Skilaboð.

Áhugaverðar umræður hafa farið fram að undanförnu um hæð stýrivaxta. Til eru þeir sem hafa sagt að þeir megi ekki lækka vegna þess að þá fari vextir niður fyrir verðbólgu og það sé bæði skaðlegt og ósanngjarnt.

En líklega má ekki horfa á þetta svona þröngt út frá tímabundnu ástandi heldur fram til þess tíma þegar ætlunin er að verðbólgan hjöðnuð að mestu.

Eins og sakir standa er greiðslubyrði þjakaðra heimila og fyrirtækja einn stærsti hluti efnahagsvandans og vaxtalækkun minnkar hann.  

Til þess að hjálpa til við það verður að gera margt á mörgum vígstöðvum og helst allt í ákveðna átt.

Þótt lækkun vaxta sé ekki mikil er hún ein af þeim aðgerðum sem senda skilaboð út í þjóðfélagið og til alþjóðlega samfélagsins.

Þau skilaboð, hversu lítil sem hver þeirra kunna að vera, eru mikilvæg í þeirri baráttu sem nú er háð við kreppuna.

Og meðal annarra orða: Mikið óskaplega held ég að við Íslendingar höfum kannast við flest það sem kom fram í sjónvarpsþættinum í gærkvöldi um fall fjórða stærsta fjárfestingarbanka Ameríku.

 

 


mbl.is Stýrivextir lækka í 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband