Vigdís Finnbogadóttir, - hugrekki og fórnarlund.

Nú síðdegis verður útgáfa ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur kynnt. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir henni og skal aðeins nefna þrjú atriði. 

Hún var valin kona 20. aldar á Íslandi og þarf ekki fleiri orð að hafa um það. Þá sögu eiga allir að þekkja.

Hún hefur flestum öðrum gert sér grein fyrir því þrennu, sem ég bloggaði um í gær á degi íslenskrar tungu: "Að þrenning ein og órofa er land, tunga og þjóð."

Hún gat setið róleg og notið geysilegra vinsælda sinna eftir að hún lét af embætti, - ornað sér við lárviðarsveiga mikils árangurs, sem varð heimsþekktur, og þakklæti þjóðarinnar vegna þess hvernig hún bar hróður hennar víða um lönd. 

En hún hikaði ekki við að stíga fram og taka afstöðu í heitasta og mikilsverðasta deilumáli síðustu ára, hvernig skuli fara með íslenska náttúru. Hún sýndi með því meira hugrekki og fórnarlund en ég hafði ímyndað mér að manneskja í hennar stöðu gæti gert.

Kennedy Bandaríkjaforseti skrifaði ungur að árum Pulitzer-verðlaunabókina "Profiles of Courage" (fékk leiðréttingu í athugasemd, - hún hét Profiles in Courage") sem mætti kalla Frásagnir af hugrökku fólki. 

Þar voru stórkoslegar sögur af fólki, sem ekki lét hrekjast fyrir óþægindum eða hótunum frá sannfæringu sinni. Um síðir fékk það uppreisn æru, stundum ekki fyrr en eftir sinn dag. 

Vigdís Finnbogadóttir er slík manneskja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Vigdís á allra virðingu.

Smáleiðrétting: Bókin heitir: Profiles in Courage

Kv  Eiður

Eiður Svanberg Guðnason, 17.11.2009 kl. 15:21

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Vigdís er sú persóna sem ég ber mesta virðingu fyrir.

Þráinn Jökull Elísson, 17.11.2009 kl. 19:18

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður, Eiður. Það sýnir sig að þegar liðin er hálf öld frá því að maður las bók og hefur aldrei litið í hana aftur, er ekki víst að maður muni allt rétt.

Ómar Ragnarsson, 17.11.2009 kl. 19:53

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Vigdís á auðvitað ekkert nema hrós skilið fyrir að taka afstöðu með náttúru Íslands. Ég vona að hún hafi á sínum ferli ekki mætt mörgum hótunum eða óþægindum.

Hörður Þórðarson, 17.11.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband