Mikill munur á afstöðu.

Hamagangurinn við að koma Helguvíkurálverinu á koppinn og taka áhættu á því að öll orkan á Suðvesturlandi fari í þetta eina verkefni stingur í stúf við áhuga manna á öðrum kostum til nýtingar landsins. 

Þetta kom vel fram í mjög athyglisverðu viðtali sem tekið var við Kjartan Lárusson í Speglinum í kvöld.

Hann lýsti því hvernig búið var að undirbúa vel stórkostlega áætlun um nýtingu jarðhita í Krýsuvík á árunum 1970-72 sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og aðrar erlendar stofnanir voru tilbúnar að standa að og fjármagna.

Færustu fáanlegu sérfræðingar, verkfræðingar og arkitektar voru búnir að hanna þetta allt, og með því að halda áfram með þetta verkefni hefði Ísland tekið forystu í vistvænni nýtingu jarðhita til ferðamennsku af fjölbreyttu tagi, heilsuræktar og annarra sviða útivistar og ferðalaga.

Hefði skapað hundruð starfa og orðið akkur fyrir orðspor og viðskiptavild Íslands.

En svo var á Kjartani að skilja að íslensk þröngsýni hefði stöðvað þetta og þar með tafið þróunina í þessum efnu um marga áratugi.

Enn er eins og við getum ekki komist út úr þessari þrálátu hugsun, að eina forsendan, sem finnanleg sé fyrir atvinnulífi á Íslandi sé fólgin í stóriðju, sem hefur í för með sér mesta orkubruðl heims og langdýrustu störfin þegar upp er staðið.    


mbl.is Góð tíðindi fyrir Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.10.2009 (í dag): "Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP, sem vinnur nú að framleiðslu á þremur stórum tölvuleikjum á Íslandi, í Bandaríkjunum og Kína, hyggst fjölga starfsmönnum sínum verulega á næstu 12–18 mánuðum, eða um rúmlega 150 manns."

CCP auglýsir eftir starfsmönnum

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 00:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir áratug hefði ég verið hleginn í hel ef ég þá sagt að "eitthvað annað" gæti toppað heilt álver og nefnt Reyni Harðarson sem eitt af nöfnunum sem kæmi til greina við að standa að "einhverju öðru".

Ómar Ragnarsson, 31.10.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.10.2009: "Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi.

Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.

"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð. Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar.""

Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 00:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.4.2009: "Hugbúnaðarfyrirtækið CCP skilaði fimm milljóna dala, 629 milljóna króna, hagnaði á árinu 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var birtur í dag. Það er umtalsvert meiri hagnaður en árið áður þegar CCP græddi um þrjár milljónir dala, eða um 377 milljónir króna."

Tölvuleikjafyrirtækið CCP skilaði um 630 milljóna króna hagnaði í fyrra

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 00:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2009: Tíu tölvuleikjaframleiðendur hér stofna samtök.

"Á Íslandi starfa um 300 manns við þróun, markaðssetningu og sölu á tölvuleikjum. Mikill vöxtur hefur verið í þessum geira síðasta ár þrátt fyrir niðursveiflu í öðrum greinum. Sameiginlegar tekjur leikjafyrirtækja í ár stefna í rúmlega 10 milljarða króna og flest leita þau að starfsfólki til að mæta aukinni eftirspurn.

Stærstu fyrirtækin eru CCP sem rekur EVE Online og hefur tvo aðra leiki í þróun, Betware sem þróar lausnir fyrir happdrætti og Gogogic sem smíðar iPhone og fjölspilunarleiki. Auk þeirra eru smærri fyrirtæki í vexti."

Tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér á þessu ári, 2009

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 00:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.10.2009 (í dag): "Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Rockefellerstofnunin í Bandaríkjunum buðu Íslendingum upp úr 1970 að fjármagna, aðallega með styrkjum, en einnig lánum með vildarkjörum, risahótel með ráðstefnusölum og heilsulindum í Krýsuvík, mannvirki til iðkunar vetraríþrótta og ferðamennsku tengda lax- og silungsveiði á hálendinu.

Mannvirkin voru fullhönnuð, Íslendingum að kostnaðarlausu, en þáverandi ríkisstjórn sló hugmyndina út af borðinu og stóð aldrei við sinn hluta af verkefninu með þeim afleiðingum að lokað var á aðstoð Þróunarsjóðsins við Ísland."

Spegillinn - Rætt við Kjartan Lárusson um gömul áform erlendra fjárfesta

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband