Sá næstfrægasti í heimi.

Þekktasti og mest sótti eldfjallagarður í heimi er á Hawai. Þangað koma um þrjár milljónir manna á ári og þurfa flestir að fara yfir þveran hnöttinn um meginlönd og Kyrrahafið til að komast til Hawai, - og þegar þangað er komið þarf að fara á milli eyja.  

Eldfjallasvæðið á Reykjanesskaganum er í stuttri fjarlægð frá alþjóðaflugvelli og höfuðborg landsins og margfalt styttra fyrir meginhluta markhóps ferðamanna að komast þangað en til garðsins á Hawai.

Ásta Þorleifsdóttir hefur best allra kynnt sér eldfjallagarðinn á Hawai og haldið um hann fróðlega og góða fyrirlestra.

Í Silfri Egils fyrir tæpum þremur árum lýsti ég möguleikunum á slíkum garði.  

Ef menn ætla ekki að stúta öllum Reykjanesskaganum í virkjanir á eldfjallagarður á Reykjanesskaganum möguleika á að verða frægari en keppinautur hans á Hawai. 

Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af of mikilli örtröð í þessum eldfjallagarði. Því getum við stjórnað á margvíslegan hátt og nýtt okkur reynslu annarra þjóða.  

Þessi garður yrði þó ekki frægasta eldfjallasvæði heims heldur það næstfrægasta.

Stærsta, magnaðasta og fjölbreyttasta eldfjallasvæði heims liggur frá Vatnajökli norður í Öxarfjörð. 

Raunar má bæta við það svæðinu frá Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli (Suðurjöklum) um Friðland að Fjallabaki til Vatnajökuls. 

Á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra var samþykkt tillaga mín um að friða beri og gera að þjóðgarði allt svæðið milli Suðurjökla og Vatnajökuls. 

Þessi tillaga vakti enga athygli né umfjöllun í fjölmiðlum.  

Þó myndi hún þýða að eftirtaldar virkjanir féllu út af lista yfir virkjanasvæði: Markarfljót, Reykjadalir, Hrafntinnusker og Torfajökulssvæðið, Bjallavirkjun, Skaftárveita (Langisjór) og Hólmsárvirkjun.  


mbl.is Eldfjallagarður samþykktur í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Sæll Ómar.

"Þessi garður yrði þó ekki frægasta eldfjallasvæði heims heldur það næstfrægasta.

Stærsta, magnaðasta og fjölbreyttasta eldfjallasvæði heims liggur frá Vatnajökul norður í Öxarfjörð. "

Svo sannarlega.

kveðja

Andrés Kristjánsson, 18.11.2009 kl. 00:57

2 identicon

Hvað hefur Borgastjórn Reykjavikur með Reykjanes að gera, er þetta ekki bara ásælni í annara manna lendur, hvað svo sem má segja um hugmyndina sjálfa, þá mér finnst nú að þeir ættu minnsta kosti að viðra hana við sveitarfélögin á svæðinu og kanna hljómgrunnin þar áður en er farið að í samþykkja einhverja skrautfjöðurstillöguheima í héraði.

Bjössi (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 01:43

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er mál allra, ekki bara allra sveitarfélaga á Reykjanesskaganum og ekki aðeins þjóðarinnar allrar heldur er um að ræða part af hinum eldvirka hluta Íslands er eitt af helstu undrum veraldar og því eign komandi kynslóða og mannkyns alls.

Ómar Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 02:43

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Svar til Bjössa Nr:2 Reykjavíkurborg á land að Bláfjöllum Nesjavöllum, á Hellisheiði (Orkuveitan o.fl.)....

Ég bendi líka á - að með jákvæðu samstarfi umhverfisverndar og virkjana - má nýta framkvæmdir á virkjanasvæðum til að gera svæðin enn heppilegri til útivistar - þessi málefni eru ekki andstæður - þetta getur líka fittað saman.

Eins og stjórn og stjórnarandstaða eiga að vinna saman í slíkum þjóðþrifamálum - eins og borgarstjórnarflokkarnir + VG gera nú - þá geta  þeir tekið höndum saman sem vilja virkja og efla ferðamannaiðnað - en skeppa öllum öfgum - á báða bóga...

...mætast á miðri leið og virkja - í góðri sátt - án öfga.... það er líka hægt - en það er að vísu meiri fjárfesting pr/Mw... en hvað um það... 

Kristinn Pétursson, 18.11.2009 kl. 05:00

5 identicon

Ómar, svo þú vilt friða stór og mikil svæði á Íslandi, og hvað svo? 

Til hvers viltu friða þessi svæði?  Er það vegna þess að þú ert á móti virkjunum?

Eyjabakkasvæðið fyrir austan var friðað.  Það var einfaldlega talið gefa meira af sér heldur en að virkja þar.

En hvað gerðist?  Jú, nú hafa allir gleymt Eyjabakkasvæðinu og enginn kemur þangað nema kannski nokkrar hreindýra- og rjúpnaskyttur.  Að öðru leyti virðist þetta svæði öllum gleymt.  Maður spyr sig, hvers virði var þessi friðun og fyrir hverja?

Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum umhverfisverndarsinnum.  Langflestir þeirra búa á Höfuðborgarsvæðinu og mér er til efs að margir þeirra séu úti í nátturinni, heldur finnst þeim gaman að tala um hana, svona á tyllidögum. 

M.ö.o. borgarsamfélag virðist vera náttúrlegt umhverfi umhvefisverndarsinna.

Björn M. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 11:13

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björn. M. Jóhannsson.

Íslendingar búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu og þeir sem þar búa skapa mestu gjaldeyristekjurnar hérlendis.

Rúmlega 70% þjóðarinnar búa við sunnanverðan Faxaflóa, frá Akranesi að Garði.

Og vilji meirihluti þjóðarinnar friða Eyjabakkasvæðið er það meirihlutans að ákveða hvort slíkt skuli gert en ekki minnihlutans, hvað þá eingöngu þeirra sem heita Björn M. Jóhannsson.

Þorsteinn Briem, 18.11.2009 kl. 13:04

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aftur og aftur, ár eftir ár, má maður horfa upp á fullyrðingar um það að ég sé á móti virkjunum.

Skiptir engu þótt ég birti langan lista yfir virkjanir sem ég hef ýmist verið samþykkur þegar þær voru gerðar eða er samþykkur ef þær verða gerðar nú.

Það kom í ljós að ekki var þörf fyrir að sökkva Eyjabökkum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Samt er eins og virkjunarsinnar geti ekki sætt sig við það heldur harmi að hætt var við óþarfa virkjun.

Þjórsárver og Eyjabakkar eru gersemar á heimsvísu eins og Yellowstone og málverkið af Monu Lisu í Louvre-safninu.

Ef til stæði að eyðileggja Yellowstone að málverkið af Monu Lisu risi upp alþjóðleg mótmælaalda líkt og gerðist þegar Talibanar í Afganistan sprengdu Búddastyttur lengst uppi í fjöllum sem nánast engir höfðu séð.

Hve margir Íslendingar hafa skoðað myndina af Monu Lisu í Louvre-safninu? Hve margir sáu Búddastytturnar í Afganistan? Hve margir hafa komið í Yellowstone?

Björn M. Jóhannsson virðist ekki geta skilið að til séu verðmæti sem eru þess eðlis að það nægi að vita af tilvist þeirra.

Nei, heldur vill hann fara út í virkjun sem í ljós kom að gaf ekki eitt einasta kílóvatt.

Ómar Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 13:56

8 identicon

Já, Ómar.  Því þú nefnir aldrei þær virkjanir né virkjunarstaði sem eru þér þóknanlegar.  Ertu kannski að tala um kolaorkuver eða jafnvel kjarnorkuver?  Ekki þarf uppistöðulón fyrir slíkar virkjanir.

Ég tel að þau verðmæti sem ekki séu nýtt, séu sóun á verðmætum. 

Og síðan hvenær eru Eyjabakkar gersemar á heimsvísu?

Steini Briem:

Skil svar þitt þannig að það hafi átt að friða Eyjabakkasvæðið "svona af því bara".  Efnilega rök vantar hjá þér.

Hvenig færð þú út að mestar gjaldeyristekjur verða til við Faxaflóann?  Og eiga þá þessir 70% íbúar Faxafóann að ákveða hvað sé t.d. Austfirðingum fyrir bestu?

Jú, nú skil ég.  Faxaflóinn er stóriðjuvæddasta svæði landsins ef ekki Evrópu.  Þar eru tvö stór álver (og það þriðja á leiðinni), þar er járnblendiverksmiðja, þar stærsta stórborg í heimi miðað við höfðutölu, þar er sementsverksmiðja, hvalstöð, stór millilandaflugvöllur, og Bláa Lónið (sem reyndar er manngert og hefði því verið kallað umhverfisspjöll hér áður fyrr). 

Það er sem sagt allt í lagi að framkvæma stórkostleg umhverfisspjöll á Faxaflóasvæðina af því 70% landsmanna búa þar og skapa svo mikinn gjaldeyri.

Ómar og Steini:

Ef Bandaríkin væru byggð upp eins og Ísland, þá væru höfuðstöðvar fjármála, útgáfu, menninga og lista ekki í New York, heldúr á Stór-Washingtonsvæðinu, höfuðstöðvar Coco Cola væru ekki í Atlanta, höfðustöðvar IBN væru ekki í New York, höfuðstöðvar Microsoft og Boeing væru ekki í Seatle, bílaiðnaðurinn væri ekki í Detroit, miðstöð kvikmynda og framleiðsla afþreyingaefnis væri ekki í Los Angeles - og þannig mætti lengi telja, heldur væri öll þessi starfsemi á stór Washington-svæðinu, væru Bandaríkin byggð upp eins og Ísland, auk þess að ca. 225 mio. manna byggju á þessi svæði.  En sem betur fer voru Bandaríkjamenn skynsamari en við og dreifðu atvinnustarfsemi sinni sem víðast um Bandaríkin.

Björn M. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 14:36

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björn M. Jóhannsson.

Ingólfur Arnarson valdi að búa í Reykjavík vegna þess að þar er hagstæðast að búa á Íslandi. Bestu fiskimið landsins eru í Landnámi Ingólfs, sem náði frá Hvalfirði að Ölfusá, þar er besta veðurfarið hérlendis og á landnámsöld var mikil kornrækt á Reykjanesi.

Þar af leiðandi er það engin tilviljun að rúmlega 70% þjóðarinnar búi nú við sunnanverðan Faxaflóa. Þar er og hefur alltaf verið best að búa á Íslandi.

Þorp allt í kringum landið byrjuðu fyrst og fremst að byggjast upp þegar vélbátaöldin hófst hér fyrir einni öld, og það er ekkert sem segir að hagkvæmt sé að stækka hvert einasta byggðarlag á landinu, til dæmis Húsavík.

Nú er óhagkvæmt að vera með þorp í hverri vík og dreifa þannig einungis 320 þúsund sálum um allt landið, enda þótt slíkt hafi þótt sjálfsagt þegar vélbátaöldin gekk hér í garð.

Hins vegar er í góðu lagi að halda þessum þorpum og bæjum öllum í byggð úr því sem komið er og byggja þar upp nýja atvinnustarfsemi, til dæmis netþjónabú á Blönduósi og í Fjallabyggð, koltrefjaverksmiðju á Sauðárkróki og bílaverksmiðju á Akureyri.

Þorsteinn Briem, 18.11.2009 kl. 15:24

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um hálf milljón gesta kemur árlega í Bláa lónið, þar starfa nú um eitt hundrað manns, og telja má líklegt að jafnmargir myndu fara árlega í Þríhnjúkahelli.

Samtals yrði því aðgangseyrir þar um hálfur milljarður króna á ári, miðað við að hver og einn greiddi eitt þúsund krónur í aðgangseyri, töluvert lægri upphæð en í Bláa lónið.

Og reiknað er með einni milljón erlendra ferðamanna til landsins á ári eftir aðeins sjö ár en nú kemur rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna hingað árlega.

Þorsteinn Briem, 18.11.2009 kl. 17:57

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki á landið að sjálfsögðu að vera eitt kjördæmi.

Þannig á Ásmundur Einar Daðason ekki að sitja á Alþingi núna og það er algjörlega ótækt að atkvæði sumra landsmanna séu tvöfalt meira virði en annarra.

Þorsteinn Briem, 18.11.2009 kl. 18:40

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Líklegast hefur hvergi í heiminum verið eins lítið gert til að handstýra dreifingu byggðar og framleiðslu og í Bandaríkjunum. Hafnarborgirnar á Kyrrahafsströndinni byggðust upp vegna samgangna í vesturátt og borgirnar á austurströndinni vegna samgangna í austurátt.

Landbúnaðurinn og úrvinnsla úr honum byggðist auðvitað upp á sléttunum miklu við miðbik landsins og iðnaðurinn við vötnin miklu og suður af þeim myndaði borgir sem nutu auk þess nálægðar við námur og hráefnisuppsprettur. 

Í Texas risu borgir meðal annars vegna olíulindanna. Á tvö þúsund kílómetra löngu og þúsund kílómetra breiðu belti með Klettafjöllin í miðju eru mjög strjálbýl ríki, sem eru jafnvel strjálbýlli en Ísland. 

Stærsta tekjulind Wyoming, þar sem Yellowstone þjóðgarðurinn er, kemur frá ferðamönnum, rétt eins og gæti orðið á Íslandi. 

En þeir sem hæst hafa sem landsbyggðarunnendur mega ekki til þess hugsa að við tökum íbúa Wyoming sem fyrirmynd. 

Á ég að þurfa að birta virkjanalistann langa einu sinni enn: 

Þessum virkjunum hef ég verið samþykkur:

Andakílsárvirkjun, Múlavirkjun, Mjólkárvirkjun, Blönduvirkjun, Gönguskarðsárvirkjun, Laxárvirkjun, Grímsárvirkjun,  Smyrlabjargaárvirkjun, Búrfellsvirkjun, Sultartangavirkjun, Hauneyjafossvirkjun, Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun, Ljósafossvirkjun, Írafossvirkjun, Kröfluvirkjun, lítilli virkjun í Bjarnarflagi, Nesjavalllavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Svartsengisvirkjun og Reykjanesvirkjun. 

Ég myndi vilja að Skeiðsfossvirkjun og virkjunin við Efra-Fall yrðu lagðar niður eða að minnsta kosti að tryggt yrði nægt rennsli í Soginu fram hjá Steingrímsstöð vegna urriðans í Þingvallavatni. 

Ég berst ekki á móti Hverahlíðarvirkjun eða virkjun í Þrengslunum og er mjög jákvæður gagnvart Búðarhálsvirkjun. 

Vegna þess að hætta er á að jarðvarmavirkjanirnar endist ekki nema í 50 ár vil ég nýja og framsýna og örugga virkjanastefnu í stað óðagots- og skammtímagræðgisstefnunnar sem nú ríkir. 

Það er skondið að þegar maður er að berjast fyrir því að bara eitt horn af Hengils-Hellisheiðarsvæðinu sé þyrmt er það lagt út á þann hátt að maður sé öfgamaður sem sé á móti öllum virkjunum. 

Ómar Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 18:55

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi hugmynd er og verður grín.Það er fráleitt að ætla að kenna hitasvæðið á suðvesturlandi við fjöll.Þetta er flatneskja sem er að mestum hluta undir 400 metra hæð yfir sjávarmáli.Það er líka  hreint rugl að rumpulýðurinn við fúlapytt sé að álykta um þetta svæði sem Reykvíkingar hafa nákvæmlega ekkert með að gera.Þeir eiga ekki einu sinni Bláfjöll sem er þjóðlenda.En frekjann og yfirgangurinn í þesswu pakki sem er búið að setja þjóðina á hausinn á sér engin takmörk.Og að auki er þarna ekkert eldfjall sem hefur gosið síðan land byggðist.Ef hægt er að kalla þetta svæði eldfjallasvæði þá er eins hægt að kalla allt Ísland eldfjall. 

Sigurgeir Jónsson, 18.11.2009 kl. 22:57

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En að sjálfsögðu er það rétt að Vatnajökulsþjóðgarður er ekki síður eldfjallaþjóðgarður en þjóðgarður jökuls og gróðurfars.Í því liggur ekki síst sérstaða þjóðgarðsins.Vonandi kemur góður vegur sem fyrst inn á Öskju-Kverkfjallasvæðið svo ferða menn eigi greiðara aðgengi að svæðinu.Öræfajökull er stærsta eldfjall landsins ekki Þorbjörninn í Grindavík þótt einhverjir Reykvíkingar haldi það og séu að eigna sér hann.

Sigurgeir Jónsson, 18.11.2009 kl. 23:14

16 identicon

Vegna  nr 4 :

 Kristinn 

 Mér er vel ljóst að Reykjavíkurborg á hluta af eog að svæðum sem umrædd
frétt fjallar um en það er ekki nema lítill hluti svæðisins , og þetta
virkar á mig eins og nágranninn sem veður inni næstu lóð til að saga niður
trén sem skyggja á stofugluggann hjá honum, þó svo hann viti vel að nábúinn
sem á lóðina sem tréð stendur á uni sér best í skugga sama trés á heitum
dögum.   Auðvitað læðist líka að manni grunur um að hér sé á ferðini
einhvers konar grænaslímstalibanaáhlaup vegna virkjanahugmynda og svo frv.
, en það  er ekki málið hér, heldur finnst mér  þetta sett fram á nokkuð
hrokafullan hátt sem einhvers konar framkvæmdatillaga sem eigi að
frumhlaupa í , í einum hvelli , (svipað og þegar kvótalögin voru sett á án
nokkurar skynsamlegrar hugsunar ) , ef hugmyndin er virkilega góð , og ég
er ekki að segja að hún ekki geti verið það , þá ætti ekki að vera mikill
vandi fyrir talsmenn hennar að selja öðrum íbúum svæðinsins hana, en til
þess þarf að . Nú og af því að þú minnist á vanræðabarnið OR þá var þeim jú
gert að selja aftur þau lönd sem þeir voru búnir að sölsa undir sig á
skaganum, þá sögu þar ekki að tyggja hér, hún er nógu grátbrosleg samt.

og Ómar :

  Kannski er minnið eitthvað að hrekkja mig, en einhvern veginn finnst mér
ég muna þig sem svarinn andstæðings einhverra af virkjununum í Þjórsá, sem
eru á listanum hjá þér, einhvern tímann á árunum 1968-75 eða svo , hver
þeirra það var það man ég sko ekki en það hafði eitthvað með einhverja
árhólma sem voru í varplönd heiðargæsa og fóru í kaf ,virkjunarandstæðingar
fullyrtu að það yrði til þess að gæsin hætti að verpa hér, stofninn legðist
af o,s,frv, og fluttu meðal annars inn frá Skotlandi að ég held einn helsta
sérfræðing heims ( Peter að fornafni man ekki eftirnafnið) um Heiðargæsir
til að halda fyrirlestra um þessa vá. Ekki var nú samt hlustað á þetta röfl
eins einhver hrokagikkurin í hópi virkjunarsinnia kallaði það, hólmunum var
drekkt hvað sem allri Heiðagæs leið, resultið varð svo það að örfoka svæðin
umhverfis uppistöðulónið  grænkuðu, Heiðagæsin gaf skít í alla skoska
sérfræðinga hélt áfram að koma, og fann sér ný varplönd á   bökkum
uppistöðulónsins , og verpir þar enn eftir því sem ég best veit.  

 Hitt er svo annað mál persónulega finnst mér að það sénú kannski orðið
tímabært að slá aðeins af í jarðvarmavirkjununum, a.m.k. þar til við vitum
meira um endingu þeirra o.s.frv, og eins um hvort þetta tal um djúpboranir sem gætu tífaldað afl núverandi virkjana var bara píp (eða pípudraumar ), en ég er einnig á því að rétt sé að klára þær ramkvæmdir sem eru komnar á stað í einhverjum umtalsverðum mæli, þ.e. svo g noti myndlíkingu,  stíga létt á og rólega á bremsuna en ekki negla niður og fá næsta bíl á eftir í rassinn.Nú ef það er, sem manni sýnist stundum að við séum að verða búnir með all góða virkunarkosti okkar í hefðbundnum skilningi , þá verðum við náttúrulega að hugsa dæmið upp á nýtt, t.d. virkja Íslandslægðina eða byggja kjarnakljúfa eða hvað ? ef við ætlum að hanga í þessum stórorkubísniss, eða finna okkur eitthvað annað til að hafa fyrir stafni, og ekki minnast á ferðamenn, það er deyjandi útgerð í dag , kolefnisskattar og kolefniskvótar og lík fyrirbæri eiga efir stúta þeim bransa innan fárra , því flugtraffik er einn aðalskúrkurinn í co2-dæminu og sá sem er erfiðast að eiga við með tæknilegum aðferðum, eina ráðið til að minnka þar er að grounda farkostina, dem í okkar tilfelli þýðir námast 0 ferðamenn.

Bjössi (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 23:44

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Helmingurinn af þessum pistli þínum, Bjössi, er fullkomið rugl, þetta með heiðargæsina.

Það stóð til að sökkva Þjórsárverum en hefur ekki enn orðið af því. Ég flutti fréttir af öllum virkjununum sem komnar eru í Þjórsá og Tungnaá á óhlutdrægan hátt þótt ég væri fylgjandi þeim og engin af þeim snerti svo mikið sem eina heiðagæs.

Ómar Ragnarsson, 19.11.2009 kl. 00:24

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis og nú einn af hluthöfum Morgunblaðsins, á lögheimili í Barðstúni 7 á Akureyri, sem er ekki á höfuðborgarsvæðinu.


"Þegar Kaupþing rúllaði yfir s.l. haust var þar um að ræða þriðja stærsta gjaldþrot heimsins frá árinu 1920. Jón Gunnar Jónsson bankamaður kom inn á þetta í Silfri Egils á sunnudag. Raunar fylgdi það sögunni að gjaldþrot Glitnis væri hið fimmta stærsta í sögunni.

Jón Gunnar hefur upplýsingar sínar úr sérstakri skýrslu matsfyrirtækisins Moody's um gjaldþrot í heiminum á síðasta ári en skýrslan kom út fyrr í vetur. [...]

Stærð gjaldþrots Kaupþings er metin á rúmlega 20 milljarða dollara hjá Moody's, eða um 2.600 milljarða króna. Og gjaldþrot Glitnis er metið litlu minna, eða upp á 18,7 milljarða dollara. [Um 2.300 milljarða króna.]

Gjaldþrot Glitnis fimmta stærsta bankagjaldþrot heimsins


Íslenska ríkið greiðir 85 milljarða króna fyrir 75% hlut í Glitni

Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, og allir landsmenn, eiga að sjálfsögðu allar þjóðlendur landsins.

Þjóðlendur - Kort


Og allir landsmenn, hvar sem þeir búa á landinu, eiga allan óveiddan fisk á öllum Íslandsmiðum, samkvæmt landslögum.


Þorsteinn Már Baldvinsson getur að sjálfsögðu keypt aflakvóta árlega af íslenska ríkinu, rétt eins og aðrir sem stunda hér fiskveiðar, enda á hann til þess fiskiskipin. Og sjávarútvegsráðherra úthlutar nú öllum aflakvótum árlega fyrir hönd ríkisins.

Útgerðarmaðurinn Þorsteinn Már Baldvinsson skattakóngur Íslands árið 2009


Bláfjallafólkvangur -
"Þríhnúkar tilheyra Bláfjallafólkvangi en til hans var stofnað með friðlýsingu árið 1973. Alls 13 sveitarfélög á suðvesturhorni landsins eiga aðild að rekstri fólkvangsins. [...] Sjálfur Þríhnúkagígur er í lögsögu Kópavogs."

"Bláfjöll eru fjallaklasi sem rís hæst 685 metra yfir sjávarmál og er vinsælt útivistarsvæði með góðri aðstöðu fyrir skíðafólk."

Bláfjallafólkvangur - Kort


Reykjanesfólkvangur
- "Mikið er um jarðhitasvæði og margs konar náttúruminjar innan fólkvangsins. Eldfjöll eru mörg, einkum lágar hraundyngjur og gossprungur. Móbergsfjöll og stapar í óteljandi myndum er einkennandi fyrir landslag á svæðinu."

Reykjanesfólkvangur - Kort


Höfuðborgarsvæðið - Kort


Höfuðborgarsvæðið - Sveitarfélög - Kort


Landnám Ingólfs
Arnarsonar náði frá Ölfusá að Hvalfirði - "Jarðfræðilega er Reykjanesskagi allt svæðið austur að Ölfusá, Sogi, Þingvöllum og í Hvalfjarðarbotn."

Reykjanesskagi - Wikipedia


Reykjanesskagi
dregur nafn sitt af Reykjanesi sem er á suðvesturhorni skagans. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land.

Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins. Einkennandi fyrir landslagið á Reykjanesskaga er bergið, gígar, gígaraðir og dyngjur."


Jarðfræði Reykjanesskagans


Jarðfræði Reykjanesskagans - Kort

Þorsteinn Briem, 19.11.2009 kl. 04:17

20 identicon

http://www.grindavik.is/gogn/Aulindastefna_Grindavikurbajar_-_2009_-_pdf.pdf

Skoðaðu 2. lið í þessari stefnu Grindavíkurbæjar sem var kynnt fyrr á þessu ári, neðstu málsgreinina. 

Borgarstjórn á að vera með upplýsingar um þessa vinnu sem Grindavíkurbær er búinn að láta vinna og því einkennilegt að það eigi að fara í að vinna sama efnið tvisvar sinnum!  Þeir geta bara keypt skýrsluna af Grindavíkurbæ í stað þess að borga rágjafafyrirtæki fyrir copy paste vinnu.

Kveðja, Gunnar Már

Gunnar Már (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband