14.11.2009 | 12:42
Tímamótafundur.
Þótt Þjóðfundurinn sé aðeins hálfnaður sýnist mér ljóst eftir að hafa starfað þar sem fulltrúi á einu af borðunum í salnum, að þetta sé tímamótasamkoma, hvað sem út úr henni kemur, því að hugsunin á bak við fundinn hefur gengið svo vel upp fyrir hádegi, að það eitt réttlætir þennan fund.
Er skemmst frá því að segja að vinnan á þessu borði sem ég hef setið við, hjá fólki, sem kemur úr öllum áttum, hefur verið alveg einstaklega árangursrík, skemmtileg og gefandi.
Kerfið, sem unnið er eftir, tryggir að byrjað sé með algerlega autt blað og að allar hugmyndirnar komi ótruflaðar og beint frá þátttakendum að þeirra eigin frumkvæði.
Þær eru síðan teknar til flokkunar og meðferðar og að lokum afgreiddar með atkvæðagreiðslu og samantekt, en samt liggja öll frumgögnin fyrir áfram til úrvinnslu.
Fyrir hádegi kláraðist 20 orða yfirlýsing um framtíðarsýn sem náðist í algerri einingu og sátt og er ekki moðsuða, heldur með hreina og klára merkingu án þess að nokkrar ræður væru haldnar, enda var jafnræði þátttakenda tryggt.
Tímamótafundur, hvernig sem fer !
Þjóðfundur hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mjög spennandi að fylgjast með þessu verkefni og ég hefði vilja vera í úrtakinu. Vonandi enda niðurstöðurnar ekki í einhverja skúffu af því að þær henta ekki ráðandi öflunum á Íslandi.
Úrsúla Jünemann, 14.11.2009 kl. 12:51
Frábært framtak og lofar góður, enda er þjóðin ung & orkumikil. Við þurfum bara að hafa VIT á því að VIRKJA þá ORKU sem býr í þjóðinni, þá farnast okkur vel. Sniðugt hjá þeim að velja afmælisdaginn minn undir þennan stórviðburð...lol...! Forza nýja Ísland.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 14.11.2009 kl. 13:29
Algjörlega sammála. Fékk þann heiður að fá að taka þátt í þjóðfundinum og leggja mitt af mörkum. Þetta var frábær dagur sem einkenndist af mikill samstöðu, jákvæðni og hugmyndaauðgi.
Augljóst að Íslendingar búa yfir því sem til þarf til að byggja heilbrigt og heiðarlegt samfélag.
Vil óska þeim sem stóðu að fundinum til hamingju með frábært framtak !
Kristín (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 19:17
Nú er bara beðið úttektar þinnar á þjóðfundinum-í heild.
Sævar Helgason, 14.11.2009 kl. 20:48
Í sama dúr áfram en fót út úr borginni til að skemmta í kvöld og er núna að fara að lýsa hörku hnefaleikabardaga með Bubba. Fer í þetta um hádegi á morgun.
Ómar Ragnarsson, 15.11.2009 kl. 00:41
Já þetta var gersamlega frábær fundur sérstaklega fyrir hádegi (borðstjóri var full stressaður e hádegi en þá var skift um borð) en skipulagið geggjað og svínvirkaði bara verst hvað þetta var stutt hefi mátt vera 2 dagar :-)
en þarna voru lögð fram ca 8-12 árstörf í Sjálboðavinnu og það bara þennan dag fyrir utan allan undirbúning og það til að stuðla að betra og réttlátara samfélagi :-)
samt voru ég og þú sektaðir um 2500 kall fyrir að leggja í stæði sem okkur var bent á að leggja í og Löggan sá sig knúna til að sekta 120 ökutæki x2500=300.000- fyrir að leggja á grasi ! Menninngarnótt = ca 4000 bílar á Grasi ! Landsfundur XD = ca 200 bílar á Grasi, Ríksistjórnarfundur í Stjórnarráði = ca 4 ólöglega lagt ! Frostrósir = ca 400 á Grasi !
http://www.svipan.is/?p=1519
Grétar Eir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 11:04
svona aparakfundir eru ágætir en geta bara verið stefnuumarkandi,og hvað sjálfbærni Heiðarleiki og fleira er það eitthvað nýtt/nei það ber að nýta auðlindir til þess eru þær,og auðvitað að mestu sjálfbærar ,það eru vatnföllin og orkan i iðrun jarðar og sjónum ef vel á haldið ,þessi samkoma er ekki að finna það upp/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 15.11.2009 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.