8.11.2009 | 17:20
Skökk forgangsröðun, gerbreytt staða.
Það er hægt að taka undir öll meginatriði þeirra krafna sem Suðurnesjamenn gera um ráðstafanir til að rétta úr kútnum eftir hrunið, raunar öll nema eitt.
Það er dágóður listi sem þeir birta en eitt atriði hans á ekki heima efst á listanum heldur neðst í besta falli.
Í útvarpsviðtali fyrir skömmu sagði Þórir Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingastofu, að öll hin mörgu útlendu fyrirtæki sem sæktust eftir að kaupa íslenska orku hrykkju frá þegar þau gerðu sér grein fyrir því að einn risastór aðili, álverið í Helguvík, væri fyrir á fleti.
Forráðamenn þessara fyrirtækja kunna að reikna og láta ekki blekkja sig með óskhyggjukenndum loforðum.
Þetta hefði ekki verið vandamál þegar fyrsta álverið í Straumsvík var reist. Þá var vitað nákvæmlega hve mikil orka væri fyrir hendi við Búrfell og að afgangur yrði af henni, vegna þess að hún var vatnsaflsvirkjun.
Nú eru aðstæðar þveröfugar og þeir Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson lýstu því vel í Morgunblaðsgrein.
Þar kom fram að engin leið er að vita með vissu hve mikla orku er hægt að fá á hverju svæði jarðvarmavirkjana fyrr en eftir vinnslu í einhver x ár. Ef þá kemur í ljós að of miklu sé pumpað upp, sé vinnslan bara minnkuð eftir þörfum svo að hún geti talist endurnýjanleg.
Það sem vantaði á þessa lýsingu var ekki var minnst á þarfir risakaupandans, sem ekki getur búið við það að vinnslan sé minnkuð. Munurinn síðan 1960 er sá að enginn veit með vissu hve mikil orka fæst á hverjum stað og sérfróðir menn geta rifist um það endanlaust gagnstætt því sem er um vatnsaflsvirkjanir.
Guðni Jóhannesson orkumálastjóri hefur sagt að af þessum sökum sé það kolröng stefna að selja fyrst einum risakaupandi svo mikla orku að enginn geti vitað um það fyrirfram hvernig það dæmi muni enda eða hvort og þá hve mikið verði eftir hana öðrum kaupendum.
Réttara sé að fara hægar í virkjanasakirnar, virkja yfirvegað og örugglega og bæta við smærri kaupendum eftir því sem málum vindur fram.
Af þessu leiðir að álver í Helguvík ekki aðeins öfugu megin á listanum, sem göngumenn setja upp í kröfugerð sinni, heldur væri það glapræði gagnvart framtíðinni að hafa hana yfirleitt á listanum.
Ég hef grun um að forráðamenn erlendu fyrirtækjanna, sem álver í Helguvík hrekur í burtu, viti meira um eðli þessa máls en þeir sem draga upp óraunsæja og óábyrga glansmynd af eðli þessa máls.
Þess vegna
![]() |
Vilja samstöðu með Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fylgist sæmilega með fréttum en hef ekki heyrt orkumálastjóra lýsa efasemdum um orku fyrir álver. Hann segir eins og Árni Sigfússon og forstjóri Alcoa, það sem vantar uppá þarf "bara" að koma af netinu - annars staðar af landinu. Orkumálastjóri hefur sagt að sjálfbærni og ágeng nýting séu ekki andstæður.
Pétur Þorleifsson , 8.11.2009 kl. 18:31
Þetta álver í Helguvík er ekkert nema yfirgangur Suðurnesjamanna þar sem orkuþörfin er á stærðargráðunni eitt stykki Kárahnjúkar og þurrkar upp nánast alla orku á suð-vesturlandi.
Síðan á Suðurlína að fara yfir vatnsból Reykvíkinga.
Sturla Snorrason, 8.11.2009 kl. 19:13
Hann lýsti þessu yfir á opnum fundi fyrir mánuði og þá fór ég til hans eftir fundinn og spurði hann hvort hann stæði við þetta mat sitt opinberlega og hann játti því og sagðist hafa sagt þetta áður.
Ómar Ragnarsson, 8.11.2009 kl. 23:41
Bíddu bara eftir því Ómar að hann Gunnar Th. nái tengingu við tölvuna.
Árni Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 00:26
Þær fréttir bárust af Suðurnesjum að í síðustu viku hafi Árni Sigfússon bæjarstjóri farið í grunnskólana „til að ræða við börnin um atvinnumál“. Hvers konar ósvífni er þetta af opinberum háttsettum starfsmanni að fara í skólana með beinan eða óbeinan áróður fyrir álver til að heilaþvo skólakrakkana? Þarna sýnir Árni af sér vont fordæmi. Hvað ef þeir sem eru andstæðingar Árna vilja gera það sama?
Mega börnin ekki að fá að vera í friði fyrir áróðursmönnum?
Atvinnumál á Suðurnesjum er flókið fyrirbæri. Fylgendur aukinnar álframleiðslu hafa ekki sérlega góð spil á hendi um þessar mundir: miklar álbirgðir og sílækkandi verð þýðir aðeins eitt fyrir Íslendinga: álfurstar vilja lægra rafmagnsverð og hagstæðara rekstrarumhverfis. Halda Árni og áldýrkendur að álver séu einhverjar góðgerðarstofnanir á borð við Hjálparstofnun kirkjunnar eða Rauða krossinn? Þetta er grjótharður bisness og þrátt fyrir gríðarlega skuldasetningu Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur upp á 625 miljarða, þá hefur allt þetta brambolt ekki gefið neitt af sér nema nokkur hundruð rándýr störf í álverum. Þjóðfélagið er á barmi gjaldþrots og allt er það stóriðjudraumum áldýrkenda að þakka!
Er ekki komið nóg af því góða?
Björgum börnunum frá áróðursmeisturum!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.11.2009 kl. 10:13
Ég mæli með góðri grein Ágústs H. Bjarnason um jarðhita og jarðhitanýtingu. Einnig greinum sem hann vísar í, sjá http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/969601/#comments
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 10:22
Þetta er nú einfalt í sjálfu sér.
Nú þegar er orkusalan rekin með tapi. Það er því þungur róður að fara út í umdeildar framkvæmdir, til þess eins að auka umfang tapreksturs.
Með "Umdeildar" á ég við þrennt.
1- Umdeildar hvað varðar gnægð orkunnar.
2- Umdeildar hvað varðar að setja áhersluna nær alla á ál.
3. Umdeildar vegna umhverfisáhrifa.
Hvernig kemur annars fall krónunnar við orkuverðið? Er það ekki rétt skilið hjá mér að það ætti að gefa fleir krónur á hvert KW, og þar með ekki að skaða hagsmuni orkusölu heldur þvert á móti, sbr aðrar útflutningsgreinar?????
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 13:50
Merkilegt hversu Norðmenn eru orðnir spilltir af umhverfisfasismanum. Þeir eru hættir að virkja fallvötn og eyðileggja náttúruverðmæti. Þeir eru meira að segja ekki búnir að finna réttlætinguna: "að nýta orkuna skynsamlega." Og: "Auðvitað viljum við öll vernda náttúruna okkar."
Árni Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 15:06
Það skyldi þó ekki hafa gerst að þeir áttuðu sig á því að álbræðsluorkan sem þeir seldu fór mestöll í sorpið?
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:02
Hvaðan hefur þú það, Jón Logi, að tap sé á orkusölu? Umhverfisverndarsinnum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 19:01
Taprekstur á Landsvirkjun. Hækkanir á orkureikningum landans (sem kaupir vesæl 20% orkunnar). Tap hjá RARIK. Og einfaldlega hrun á álverði, við hvert söluverð er bundið.
Hérna: http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/1357
"Landsvirkjun tapaði 344,5 milljónum bandaríkjadala (40 milljarðar króna) á síðasta ári samanborið við 460 milljóna hagnað árið á udan. Lækkun álverðs og gengistap skýrir tapið að mestu."
Það er hlekkur í ársskýrsluna.
RARIK:
http://www.rarik.is/frettir/frttir/tap-rarik-7-milljardar
RARIK skilar hagnaði fyrir fjármagnsliði og báðir kenna hruninu um, svo og krónunni. Það gleymist þó að góður partur ársins 2008 er FYRIR hrun, og svo ítreka ég mína spurningu hvort að greiðsla sem hluti af álverði sé ekki reiknað sem prómill í DOLLURUM, sem þýðir bara það að söluverðið er fleiri krónur eftir því sem að krónan veikist. Sé það rétt, þá ætti hrun krónunnar bara að geta haft áhrif á orkusölu til stóriðju á neikvæðan hátt ef að staðan er í tapi. Annars öfugt.
Nú, álverðið toppaði næstum öll met um mitt ár 2008, sjá hér:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item214439/
Er mér því órótt yfir því hvernig reksturinn verður árið 2009, þar sem ALLT árið er í kreppu, og álverð ekki sérstakt. Allavega er maður ekki að sjá að landinn hafi efni á þessum bísness, og hvað þá að fara í fjárfestingar til að geta byrjað að tapa á honum.
En, vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 11:03
Það er voðalega einfeldningslegt að benda á einhver örstutt tímabil í sögu LV og segja að það sé tap. Fjárfestingar LV í virkjunum undanfarin 40 ár eru langtímafjárfestingar og samningar um orkusölu til stóriðju er til tuga ára. Ég fullyrði að ekkert orkufyrirtæki í heiminum hafi fjárfest jafn mikið miðað við veltu og LV og það á sennilega við um önnur orkufyrirtæki í landinu.
Svo virtist sem umhverfisverndarsinnar tækju því fagnandi þegar álverð tók að hrapa hratt í júlí 2008 og komst í óþægilegt lágmark á fyrri hluta þess árs, eða í 13 til 14 hundruð dollara tonnið. Frá ágúst á þessu hefur verðið hins vegar verið 1.800 til 2.000$ tonnið, sem er ásættanlegt. Á um þriggja ára tímabili, 2005 til 2008 var álverð í sögulegu hámarki og fór upp í 3.300 $, svo fallið var ótrúlega hratt og mikið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2009 kl. 13:26
"....komst í óþægilegt lágmark á fyrri hluta þessa árs" átti þetta að vera
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2009 kl. 13:27
Greiðsla álfyrirtækjana er reiknuð sem þúsundasti hluti (prómill) af dollar og veik staða krónunnar ætti því að koma orkufyrirtækjunum til góða, en skuldirnar eru líka að stærstum hluta líka í erlendri mynt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2009 kl. 13:32
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2009 kl. 13:35
"Það er voðalega einfeldningslegt að benda á einhver örstutt tímabil í sögu LV og segja að það sé tap. Fjárfestingar LV í virkjunum undanfarin 40 ár eru langtímafjárfestingar og samningar um orkusölu til stóriðju er til tuga ára."
40 milljarða tap á ári sem inniheldur bæði næsthæsta topp á álverði frá byrjun, og svo til mótvægis, krónuhrun í árslok er nú kannski ekki svo lítill moli að það megi afgreiða það sem "einfeldningslegan" hlut. Og við eigum eftir að sjá 2009.
Þarna kemur einnig upp að þetta var rétt hjá mér, hrun krónunnar hefur annars vegar jákvæð áhrif á söluverðmæti (eða "ónæmi"), og svo hins vegar neikvæð áhrif á skuldbindingar í erlendri mynt. Og þar sem það skilar sér í svona ofboðslegu tapi þegar í stað, þá er stuttur vegur í þá ályktun að boginn sé of hátt spenntur nú þegar. Nú eða samningarnir einum of "einfeldningslegir", eða of mörg egg í sömu körfunni, - það er hægt að orða það á margan hátt. Alla vega virðist kreppubyrjun í seinni hluta góðæris álsins (2008) vera nógu öflug til að búa til gífurlegt tap á augabragði.
Ég ætla annars ekki að taka þátt í Þórðargleði umhverfisverndarsinna varðandi verðfallið, sé hún á annað borð til staðar. Við sitjum nú öll á sömu skútunni.
En hitt er, að fyrst að stóriðju-gróðadraumurinn ætlar að breytast í myllustein bundinn um háls þjóðar sem reynir að forðast drukknun í ólgusjó, þá held ég að ég myndi nú ekki reyna að bæta á vigtina.
Það þarf jú fjármagn (lántökur, fé, ábyrgðir) til þess að geta byrjað á viðbótinni.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.