27.11.2009 | 10:12
Henry markið verst ?
Þegar "handboltamörkin" fimm, sem nú eru í umferð á netinu, eru skoðuð sýnist síðasta markið, mark Thierry Henrys vera einna grófast því að án þess að nota höndina var greinilega ekki möguleiki fyrir hann að koma boltanum frá sér eins og hann gerði.
Í hinum tilfellunum virðist það vera miklu nær lagi að hægt hefði verið að komast hjá því að nota höndina og það er alveg sama hvað maður skoðar mark Maradona oft, það mark var út af fyrir sig gargandi snilld þótt ólöglegt væri.
Og einleiksmark hans í sama leik er náttúrulega fótboltamark allra tíma. Þegar menn velta því fyrir sér hvot hann eða Pele hafi verið besti knattspyrnumaður allra tíma vegur frammistaða Maradona í heimsmeistarakeppninni 1986 þungt, því að fágætt er að einn knattspyrnumaður hafi verið jafn ómissandi fyrir nokkurt knattspyrnulið.
Án hans hefðu Argentínumenn ekki átt möguleika 1986.
Fimm bestu handboltamörkin (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maradona stærsta stund,
stökk þar upp með Guðs síns mund,
argentínsku amfetamíni,
og afturenda af dönsku svíni.
Þorsteinn Briem, 27.11.2009 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.