3.11.2009 | 20:28
Ó, arður, bróðir besti !
Ó, arður, bróðir besti /
og barnavinur mesti /
æ breið þú blessun þína /
á barnalánið fína.
Þeim góð börn gef að vera /
og góðan ávöxt bera /
og forðast umtalið illa /
svo ei þeim nái´að spilla.
Það ætíð sé þeirra´ iðja /
að elska gróða´og biðja /
og meðferð lánsfjár læra
og lofgjörð því að færa.
Þau kunna´ í basli að bagsa /
en brátt úr grasi vaxa /
og tapið á sig taka /
og trekkt um nætur vaka.
Og ef allt fer til fjandans /
við forðumst rætur vandans /
en veltum amstri öllu /
á elsku börnin snjöllu.
.
Með blíðum barnarómi /
ljúft bænakvak svo hljómi: /
Þeim góð börn gef að vera /
og gróðaávöxt bera.
Arður barnanna fór upp í lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott hjá þér Ómar.
Sigurður Haraldsson, 3.11.2009 kl. 21:32
Það eru ekki margir sem toppa Ómar þegar hann í þessum ham.
Sigurður Þorsteinsson, 3.11.2009 kl. 21:49
Naglinn hittur beint á höfuðið.
Rúnar Þór Þórarinsson, 3.11.2009 kl. 22:18
Neyðarlegt. Þú hittir alveg á rétta punktinn.
"og tapið á sig taka /
og trekkt um nætur vaka. "
Alveg stórundarlegar tekjöflunarleiðir. Þessi blessuð barnalán.
Það verður að taka til í þessu máli. Kemur ekki til mála að láta það niður falla eins og ekkert hafi í skorist.
Auður M (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 22:48
Góð háðsádeila. BKv. baldur
Baldur Kristjánsson, 3.11.2009 kl. 23:55
óborganlegur ertu Ómar !!!!/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 4.11.2009 kl. 00:45
Ég verð að segja mér finnst þetta afar ósmekklegt að velja ljóð Friðriks sem er trúarljóð barna til að kenna þeim góða siði, nær hefð verið að velja annað sem hefði ekki trúanlega merkingu það er skilda hvers manna föður og afa að virða börn og ekki útsmá ljóð sem þau læra og til að vera góðir borgarar og heiðarlegt fólk við sem eldri eru eigum að hafa þroska og reynslu til að að hafa vit fyrir börnunum.
Þið hinir hér að ofan kaldhæðni ber ykkur yfirliði vegna þessa að við fyrirlitum þá sem stóðu að barnalánunum
Rauða Ljónið, 4.11.2009 kl. 03:17
Þið hinir hér að ofan kaldhæðni ber ykkur yfirliði vegna þessa að við fyrirlitum þá sem stóðu að barnalánunum látu ekki saklaus börn gjalda þess með því að særa þau.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 4.11.2009 kl. 03:20
Bæna sálmur barna.
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ, styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
Páll Jónsson
Rauða Ljónið, 4.11.2009 kl. 03:44
Ég trúi því að Rauða Ljónið hafi ætlað að skrifa hér að ofan "... ber ykkur ofurliði ..." í stað yfirliði. Þetta stingur.
Já Ómar, þú ert mjög góður. Ég fæ aldrei nóg af þér.
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 03:45
Jú takk Guðmundur svo mun rétt vera.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 4.11.2009 kl. 04:27
Það er vissulega þörf á að deila á þessi lán til barnanna.
En ég er svo sammála Rauða Ljóninu. Hrökk illilega við að sjá þennan texta við þetta fallega og hjartfólgna trúarljóð til barna.
Sigrún G. (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 08:31
Voðalega á þetta vel við Sjálfstæðismenn.
Valsól (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 08:41
Fínt hjá þér Ómar. Mjög gott.
Sigurjón M. Egilsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 11:15
Skemmtileg textabreyting, á annars mjög fallegum bænasálmi, en hittir umræðuna beint í hjartastað.
Skil svo sem alveg viðkvæmni fólks við breytingunni en með því að breyta þessum bænasálmi verða skilaboðin mun sterkari.....held að flestir þeir sem ekki tóku þessi lán út á börnin sín finnast að sá gjörningur hafi verið óviðeigandi.
Gísli Foster Hjartarson, 4.11.2009 kl. 13:23
Sífellt kemur margt einkennilegt fram tengdu bankahruninu. Hvað verður næst er ekki gott að segja.
Fyrir nokkru var undirritaður staddur á hluthafafundi. Þar var eitt mál á dagskrá: gefa samþykki fyrir því að stjórn félagsins reyndi nauðasamninga og að strikað væri út hlutafé. Þetta þýddi með öðrum orðum að 20 ára sparnaður varð að engu.
Eg leyfði mér að taka með í ræðupúlt Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson og lesa valinn kafla. Það rann kalt vatn milli skinns og hörunds á sumum viðstöddum.
Þá ritaði eg Fjármálaeftirlitinu tölvubréf og óskaði eftir innherjaupplýsingum, hvort innherjar í félagi þessu hefðu selt hlutabréf á undanförnum árum. Ástæða þessarar fyrirspurnar minnar var sú, að þangað til fyrir svona þremur árum var unnt að fylgjast með þessum upplýsingum á viðskiptavef Morgunblaðsins. Síðan hefur þurft að fara einhverjar krókaleiðir eftir þessum upplýsingum, gott ef ekki að þurfa að borga stórfé fyrir þær.
Einhver kontóristi í Fjármálaeftirlitinu svaraði fyrirspurn minni og bar fyrir sig „bankaleynd“! Í hvaða tilgangi voru sett ákvæði fyrir bankaleynd á sínum tíma? Var það til þess að koma í veg fyrir óþarfa hnýsni hluthafa um fyrirtækin? Eða var það vegna hugsanlegrar ofvirkni skattyfirvalda? Kannski fjölmiðla sem hafa komist í eitthvað feitt fréttaefni?
Mér varð orðfátt. Ritaði um hæl þar sem ekkert var verið að skafa af skoðun minni. Undir lokin skrifaði eg: „Vinsamlegast að virðingu slepptri“. Kannski hefði verið betra að láta það vera. Nú er vika liðin og nú þarf að kæra þessa lögleysu til Umboðsmanns Alþingis og krefjast þess að Fjármálaeftirlitið veiti umbeðnar upplýsingar.
Skyldi hafa verið lesið áður upp úr Bréfi til Láru á hluthafafundi?
Fróðlegt væri að fræðast um það.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2009 kl. 15:02
Þarna er þér rétt lýst Ómar, þú tekur því svo bara eins og þú vilt!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 4.11.2009 kl. 16:26
"Allt orkar tvímælis þá gert er" var orðtak sem Bjarni heitinn Benediktsson hafði oft á orði.
Það gildir að sjálfsögðu um textann þann arna hér að ofan og ég játa að ég tvísté nokkra stund áður en ég lét hann flakka.
Hann er gerður af gefnu tilefni, gerninigi, sem er út af fyrir sig alvörumál en hvatir foreldranna gætu hafa verið misjafnar og margir þeirra talið sér trú um að þeir væru að gera rétt og hugsa um velferð barna sinna.
Síðan er sá flötur á málinu, sem bankinn virðist nú hafa játað, að þetta hafi verið löglaust og þar með siðlaust.
Vegna þessarar mislitu birtu sem málið hefur datt mér í hug að leika mér að því með því að nota texta sem skilja má á tvo vegu, annars vegar sem fróma og einlæga bæn og hugleiðingu þeirra sem að þessum barnalánum stóðu og hafa hana þá í sem líkustum búningi og þekkt barnabæn, - en hins vegar sem öfugmæli, ef menn leggja lögleysis- og siðleysis-skilninginn í hana.
Þarna er farið um grátt svæði á jaðrinum og fólk metur auðvitað misjafnlega hvort farið hafi verið yfir strikið.
Meining mín er sú að núlifandi kynslóðir hafi í höndum verðmæti sem þeim beri að umgangast með hagsmuni milljóna Íslendinga sem eiga eftir að byggja þetta land en ekki aðeins stundarhagsmuni.
Ómar Ragnarsson, 4.11.2009 kl. 21:38
Æ voða viðkvæmni er þetta!
Mér finnst bara mjög snjallt einmitt að nota trúarlegan barnasálm til að deila á kaldhæðinn hátt á þessi fyrirlitlegu barnalán, því hin ofsafengna gróðahyggja undanfarinna ára var ískyggilega farin að taka á sig mynd trúarbragða.
Foreldrar taka margra milljóna lán í nafni barna sinna til að tryggja þeim "gott start" því peningar skipta jú öllu. Amen.
Skeggi Skaftason, 5.11.2009 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.