Spenna að koma í málið.

Nú fer Icesave-málið hugsanlega að verða spennandi á þingi. Lilja Mósesdóttir er gengin úr skaftinu í stjórnarliðinu en þó liggur ekki fyrir hve langt hún muni ganga. Yfirlýsing hennar um að hún "geti ekki samþykkt" frumvarpið getur þýtt það að hún muni sitji hjá.

Þráinn Bertelsson ætlar hins vegar ekki að leggjast gegn frumvarpinu þannig að staðan virðist í jafnvægi eins og er. 

Nú er bara að sjá hvað aðrir gera beggja vegna í hinum pólitísku skotgröfum stjórnar og stjórnarandstöðu. 

Um liðsskipan í málinu hefur máltækið "you win some - you lose some" byrjað að eiga við. 

Afdrif málsins og þar með framtíð ríkisstjórnarinnar fer eftir því hve margir vinnast og hve margir tapast. 


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sitja hjá í þessu máli þýðir að viðkomandi er að reyna firra sig ábyrgð sem þingmaður. Ef þingmenn hafa ekki það í sér að taka afstöðu í máli eins og Icsave-málið er þ.a.s máli sem varðar heildarhagsmuni þjóðarinar eiga ekki að vera á Alþingi.

Alþingi hefur verið of lengi uppeldisstöð fyrir allt of marga alþingismenn sem læra það eitt að greiða með eða á móti málum  eftir því hvernig sérhagsmunir hina fáu útvöldu liggja hverju sinni.

Ég vona að allir þingmenn komi til með að greiða atkvæði þá bara eða nei vegna þessa Icesave samnings hlutleysi á ekki heima í þessu það er á hreinu því þjóðin þarf að hafa það alveg á tæru hver ber ábyrgðina á niðurstöðunni í þessu máli sama hver hún verður í atkvæðagreiðlunni.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Offari

Þetta mál er af þeirri stærðargráðu að allir þurfa að koma að þessu máli. Það er sorglegt þegar flokksræðið neyðir þingmenn til að kjósa andstætt sinni skoðun en ég held að VG sé eini flokkurinn sem setji ekki slíka ánauð á sína þingmenn.

Ég vona svo sannarlega að þingið finni leið til að hafna alfarið Icesave. Það er skylda þeirra sem hafna að benda á aðrar færar leiðir. Sé leiðin frahjá Icesave ófær þarf þingið að útskýra fyrir almenning hversvegna ekki sé hægt að finna aðra leið.

Það sem mér gremst mest í þessu er að með því að samþykkjaj eru þingmenn að dæma börnin okkara fyrir syndir annara.

Offari, 1.11.2009 kl. 14:37

3 identicon

Það verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins, það er víst.

Hitt er verra, hversu margir þingmenn gleyma 48. grein stjórnarskrárinnar (hún var þar enn síðast þegar ég gáði) sem kveður á um að þingmenn eru einungis bundnir eigin sannfæringu. Flokkslýðræðið er þar með einungis til staðar til að gera sjálfa þingkosninguna einfaldari í framkvæmd, ekki til að tryggja að allir fylgi sínum formanni í einu og öllu.

Kannski er einmitt nú rétti tíminn til að minna þingmenn á þetta?

Birgir Birgisson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 15:51

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Lilja hefur góðar forsendur til að taka sína ákvörðun og við í baklandinu hennar treystum dómgreindinni hennar fyllilega í þessu máli.

Héðinn Björnsson, 1.11.2009 kl. 16:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið er hún Móses,
myndarleg og spes,
esa sú já og eso es,
Icesave in medias res.

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Nu hlaupa ellir til Sjálfstæðisflokksins. Og Lilja fellir stjórnina og Sjálfstæðismenn komast tilæ valda. Svei attan.

Árni Björn Guðjónsson, 1.11.2009 kl. 17:00

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hélt þú værir að flytja þig á Eyjuna.

Theódór Norðkvist, 1.11.2009 kl. 17:57

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð býr á Djöflaeyjunni,
djöflast á hreinni meyjunni,
og rjúkandi hún er rúst,
er ríður hann burt á kúst.

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 18:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar á vini á báðum eyjunum.

Og einhverja í Hrísey.

En ekki marga.

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 18:45

10 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hvernig var annars með þá sem bera ábyrgð á Icesave? Var ekki meiningin að láta þá svara til saka eða eigum við almúginn að halda kjafti og horfa upp á svínaríið endurtaka sig?

Þráinn Jökull Elísson, 1.11.2009 kl. 19:53

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bölvuð er sú beikonpest,
borgar enginn fyrir rest,
nema ég og esa sú,
en aldrei Davíðs þrotabú.

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 20:18

12 identicon

Hver er valkosturinn hjá Lilju þá, hvaða lausnir hefur hún? Hún hefur ekki komið með neitt nema að segja að hún vilji ekki samþykkja þetta, hvað svo? Umheimurinn mun líta á þetta sem greiðsluþrot þjóðarinnar rétt eins og haustið 2008, lánalínur munu stöðvast til landsins og krónan mun falla meira.

Ari (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 22:00

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engar lausnir hefur hún,
heljar komin út á brún,
ekki vil ég af því skafa,
enginn vildi kveðið hafa.

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 22:48

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Theódór Norðkvist getur verið pallrólegur yfir því að ég hyggst halda áframa að blogga hér á mbl.is á sama hátt og ég hef gert hingað til þótt ég sé líka með rými á eyjunni.is

Ómar Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 23:14

15 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Lilja hefur ekkert sagt umj hvað hún vill í staðinn  fyrir það sem nú liggur fyrir. Það er búið að  tvísemja um málið og  ráðamenn okkar  voru búnir að lofa að borga   fyrir  nær ári , ekki satt. Á að gera þá ómwerka orða sinna.? Lilju líður greinilega vel í sviðsljósinu. Hún baðar sig í ljósi fjölmiðlanna. Hún  svíkur formann sinn, sem  sýnt hefur dádæma  dugnað og elju í þessum málum öllum. Ég hef  víst seint verið talinn til aðdáenda  VG  en  ég  dáist að  dugnaði og  úthaldi Steingríms.  Fáir gætu leikið þetta eftir  honum þetta  eftir og  síst al öllu silfurskeiða drengir sem ennhafa  ekki losnað við barnaskipið úr  andlitinu.   Mér finnst Lilja  einhvr ábyrgðarlaustasti þingmaður seinni áratuga.  Enginn okkar , enginn vill borga þessar skuldir  fjárglæponanna, en  við eigum  engan  kost í  stöðunni., -  við  getum auðvitað eins og  Lilja kannski vill  stungið hausninum í  sandinn  að sið strútsins og bara haft  hann þar. Lilja Mósesdóttir er á  hröðum veruleikaflóttta, en hún hefur ekki hugmynd um hvert  hún er að fara, enginn  áttaviti, ekkert landabréf.

Eiður Svanberg Guðnason, 1.11.2009 kl. 23:34

16 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Sent aftur  til að leiðrétta nokkrar : (Gleymdi Púkanum)

Lilja hefur ekkert sagt um hvað hún vill í staðinn  fyrir það sem nú liggur fyrir. Það er búið að  tvísemja um málið og  ráðamenn okkar  voru búnir að lofa að borga   fyrir  nær ári , ekki satt. Á að gera þá ómerka orða sinna.? Lilju líður greinilega vel í sviðsljósinu. Hún baðar sig í ljósi fjölmiðlanna. Hún  svíkur formann sinn, sem  sýnt hefur dádæma  dugnað og elju í þessum málum öllum. Ég hef  víst seint verið talinn til aðdáenda  VG  en  ég  dáist að  dugnaði og  úthaldi Steingríms.  Fáir gætu leikið þetta eftir  honum þetta  eftir og  síst al öllu silfurskeiða drengir sem ennhafa  ekki losnað við barnaskipið úr  andlitinu.   Mér finnst Lilja  einhver ábyrgðarlausasti þingmaður seinni áratuga.  Enginn okkar , enginn vill borga þessar skuldir  fjárglæponanna, en  við eigum  engan  kost í  stöðunni., -  við  getum auðvitað eins og  Lilja kannski vill  stungið hausnum í  sandinn  að sið strútsins og bara haft  hann þar. Lilja Mósesdóttir er á  hröðum veruleikaflótta, en hún hefur ekki hugmynd um hvert  hún er að fara, enginn  áttaviti, ekkert landabréf.Ekkert. Bara ekki þetta.

Eiður Svanberg Guðnason, 1.11.2009 kl. 23:39

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi gagnrýni er nú öll í góðu af minni hálfu.

Á meðal vina minna á Snjáldru eru Lilja Mósesdóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Eva Joly, Davíð Oddsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Hermannsson.

Sómafólk allt það fólk.

Þorsteinn Briem, 2.11.2009 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband