Gamalkunnur vandi.

Það er gamalkunnur vandi að vel rekin fyrirtæki og stofnanir fái ekki að njóta þess sem skyldi. 

Dæmi um þetta má finna langt aftur í tímann, svo sem í rekstri opinberra fyrirtækja.

Ég minnist þes að í tíð Guðna Guðmundssonar rekstors M.R. var oft rætt um það hvernig hann lagði mikla áherslu á að reka skólann af ábyrgð og útsjónarsemi en uppskar oft á tíðum að vera í raun refsað fyrir það.

Það lýsti sér í því því framlög til skólann voru minnkuð að raunvirði og  í samanburði við aðrar hliðstæðar menntastofnanir skekktist myndin enn meir, því að sumar þeirra fóru fram úr fjárveitingum og börmuðu sér svo að framlögin til þeirra voru hækkuð.

Framundan verður að vera gegnsær og opinn samanburður á milli þeirra fyrirtækja sem hafa verið tekin til uppgjörs eftir hrunið svo að tryggt sé að ekki verði um mismunun að ræða.

Í Kastljósi i gærkvöldi nefndi Sigmar Guðmundsson nokkur þeirra og fleiri mun bætast á þann lista.

Síðan er að geta allra fyrirtækjanna sem hafa staðist álag hrunsins en verða að halda áfram að keppa við fyrirtæki, sem með stórfelldum afskriftum skulda hafa fengið meðgjöf í samkeppninni.  

Þessi vandi teygir sig um allt þjóðfélagið því að rekstur tugþúsunda heimila er hér undir sama hatti.

Aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar hefur þessi vandi verið eins mikill og víðtækur og nú. 

 


mbl.is Má ekki refsa vel reknum fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband