómstólinn í Horgen að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir að ekki mætti aka á yfir 120 kílómetra hraða á þjóðvegum landsins. Dómarinn tók útskýringuna ekki gilda og úrskurðaði að þeir hefðu viljandi ekið of hratt.

Tæpar ellefu milljónir króna í hraðasekt


Í Finnlandi eru hraðasektir reiknaðar út frá meðalmánaðartekjum á skattframtali næstliðins árs og hámarksrefsing fyrir ölvunarakstur er fimm ára fangelsi.


Alltof lágar hraðasektir hérlendis

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 15:21

3 identicon

 Fyrir rúmu ári eða svo kom grein í eitthverju dagblaðanna þar sem dómari steig fram og fullyrti a' íslensk löggjöf væri orðin svo hringlandi vitlaus að það væri næri ómögulegt að kveða upp hald góða dóma. Ekki þarf lengi að líta yfir til að sjá hvernig laga vitleysan gengur yfir þjóðina. Í samningalögum segir skýrt áð samningar eins og þeir eru og brjóta ekki í bága við íslensk lög skullu standa.

Nýjasta dæmið eru lögin sem eiga að koma fólki í greiðluerviðleikum til bóta. Þar segir að sá sem skuldi verðtryggt lán á húseign sinni skulli leita samninga til lánveitanda ef hann vil halda óbreyttum lánasamningi sínum. Sá vil breytta honum þarf ekkert að gera. Hugsaðu þér stefnu fyrir augliti dómara þar sem grundvallarástæðan fyrir lögsókn er að fá að halda óbreyttum lánasamningi sem þó er skilum og allir voru þó sáttir við. Hvernig er hægt að skilja þessa vitleysu sem stangast á við gildandi lög?

Annað dæmi: 

Það er 50 km hámarkshraði í þéttbýli þessi gullna regla eiga allir að vita sem eru með bílpróf.  Það þarf ekki að setja upp merkingar um 50 km hámarkshraða innan þéttbýlis sem dæmi eða merkingar að hér á landi sé hægri regla. Það má hækka eða lækka hámarkshraðan innan þéttbýlis samkvæmt unferðarlögunum og þar segir líka að það skulli gerast rétt.

Stór galli er að þessi reglugerð sem dómmálaráðuneytið gerði 1987 ef ég man rétt um svokölluðu 30 km svæði  stenst ekki umferðarlögin að mínu mati. Hér byrjar höfuðið að elta halann. Lög eru sett og reglugerðir eru leyfðar til að skýra út nánari og minniháttar útfærslur á þeim lögum. Hér er gallinn reglugerðin er til en lögin ekki. 

Ég tel að ökumenn sem hafa ekið innan 50 km á klukkustund  hafi verið gómaðir í gildru þegar þeir voru sektaðir og þeir sem misstu prófið eiga að leita réttar síns. Hér hlítur að vakna sú spurning um tilgang lögreglu hvort það sé ásættanlegt að hún liggi í leyni að 30 km svæðum og jafnvel við leikskóla og leyfi einhverjum ökumönnum að aka ofar hraðmörkum svo hægt sé að sekta þá í stað þess vera sýnileg og koma í veg fyrir mögulegt slys. Þetta heitir að kasta krónunni og halda eyrinum.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 15:45

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður kunna margir landsmenn ekki að nota stefnuljós. Gömul viðhorf eru bundin við að þau séu til þess að gefa einhverjum betri rétt í umferðinni sem þau nota. Mjög skýr og einföld regla er að þau eru til þess að leiðbeina öðrum vegfarendum hvað við viljum gera. Oft má sýna öðrum tillitsemi með réttri notkun þeirra. Þannig gefum við stefnumerki til hægri ef einhver vill fara fram úr á þjóðvegum þar sem það á við. Einnig gefum stefnumerki til vinstri á tvöfaldri akbraut og færum okkur til vinstri þegar við viljum sýna þeim tillitsemi sem er að koma á aðrein frá hliðargötu. Einnig gefum við stefnumerki til vinstri þegar við erum í sporum þeirra sem eru að koma á aðrein inn á aðalbraut.

Í umferðalögunum eru mjög skýr og einföld regla að sýna eigi stefnuljós í tíma þegar skipt er um akrein. Þetta er mjög góð regla sem því miður ekki allir hafa á hreinu. Þó hefur þetta batnað mikið á undanförnum áratugum.

Eitt er nokkuð einkennilegt við umferðamerki það sem gefur til kynna að bann við frámúrakstri er lokið. Það hefur nefnilega allt aðra merkingu víða erlendis, t.d. í Þýskalandi. Þar merkir þetta umferðamerki að hámarkshraði sé enginn! Þarna er kannski komin skýringin á því hvers vegna útlendingar eru oft teknir á ofsahraða. Þetta þyrfti lögreglan að skoða betur og taka upp annað umferðarmerki sem ekki getur valdið misskilningi.

Annars er hönnunarhraði vega á Íslandi  miðaður við 90 vegna þess að ef hraði á að vera meiri þarf að vanda mun betur til undirlagsins. Gott efni í burðarlag er takmarkað á Íslandi en grjótíð hjá okkur er einfaldlega ekki nógu hart til að vera notað í gott burðarlag. Það er kannski nóg af slíku grjóti austur í Lóni en djúpberg á borð við gabbró og granít er mjög gott til vegagerðar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2009 kl. 15:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

37. gr. Í þéttbýli má ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst.

Utan þéttbýlis má ökuhraði ekki vera meiri en 80 km á klst., þó 90 km á klst. á vegum með bundnu slitlagi.

Ákveða má hærri hraðamörk á tilteknum vegum, þó eigi meira en 100 km á klst., ef aðstæður leyfa og æskilegt er til að greiða fyrir umferð, enda mæli veigamikil öryggissjónarmið eigi gegn því.

Ákveða má lægri hraðamörk þar sem æskilegt þykir til öryggis eða af öðrum ástæðum."

Umferðarlög nr. 50/1987

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 16:13

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert þar er allt í læ,
í Árna Sigfússonarbæ,
en fyrir því enginn fótur,
að ferlega sé hann ljótur.

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 17:06

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það kemur fyrir að aðstæður eru þannig að hraðatakmarkanir geta leitt menn í dýra gildru.

Dæmi: Leigubílstjóri einn komst á rúmlega 60 kílómetra hraða á Hamrahlíð á bjartri vornóttu.

Hann missti ökuréttindin vegna ákvæða um að að meira en tvöfaldur hámarkshraði hafi missi ökuréttinda í för með sér.

30 kílómetra hámarkshraði er á þessari götu vegna þess að við hana eru menntaskóli og leikskóli.

Enginn var þó á ferli eða er á ferli þar um miðja nótt sem tengist hinum lokuðu skólum.

Leigbílstjórinn sagði mér að hann hefði alveg verið sáttur við að borga háa sekt en ekki sáttur við að vera sviptur atvinnunni.

Ómar Ragnarsson, 30.10.2009 kl. 21:13

9 identicon

Í annari grein í umferðarlögunum sem er um skilgreiningar má lesa sem dæmi að:

,,Þéttbýli:Svæði afmarkað með sérstökum merkjum, sem tákna þéttbýli.''

Að búa til reglugerð sem býr til svæði sem kalla mætti þéttbýli í þéttbýli sem er girt er af með sérstökum umferðarmerkjum væntanlega í sparnaðarskyni á kostnað umferðaröryggis  sem segja til um að hámarkshraðinn á þessu svokallaða svæði sé þar minni sem dæmi en lög leyfa (50km hámarkshraði) hefur ekki lagastoð. Hinsvegar má merkja hámarkshraða hærri eða lærri með löglegum bannmerkjum sem til eru klár sem umferðarmerki þá eftir hver gatnamót eigi sérstakur hámarkshraði að gilda áfram á veginum ekki svæðinu Ég hvet þennan leigubílstjóra að leita réttar síns Ómar og hina mörg þúsunda ökumanna sem hafa lent í þessari gildru sem í fljótubragði virðist vera meira hugsuð til að búa til féþúfu fyrir ríkiskassann í stað þess að þarna sé verið að stykja umferðaröryggið.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband