Ómissandi haustboði? Snilld Davíðs?

Rjúpnavertíðin var ekki einu sinni byrjuð þegar lögreglan var búin að hafa afskipti af fyrstu rjúpnaskyttunum sem höfðu tekið forskot á sæluna. 

Og fyrsta leitin að rjúpnaskyttu var komin af stað strax á fyrsta degi veiðitímabilsins.

Lóan er oft kölluð vorboði og ætli rjúpnaskyttan týnda sé þá ekki haust- eða vetrarboði?

"Ein er upp til fjalla" er yfirskrift leiðara Morgunblaðsins í dag og ég hélt fyrst að hann væri um rjúpuna.

En hann var um villikindurnar í Tálknanum og mér sýnist ég sjá bestu höfundareinkenni Davíðs Oddsonar á honum.

Að mínum dómi snilldarvel skrifaður eins og Davíðs var von og vísa ef hann er höfundurinn.

Sé hann þarna að verki er hann greinilega fínu ritformi og nú getum við verið innilega sammála og ég þakklátur honum fyrir liðveisluna.  

 


mbl.is Rjúpnaskyttuleit á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson er lögfræðingur og þeir eiga að sjá til þess að lögum og reglum sé framfylgt í landinu.

Enda þótt sumir vilji aka hér vinstra megin á vegunum, vegna þess að þeim sjálfum finnst það skynsamlegt, yrðu þeir handteknir fyrir það.

Og þeir sem krefjast þess að ökumenn fari hér eftir umferðarlögum og reglum í einu og öllu eiga ekki að hvetja til þess að lög séu brotin á öðrum sviðum í landinu.

Davíð Oddsson sat lengi á Alþingi og hafði því nægan tíma til að breyta þeim lögum sem hann hafði áhuga á að breyta.

Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að lögin eru eins og þau eru og ef menn vilja breyta þeim eiga þeir að stuðla að þeim breytingum, í stað þess að hvetja til lögbrota.

En sumir taka engum rökum en berja sífellt hausnum við steininn
og því er nú illa komið fyrir þjóðinni.

Það er þeirra snilld.

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

VIII. kafli. Um meðferð ómerkinga og óskilafjár.

58. gr. Hver sá, sem fjallskil innir af höndum, hvort heldur við smölun afrétta eða heimalanda, skal leitast við að handsama, svo fljótt sem verða má, ómerkinga, sem vart kann að verða [...]"

70. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara, reglugerða og samþykkta, sem settar verða samkvæmt þeim, varða sektum."

Lög um afréttamálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 21:43

3 identicon

Oft verða lög ólög í fyllingu tímanns Steini. Þetta Tálkn-mál er sauðslegt hvernig sem á það er litið. Hvort eða hvernig fara á með ómerkinga almennt þá er þetta ekki ærleg hegðun. Lengi lifi hinn frjálsi kyn-dastofn.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 21:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef ekki ætti að smala allt landið.

Þetta eru greinilega mikil ólög.

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 22:18

5 Smámynd: Sævar Helgason

Já - þetta var nú svona að mikluleyti undir lok frjálshyggjunnar- með lögin og eftirfylgni þeirra .

Verslunarráðið t.d hældi sér mjög að því hafði tekist að fá 90% af villtustu draumum sínu um hið algjöra frelsi - fullnægt . 

Heitir það ekki að koma á frumskógarlögmáli ?

En varðandi þennan kindastofn sem tekist hefur að lifa í sátt við íslenska náttúru og komast af - harðgert og hraust.  Auðvitað á að setja lög um rétt þess til lífsins. En eins og nú er háttað gilda lög um sauðfé og hafa lengi verið til- og framfylgt.

Með lögum skal land byggja- eða  er það ekki grunnurinn. ?

Það má t.d setja bráðabrigðalög- annað eins hefur nú verið syndgað uppá náðina...

Sævar Helgason, 30.10.2009 kl. 22:29

6 identicon

Nú hafa allmargir tjáð sig um þetta mál og af mikilli andagift.  Þó hefur enginn dregið fram þá staðreynd að af þeim 17 kindum sem handsamaðar voru, voru 15 hrútar og tvær ær.  Þetta hef ég eftir fólki frá Bíldudal, grandvöru og heiðarlegu.  Þannig hagar nefnilega til að ef fé gengur villt og sjálfala bera ærnar í lok mars og þá er harða vetur á Vestfjörðum.  Ær með lamb á afar erfitt uppdráttar við slíkar aðstæður og sérstaklega í samkeppni við hyrnda hrúta sem eru helmingi þyngri en þær.  Og þessi kynjaskipting í hópnum dregur það fram að ekki þarf svo sem að hafa áhyggjur af þessum fjárhópi; hann verður sjálfdauður ef ekkert nýtt blóð bætist við.  Og þá er komið að öðru vandamáli:  Fjallafálur draga heiðvirðar, tamdar ær með sér þannig að endurnýjun í slíkum hópi kemur utan frá.  Það sýnist því tómt mál að tala um að þarna ræktist sérstakur sjúkdómafrír, einangraður stofn, ekki nema þá að hrútarnir komist upp á lag með að æxlast hver með öðrum og nái svo samkomulagi um að fresta fengitíð fram undir áramót til að þeir séu ekki að þvælast með nýborin lömb um hávetur.  Til þess held ég að séu litlar líkur.  En hver veit? 

Hitt veit ég að einmitt núna eru bændur að handsama hrúta sína til að ekki verði slysalömb.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 22:32

7 Smámynd: Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson

Almáttugur þetta eru rollur ekki Hútú menn.'Islendingar éta rollur ekki ekki Hútúmenn.Þið eruð þroskaðar vitsmunaverur það er gott.En það gerir ykkur að búðingum sem er allt í lagi,en virkar bara ekki fyrir vestan.Davíð er útdauður.Punktur

Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson, 30.10.2009 kl. 22:53

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tilvist villifjárins árum saman án þess að gerð hafi verið aðför að honum eins og nú var gerð og fyrir rúmum 20 árum leiðir væntanlega í ljós að lögbrot hafi verið framin öll þau haust sem þessi hópur fékk ekki heimsókn smalamanna.

Ábending Þorvaldar er íhugunarverð. Hve margt fé hefur komið utan frá inn á svæði villifjárins í áranna rás? Leiðir hugann að því sem ég bloggaði um að "verndunargildi" fjárins eigi ekki að vera atriði í þessu máli heldur það að lofa þessum stofni að vera í friði eins og hann hefur verið árum saman nema í þeim undantekningartilfellum sem menn hafa farið í blóðuga leiðangra þarna.

Ég fæ ekki séð annað en að annað hvort verði að framfylgja hinum gildandi lögum út í æsar hvert haust og svæðinu haldið sauðlausu eða að það sé alveg látið eiga sig.

En mig grunar að það að gera dýran og mikinn leiðangur á hverju hausti sé of dýrt fyrir fámenna byggð, annars hefðu slíkir leiðangrar verið farnir árlega á hverju hausti til að "halda uppi lögum og reglu."

Ómar Ragnarsson, 30.10.2009 kl. 22:53

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson er alla vega ánægður með að sumir komist undan hinum þunga hrammi laganna.

Það er athyglisverð skoðun lögfræðings og fyrrum forsætisráðherra landsins.

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 23:08

10 Smámynd: Sævar Helgason

Er kannski skírlífisbelti lausnin fyrir heimaöldu ærnar á svæðinu - svona yfir viðkvæmasta tímann ?

Sævar Helgason, 30.10.2009 kl. 23:19

11 identicon

Rosalega er ég orðinn leiður á þessu eilífa tali um þennan mann, ætlum við Íslendingar aldrei að losna við hann, manninn sem skildi eftir sig sviðna jörð og geggjuðustu framkvæmd Íslandssögunnar =>Kárahnjúka? Við eigum að tala umbúðarlaust og hætta að mæra sökudólginn.

Valsól (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 01:39

12 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Eins lipurlega og pistillinn sem vísað er til var skrifaður, þá lét höfundur hans, nafnlaus, ekki svo lítið að geta höfundar vísunnar sem honum fylgdi og lét því sem hún væri sín. Þessi háttur var innleiddur af prófessori við Háskóla Íslands og látið að mestu óátalið, nema ef vera kynni af Hæstarétti. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá var þetta síðasta erindið úr ljóði Jónasar Hallgrímssonar, Óhræsið. Sumum okkar þykir heldur auka á kímni skrifanna að vita það.

Sigurður Ingi Jónsson, 31.10.2009 kl. 10:49

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í göngum og réttum í Skíðadalnum gekk ég alltaf efstur í tólfhundruð hundruð metra hæð, enda léttur á fæti, en lagði mig í hvert sinn í lífshættu við að ná þar ám og lömbum til byggða. Þurfti að hlaupa yfir harðfenni til að komast yfir í grjótið hinu megin giljanna og ef mér hefði skrikað fótur hefði ég getað stórslasast eða steindrepist.

Þetta finnst Davíð Oddssyni, frænda mínum, hins vegar harla ómerkilegt og gleðst yfir því, lögfræðingurinn, að smalamenn hafi ekki náð til alls þess sauðfjár sem þeir eiga samkvæmt lögum að ná til byggða.

Líf smalamanna vegið og léttvægt fundið af manni sem alla tíð hefur setið eins og klessa í skrifborðsstól og gert lítið úr vinnandi mönnum og öryrkjum þessa lands, þeim sem hafa slasað sig við ærlega vinnu eins og smalamennsku.

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 11:43

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Éf fyrirgef leiðarahöfundi að geta ekki höfundar Óhræsisins. Þetta ljóð og höfundur þess eru alþekkt og enginn misskilningur ætti að verða um það.

Ómar Ragnarsson, 31.10.2009 kl. 22:49

15 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ómar, Hannes hefði glaður unað við þennan dóm þinn.

Sigurður Ingi Jónsson, 31.10.2009 kl. 23:51

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vil forðast að draga fólk í þá dilka að það sé annað hvort algott eða alvont.

Allir skula njóta sannmælis.

Ómar Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 23:18

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlitið skiptir heldur ekki mestu máli.

Með kveðju,
Quasimodo

Þorsteinn Briem, 2.11.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband