25.11.2009 | 14:52
Til þess var Obama kosinn.
Það hefði orðið hlálegt ef Obama Bandaríkjaforseti hefði ekki látið sjá sig á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eftir að hann hafði farið sérstaka og mislukkaða ferð þangað fyrir heimaborg sína fyrr í haust til að krækja í Ólympíuleika fyrir hana.
Obama var kjörinn sem valdamesti maður heims til að sinna helstu vandamálum heims og gera þau að minnsta kosti jafnmikilvæg í hans huga og kjördæmispot heima fyrir.
Í Kaupmannahöfn verður viðhöfð heilmkil talnaleikfimi þegar tekist verður á um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og ég fékk svona smá forsmekk af hluta hennar í morgun.
Það var þegar ég átti skemmtilegt tal við sendiherra Indlands á Íslandi, einstaklega fróðleiksfúsan og aðalaðandi mann.
Þegar talið barst að aðgerðum fyrir lofthjúpinn og þátt þjóða heim í þeim varð hinn mikli og sívaxandi skerfur Indverja í lofmengun heims að umræðuefni.
Sendiherrann viðurkenndi fúslega skyldu þjóðar sinnar í þeim efnum en benti jafnframt á að í svona rökræðu við vestrænan mann mætti það alveg koma fram að hver Indverji sendi sexfalt minna magn af gróðurhúsalofttegundum út í heiminn en gerðist hjá okkur.
Já, við erum á svipuðu róli og Bandaríkjamenn sem eru 5% mannkyns en menga 25%.
Ég horfði á Indverjann og bílaumferðina sem þaut framhjá okkur með mest mengandi bílaflota nokkurrar þjóðar í Evrópu og talið um þetta efni varð ekki mikið lengra.
Það beindist meðal annars að því að í samstarfi við Indverja er vonast til að framleiðsla indverskt ættaðra rafmagnsbíla, sem um ræði, nýti jarðvarmaorkuna fimmfalt betur en aðrir kaupendur orkunnar.
Ástæðan er sú að 85% orkunnar fer nú í formi gufu út í loftið, en hin indverskættaða framleiðsla mun nota afgangsgufuna á þann hátt að í stað þess að þurfa 250 megavött þarf aðeins 50.
Þannig hrúgast upp möguleikar til skynsamlegri nýtingar þessarar orku á annan hátt en þann að ráðstafa henni mestallri til eins kaupanda og eiga jafnvel ekki til næga orku handa honum.
Obama ætlar til Kaupmannahafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar,heldur þú virkilega að við björgum heiminum með því að skipta yfir í rafmagnsbíla ? Og hvað segja nýjustu fréttir;Jörðin að kólna. Þú ættir að kíkja við í Kaíro. Þar eru 17 milljónir íbúa og eflaust ca 10 milljón bíla. Maður verður ekkert sérstaklega var við loftmengun,eiginlega ekkert. Þar getur orðið verulega heitt á sumrin 35-40 stig. En vandamálið þar er helst að loftkælingin, sem er nauðsynleg þegar heitast er,skilar ennþá meiri hita út í andrúmsloftið. Getum við lækkað hitann í þeirri ágætu borg?
Sigurður Ingólfsson, 25.11.2009 kl. 15:52
Olíufyrirtækin munu aldrei leyfa rafmagnsbílum að vera aðalfaratæki framtíðarinnar það er bara þannig
CrazyGuy (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 16:06
Nú er spurning hvernig samkundan tekur á ótrúlegum uppljóstrunum um fráleit vinnubrögð margra loftlagsvísindamanna eftir birtingu hundruða tölvupósta sem afhjúpa margt undarlegt.
ClimateGate totally ignored by all major news stations except Fox News. NYT refuses to print emails.
Ekki farið mikið fyrir umfjöllun um fíaskóið í hérlendum fjölmiðlum...undarlegt nokk.
SeeingRed, 25.11.2009 kl. 16:33
Smá leiðrétting. Meðalhitastig tveggja heitustu mánuðinna í Kaíro er 34 ° sem er ekki slæmt. Einstaka dag nálgast hitinn 40° Nákvæma tölu bíla hef ég ekki, en umferðin þarna er áreiðanlega sú mesta í nokkurri borg. Og umferð gangandi fólks ! Ótrúlegt að sjá tugi og jafnvel hundruði manna skáskjótast á milli fjögurra raða af bílum sem eru kannski á þriggja akreina götu og þeir eru ekki endilega kyrrstæðir. Vandamálin hér eru smávægileg. Kveðja
Sigurður Ingólfsson, 25.11.2009 kl. 17:24
Bandaríkjamenn streittust lengi gegn því að lofthjúpurinn væri að hitna. Eðlilega, engir hafa eins mikinn hag af því að halda öllu óbreyttu.
Halda menn virkilega að þeir hafi nú gefist upp að óþörfu? Er það bara spuni að síðasti áratugur sé hinn hlýjasti í 150 ár?
Er það bara blekking þegar maður horfir á það með eigin augum hvernig allir íslensku jöklarnir skreppa saman ár eftir ár?
Er það bara fölsun að Grænlandsjökull minnki meira en menn vita dæmi til um áður?
Er verið að ljúga fréttum um að ísinn í Íshafinu fari minnkandi og að skipaumferð aukist um þær slóðir af þeim völdum?
Er það einhver ímyndun fólksins á Maldivieyjum hvernig yfirborð sjávar hækkar þar?
Ykkar svar virðist vera það að þetta sé allt lygi og ímyndun. Að Bandaríkjaforseti auglýsi mjög harkalegar aðgerðir bara si svona út í loftið. Mikil er trú ykkar.
Ómar Ragnarsson, 25.11.2009 kl. 21:45
Einar Sveinbjörnsson skrifaði nýlega mjög skynsamlega um þessa kólnunarvitleysu
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:44
Hlýnunin er raunveruleg, spurningin er hvort að hlutur mannkyns í því er ýktur á kostnað nátturúlegra sveiflna sem eru ekki nýtt fyrirbrigði, gosvirkini sólar og fleyra.
Það verður fróðlegt að fylgjast með rannsókn á innihaldi tölvupóstana vandræðalegu og uppákomunni allri, gæti orðið ansi erfitt að réttlæta margt sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum og bloggum af innihaldi sumra þeirra. Greinilega samt búið að setja allt á fullt til að reyna að lágmarka skaðann, en það er dagljóst orðið að vísindin hafa beðið svakalegan hnekki og vekur spurningar um ástandið á öðrum sviðum vísindanna, sérstaklega hefur maður illan og rökstuddan grun um álíka vafasöm vinnubrögð í lyfjaiðnaðinum.
SeeingRed, 26.11.2009 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.