Málið snýst ekki um það.

Til eru þeir sem hafa talið það forvitnilegt hvernig spilast muni úr því að lofa villifénu í Tálknanum að vera í friði og sjá hvort kenningar Darwins muni þar sannast.

Ólafur Dýrmundsson er þrautreyndur ráðunautur og hefur vafalaust rétt fyrir sér varðandi það að féð hafi ekkert verndargildi eins og er.

Ég sé ekki að þetta breyti því eðli málsins að féð sjálft hefur sannað það með tilveru sinni þarna í marga áratugi og með því að hafa staðist blóðbað þegar það var skotið á færi úr þyrlu fyrir meira en 20 árum, að út af fyrir sig er staða þess hin sama og hjá hreindýrunum eftir að þau voru flutt til landsins en ekki eins og hjá venjulegu tömdu búfé.

Spyrja má hvort það standist dýraverndunarlög að hundelta það ofsahrætt og valda því að eitthvað af því lemstrast og hrapar.

Ég sé ekki mikinn mun á því eða að gera misheppnaða skotárás á það úr lofti eins og hér um árið.

Sagt er að breyta þurfi ýmsum lagabókstöfum til þess að komast hjá því að herja á það.

Þá er bara að skoða hvaða breytingar þurfi og kanna málið frá öllum hliðum.

Ekki skjóta fyrst og spyrja svo.


mbl.is Segir féð ekki hafa neitt verndargildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, hefur þú aldrei séð til þar sem er verið að smala fjöll, t.d. í Dýrafirði þar sem við báðir þekkjum til.

Torfi Bergsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:42

2 identicon

Hefur ekkert verndargildi... hvaða rugl er þetta eiginlega, þetta eru frjálsir og óháðir sauðir og eiga fullan rétt á að vera það.. sama hvað einhver pencil pusher segir frá einhverri skrifstofu.
Gaurinn sagði sjálfur í kassanum að þarna væri náttúruval í gangi, survival of the fittest.. ekkert amaði að þeim... maðurinn er augljóslega algerlega úti á þekju, enda sá maður að hann átti erfitt með að horfa í myndavélina.. sem og að tungan var að flækjast í tönnunum á honum.
Féð hefur sinn tilverurétt rétt eins og önnur dýr.. sama hvað þessi maður þvælir með málið..

Við getum allt eins sagt að Dýrmundarson hafi ekkert verndargildi

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:14

3 identicon

Sæll Ómar og þið öll

Endilega kíkið á hópinn "klifur kindur" á facebook.

Nú verðum við Íslendingar að fara vel með fé og ekki gera að engu það sem við komum nálægt.

Mbk

Begga Rist (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég heyrði viðtal við einhvern í útvarpinu um daginn, þá voru rökin þau að lög segðu að búfé ætti að hafa á húsi yfir vetrartímann og það megi ekki ganga laust og því væri aðeins verið að framfylgja reglugerð um meðferð búfjár. Auk þess væri óvíst að það lifði allt veturinn af, afföll hlytu að vera mikil!

Er féð ekki búið að vera þarna í 50 ár, hvað eru það, 15 kynslóðir? Þessi fjárstofn er því búinn að vera algerlega viltur í marga ættliði og því fráleitt að flokka féð sem búfé.

Það mætt þá alveg eins útfæra reglugerðina yfir á öll vilt dýr á landinu og streða svo við það á haustin að reyna að koma þeim á hús.

Ef menn hafa hug á að forða kindunum frá því að drepast yfir veturinn þá er það einkennileg björgun að smala því saman og slátra.

Sú staðreynd að kindurnar hafa lifað þarna og tímgast óháð afskiptum manna allan þennan tíma hefur veitt þeim sama rétt til lífs og öðrum viltum tegundum í náttúru Íslands.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

,,Ólafur Dýrmundsson er þrautreyndur ráðunautur og hefur vafalaust rétt fyrir sér varðandi það að féð hafi ekkert verndargildi eins og er", segir þú.

Það er ósannað mál sem Ólafur segir um verndargildið. Það fer eftir því hverju er verið að leita eftir. Erfðamengi fjárins er ókannað.

Líffé hefur verið sótt til Vestfjarða úr öðrum landshlutum eftir riðuniðurskurð. Hefur þetta fé t.d. meiri eða minni mótstöðu við riðu en annað fé. Þetta veit enginn. Allavega virðist það hafa lifað fjárpestir af, sem herjað hafa á ræktunarstofna.

Í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu hefur verið landlæg riðuógn í sauðfé í 100 ár. Þar átti að hreinsa til eitt sinn og lóga öllu fé á ákveðnu svæði. Bóndi einn vildi ekki skera niður og sagði að það hefði ekki og væri ekki riða hjá sér. Samt var ákveðið að skera niður. Bóndi fékk því framgengt eftir því sem ég best veit að sýni væru tekin úr öllu fénu. Engin riða fannst. Flest rök hníga til þess að þarna hafi farið forgörðum sterkur stofn fyrir riðu. En þetta er kenning hjá mér.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 21:25

6 identicon

.

Vel mælt, Ómar!

Ekki nóg með að dýrin séu hundelt heldur eru þau svo svínbundin og flutt fleiri hundruð kílómetra til slátrunar. Var ekki hægt að reka þau fyrir björg eða skjóta þau á staðnum úr því að rökin fyrir því að farga þeim voru sú að ómannúðlegt væri að láta þau ganga laus? Dýraverndin er oft svolítið öfugsnúin á Íslandi og við sem þekkjum aðbúnað dýra í landbúnaði, hljótum að spyrja okkur hvers vegna ekki var hægt að leyfa þessum fáu skjátum að vera þarna úr því að þær höfðu greinilega aðlagast aðstæðum.

Það má svo sem vel vera að kindurnar hafi ekki haft verndargildi fyrir íslenskan landbúnað en þær hefðu kannski getað dafnað þarna í hlýnandi heimi og verið einhvers konar mælikvarði á loftslagsbreytingu á Íslandi. Þar að auki hefðu heimamenn hugsanlega getað haft af þeim tekjur í framtíðinni.

Sem dýralæknir á ég erfitt með sjá einhver fagleg rök fyrir því að farga dýrunum. Það er bara einblínt á lagabókstaf. Núna allt í einu eftir hálfa öld.

Páll S. Leifsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:27

7 identicon

Það er eins gott að Dýrmundarson vinnur ekki við sjálfsmorðvarnir

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:38

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er bara eitthvert regluverksæði. Dýravernd er það ekki. Þetta fé tók málin í eigin hendur ef svo má segja og það geta menn ekki þolað. Afhverju þurfa kindurnar að hafa eitthvert verndargildi fyrir hagnýtan landbúnað til að fá að lifa? Er ekki nóg að virða þá ráðstöfun náttúrunar að þetta þróaðist á þennan veg, þessar skepnur voru til og lifðu sínu eigin lífi? Þær voru orðnar hluti af villtri náttúru landins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2009 kl. 21:42

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú eru eftir 4-5 kindur á þessu svæði og ef þar er eingöngu um ær að ræða deyr þessi stofn út eftir nokkur ár, óháð kenningum Darwins.

"Það er andstætt lögum að fé gangi laust að vetri til án þess að hirt sé um það. Í fyrradag var smalað og náðust 19 kindur, en 4-5 eru enn í fjallgarðinum.

Ríkisútvarpið hefur eftir Ólafi [Dýrmundssyni], að fé eins og þetta, háfætt, gróft og gisvaxið, finnist enn á landinu og hafi ekkert sérstakt verndargildi. Fráleitt sé að halda því fram að þetta séu síðustu afkomendur landnámskindarinnar."

Segir féð ekki hafa neitt verndargildi


Landnámsmenn fluttu inn sauðfé frá Skandinavíu og hugsanlega einnig Orkneyjum og Hjaltlandi.

Vísindavefurinn - Hvaðan kemur íslenska sauðféð?

Vegna lélegra samgangna víða um land eru enn til sérstakir stofnar Íslendinga.
Þannig eru flestir Vopnfirðingar rauðhærðir, því þeir hafa lítt blandast öðrum Íslendingum frá landnámi, en rauðhærðir Íslendingar eru aðallega ættaðir af Bretlandseyjum. Vopnfirðingar hafa því sérstakt verndargildi og því er sjálfsagt að bæta ekki samgöngur til Vopnafjarðar.

Rúmlega helmingur landnámskvenna kom frá Bretlandseyjum en ríflega 80% landnámskarla frá Skandinavíu.

Vísindavefurinn - Staðfesta nútíma rannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?

Þorsteinn Briem, 29.10.2009 kl. 21:46

10 Smámynd: Offari

Sé stofninn bara 25 kindur er úrkynjun óhjákvæmleg.  En það að þessi stofn sé nú 25 stikki eftir 50 ár finnst mér benda til að mun meira fé sé þarna í felum.  Fyrst þetta eru eingöngu hrútar eru þeir líklega bara svona langlífir.

 Mér finnst svo ótrúlegt að svona lítill stofn hafi getað haldið sér við í hálfa öld. Ég vil ekki hrófla við þessu náttúrufyrirbæri.

Offari, 29.10.2009 kl. 22:17

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Inbreeding depression encompasses a wide variety of physical and health defects. Any given inbred animal generally has several, but not all, of these defects. These defects include:

Elevated incidence of recessive genetic diseases

Reduced fertility both in litter size and sperm viability

Increased congenital defects such as cryptorchidism, heart defects and cleft palates

Fluctuating assymetry (such as crooked faces, or uneven eye placement and size)

Lower birthweight

Higher neonatal mortality

Slower growth rate

Smaller adult size

Loss of immune system functions"


Inbreeding and it's general effects

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 00:42

12 identicon

Hvað eru menn alltaf að tala um úrkynjun í sambandi við þetta mál? Vita þeir hvað orðið þýðir? Úkynjun sést þegar náttúruvalið virkar ekki lengur og er yfirleitt af manna völdum. Sem dæmi get ég nefnt kjölturakka sem varla geta dregið andann og sem væru dauðadæmdir í náttúrunni. Innrækt er stunduð í ræktuninni og hefur ekkert með úrkynjun að gera. Þar að auki er líklegt að fénu hafi bæst liðsauki frá bæjum þarna í nágrenninu. Amk. var eitthvað af fénu markað, að mér skilst. Að tala um úrkynjun hjá fé sem hefur þraukað öll þessi ár á þessum stað er náttúrulega út í hött. Hversvegna eru dýrin ekki orðin fleiri eftir öll þessi ár? Væntanlega af því að beitilandið leyfir ekki fleiri dýr. Það gæti hins vegar breyst ef það hlýnar á Íslandi.

Páll S. Leifsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 07:09

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef hér mætti undir engum kringumstæðum skjóta sauðfé á færi.

Spendýr og fuglar sem hér má skjóta á færi
undir ákveðnum kringumstæðum:

Hreindýr, refir, minkar, hvítabirnir, landselir, útselir, blöðruselir, vöðuselir, kampselir, hringanórar, hrefnur, langreyðar, svartbakar, sílamáfar, silfurmáfar, hrafnar, grágæsir, heiðagæsir, fýlar, dílaskarfar, toppskarfar, súlur, helsingjar, stokkendur, urtendur, rauðhöfðaendur, duggendur, skúfendur, hávellur, toppendur, hvítmáfar, hettumáfar, ritur, skúmar, kjóar, álkur, langvíur, stuttnefjur, teistur og rjúpur, en lundi hefur verið veiddur hér í háf að færeyskri fyrirmynd frá árinu 1875.


Spendýrin hagamýs, húsamýs og rottur eru veiddar í límgildrur og einnig er eitrað fyrir þeim
.

Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994


Og lögreglan má skjóta hér menn á færi við sumar kringumstæður.


1. gr. Tilgangur laganna er:
   a. að stuðla að góðu heilsufari dýra í landinu [...]"

Lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993


VIII. kafli. Um meðferð ómerkinga og óskilafjár.


58. gr. Hver sá, sem fjallskil innir af höndum, hvort heldur við smölun afrétta eða heimalanda, skal leitast við að handsama, svo fljótt sem verða má, ómerkinga, sem vart kann að verða [...]"

70. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara, reglugerða og samþykkta, sem settar verða samkvæmt þeim, varða sektum."

Lög um afréttamálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986


Sauðfé sem hrapar fyrir björg drepst að sjálfsögðu strax. Menn skreppa ekki á kaffihús eftir að hafa stokkið fyrir björg.

Ekki gengur
[sauð]burðurinn alltaf sem skyldi og því þarf fólk stundum að grípa inn í.


Sauðfé - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband