Skelfilegir bíladellufélagar.

Það er ekki skemmtileg lesningu að finna í fjölmiðlum um bílaáhuga nokkurra af verst þokkuðu mönnum í veraldarsögunni, svo sem Adolf Hitler, Idi Amin, Jósef Stalín og John Dillinger. 

250px-Mercedes-Benz_770

Mercedes-Benz verksmiðjurnar framleiddu alls 110 stykki af Grosser Mercedes 770 K og 88 eintök af Grosser Mercedes II og lét Adolf Htler taka sjö bíla af þessari gerð frá handa sér.

Það er skýringin á því að einn var til sölu á safni í Kanada árið 2000 en salan varð svo illa þokkuð að hætt var við hana.

Annað eintak, sem fannst í Austurríki, hefur nú verið selt rússneskum auðkýfingi eins og sjá má í fréttinni sem þessi pistill er tengdur við.

Hitler lét raunar gera sex hjóla Mercedesbíla fyrir sig, að sögn til að komast um illfærar götur borga, sem voru í rústum eftir loftárásir. Er þó ekki vitað til þess að hann hafi, eins og Churchill, farið í eina einustu heimsókn eftir loftárás til að votta fólki samúð sína.

g4leader

Hitler var bíladellugaur og lét Ferdiand Porsche stela hugverki Tékkans Hans Ledvinka til að hanna Volkswagen, bíl sem átti að verða einfaldur og ódýr svo að allir gættu eignast hann, geta rúmað hjón með þrjú börn og náð 100 kílómetra hraða á hraðbrautum.

Porsche leist ekki á þetta og hafði áhyggjur af stuldinum en Hitler fullvisssaði hann um það að hann myndi leysa málið farsællega. Það gerði hann með því að hertaka Tékkóslóvakíu !

Eftir stríð urðu Þjóðverjar að greiða Tékkum bætur vegna þessa.  

250px-1970_Citroen_SM

Idi Amin var mikill bíladellukarl og hafði að mínu mati betri smekk en Hitler, því að bílar af gerðinni Citroen SM voru í svo miklu uppáhaldi hjá honum að hann krækti sér í nokkra þeirra.

Citroen SM var á sínum tíma í algerum sérflokki í heiminum hvað snerti þægindi, sportlega aksturseiginleika, tækni, hemlun og hönnun.

John Dillinger stórglæpamaður, þjóðaróvinur númer eitt í Bandaríkjunum, varð einna fyrstur til að taka nýja átta gata Fordinn, Ford B, í akstursprófun og gekk fram af fólki með því að senda niðurstöðu sína bréflega til Henry Ford þar sem hann þakkaði Ford fyrir það að framleiða svona kraftmikinn og léttan bíl til hagsbóta fyrir glæpamenn á flótta undan löggunni. 

Leoníd Breznef var bíladellukarl og kunni að meta það þegar Nixon lét færa honum bíl að gjöf.250px-opel-kadett-1936.jpg

120px-moskvitch_400

Jósef Stalín skipti sér af smáu og stóru og ekki alltaf til góðs. Þegar Rússar hirtu færibönd Opel verksmiðjanna í Þýskalandi í stríðslok og fluttu þau til Rússlands hófu þeir framleiðslu á Opel Kadett þar og nefndu hann Moskvitch. 

Kadettinn var með tvennar dyr en Stalín heimtaði að hurðirnar yrðu fjórar.

Við það varð bíllinn svo veikur um miðjuna að hurðirnar fóru strax að skrölta illilega og auk þess var alveg sérstaklega erfitt að setjast inn í þennan bíl, hvort sem var að aftan eða framan eins og Íslendingar ættu að muna flestum þjóðum fremur, því að þessir bílar voru fluttir hingað til lands á tímabili.

Það róar mig þó í þessum skelfilega ofangreinda félagsskap að eiga marga ágæta bíladellufélaga.  

250px-Fiat500topolino

 

Jay Leno er forfallinn bíladellukarl og á flott bílasafn, meðal annars Fiat Topolino sem ég öfunda hann mjög af.  

Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti var smekkmaður á bíla og varð svo hrifinn af hönnun Ford 1937 að hann fékk sér strax einn þeirra til einkanota á búgarði sínum, Warm Springs. Innfelld ljósin á frambrettunum á þessum bíl voru þremur árum á undan keppinautunum. 250px-1937_ford_v8_convertible.jpg

Ford skaffaði Bandaríkjaforsetum viðhafnarbíla þeirra og þess vegna var bíllinn, sem Kennedy var skotinn til bana í, af gerðinni Lincoln Continental.

Þegar sá bíll kom fram 1961 var hann með merkari lúxusbílum þess tíma vegna smekklegrar hönnunar og gæðavinnubragða.  

Putin, forsætisráðherra Rússlands, heldur mikið upp á fyrstu gerðina af Volgu, sem hann á og getur að mínum dómi verið býsna ánægður með, því að þessir bílar voru sterkbyggðir og háir frá vegi og hentuðu ekki síður vel á vondum íslenskum vegum en rússneskum.  

250px-Beroun,_DOD_Probotrans,_Exponát_Volha_M_21

Núverandi forsetabíll okkar er að sönnu frábær bíll en því miður bera kaupin á honum merki um vissa hræsni eða skort á upplýsingum, sem ég skal kannski útskýra síðar í hverju felst að mínum dómi.  

 

 

120px-Moskvitch_400
mbl.is Keypti bifreið Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega ótengt þessari færslu hjá þér, en Guðmundur Gunnarsson var með góða upptalningu á helstu virkjunarkostum sem menn hafa verið að hugleiða:

http://gudmundur.eyjan.is/2009/11/virkjanakostir.html

mér svelgdist á við að lesa þetta. Þetta eru mörg þau svæði sem ég hef farið um og hef talið vera þvílíkar náttúruperlur.  Það væri gott að fá þitt álit á hverjum og einum af þessum virkjanakostum.

Jonni (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 00:06

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Dolli var svo hugfanginn af herskipum, frekar en ljótum kafbátum, að í stað þess að smíða hundruðir U-kafbáta handa Doenitch vildi hann smíða stórt herskip. Bismarch varð til. Nokkrar vikur liðu. Bandamenn höfðu ekki bara hakkað Enigma, heldur höfðu Bretar yfir að Ráða nýrri tækni. Radar, sem leyfði þeim að sjá kafbátana í myrkri. Lengi vel höfðu Bretar bæðu radarinn og vitnskjuna um Enigma kóðunina. En Atlantshafið er stórt og það var ekki fyrr enn Kanninn kom með sem U-bátarnir voru endanæega yfirbugaðir. Hið stóra skip Dolla var skotið í kaf á N-Atlantshafi. það var aldrei spurning um hvort heldur hvenær.

Brjánn Guðjónsson, 24.11.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hitler var aldrei hrifinn af flotanum, hugnaðist betur landherinn og brynsveitirnar. Líkurnar á því að hægfara tvíþekja hitti stýrið á Bismarck með sprengju voru nánast engar, en þessi ótrúlega tilviljun olli því að skipið slapp ekki undan eftirförinni.

Athuga ber að Bismarck var hraðskreiðara en eftirfararskipin og átti skammt eftir inn á svæði þar sem Þjóðverjar gátu látið flugher sinn koma til skjalanna frá flugvöllum í Frakklandi.

Hitt er rétt að á útmánuðum 1943 var ekki annað að sjá en að Þjóðverjar væru að vinna orrustuna um Atlantshaf.

Þá stefndi í að þeir myndu sökkva fjórfalt fleiri skipum en 1941, allt að sjö milljónum brúttólesta að stærð, svelta Breta til hlýðni og koma í veg fyrir innrás í Frakkland árið eftir.

Í mars misstu Þjóðverjar aðeins einn kafbát af 116. En þá sneri ný tækni Bandamanna af ýmsum toga dæminu algerlega við.

Sú tækni og hinar nýju langdrægu flugvélar hefðu ekki komist fyrr á koppinn og því má færa að því rök að hefði Hitler gert sér fyrr grein fyrir hinum miklu möguleikum sem yfirráð hans yfir allri strandlengju Evrópu gáfu og lagt strax meiri áherslu á kafbátaframleiðslu, hefði það getað breytt ýmsu.

Ef Bismarck hefði komist í höfn hefðu líklega beðið hans svipuð örlög og Tirpitz að geta lítt aðhafst.

Þó má geta þess að ÞJóðverjum tókst með "Channel Dash", ævintýralegri hraðsiglingu Sharnhorst og Gneisenau um Ermasund, að forða þeim skipum frá Brest austur til Kielar.

Ómar Ragnarsson, 24.11.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smá ónákvæmni. Ásamt Sharnhorst og Gneisenau tók Prinz Eugen, sem hafði verið samferða Bismarck í síðustu förinni, þátt í "Sundsprettinum" (Channel Dahsh) 11. febrúar 1943 og komust skipin öll til Wilhelmshaven.

Bretar fóru hrakfarir í að reyna að stöðva herskipin og misstu hvorki meira né minna en 42 flugvélar.

Ómar Ragnarsson, 24.11.2009 kl. 12:14

5 identicon

Varðandi Bismark: Fyrir um 30 árum las ég sögu eins af yfirmönnum Bismarks. Hann heldur því fram að til þess að stórlaskað skipið lenti ekki í höndum bandamanna (vegna krómnikkel málmblöndunar sem var í því, upphafið að byltingu á því sviði), hafi botnlokar verið opnaðir. Bretar þrættu alltaf fyrir þetta þó að atburðarrás bardagans hafi ávallt stemmt við þessa lýsingu. Nú, fyrir nokkrum árum fannst Bismark á hafsbotni og frásögnin var STAÐFEST.

Í bókinni (sem ég las í íslenskri þýðingu en man ekki nafnið á, sem er leitt, því hún er afar nákvæm í lýsingum og vel skrifuð ) var einhver hrikalegasta ljósmynd sem ég hef séð, þegar Hood sprakk í loft upp. Bókin lýsir því einnig hvernig það bar að, tundurskeyti sem hitti vopnabúrið minnir mig, en brynvörn Hood var illa hönnuð þó víða væri hún afar þykk.

Ragnar (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 13:49

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ragnar; ég tel að þú sért að tala um bókina "Að sigra eða deyja". Það var fallbyssusprengikúla sem fór niður í gegnum þilfarið sem grandaði Hood.

Þilfarið í Hood var illa brynvarið, Bretum var þetta ljóst, það hafði staðið til að lagfæra þennan ágalla, en var dregið því Hood, sem var stolt flotans, var á sífelldum "sýningaferðum" til að sýna mátt flotans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.11.2009 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband