Þeir litlu troðast undir.

Eldur braust út í hinu alþjóðlega fjármálakerfi árið 2008. Nota má tvenns konar samlíkingar um það sem gerðist þegar reynt var að berjast við eld sem braust út í því vegna þess að óvarlega var farið með mikinn eldsmat.

Fyrri samlíkingin er sú, að þegar flótti brestur á í mannfjölda inni í logandi byggingu myndast troðningur þar sem hver reynir að bjarga sér eftir bestu getu. Þá gerist það oft að hinir minnstu troðast undir.

Í hinni alþjóðlegu efnahagssvallveislu höfðu Íslendingar hagað sér eins og þeir væru 20-100 sinnum stærri þjóð en þeir eru. En þjóðin var of lítil til að ráða við bankakerfi sem hafði orðið tíu sinnum stærra en hagkerfi þjóðarinnar. Því fór sem fór.

Það má líka líkja íslenska þjóðarbúinu við lítið hús, sem var sambyggt við nokkur risastór stórhýsi, sem í var mikill eldsmatur. Mesti eldsmaturinn var þó í litla húsinu. Þegar eldur braust út og læsti sig í allar byggingarnar kom í ljós að brunavarnirnar voru lélegastar í minnsta húsinu með langmesta eldsmatinn. Því fór sem fór.


mbl.is Biðu sömu örlaga og Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fíflin unnum fjórtán tvö,
Finnur einn á móti sjö,
í öllu að lokum erum bestir,
alla vega betri en flestir.

Þorsteinn Briem, 3.11.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband