Leirfinnur og Geirfinnur voru verri.

Stytta, sem fékk viðurnefnið Leirfinnur og lögreglan lét gera og átti að sýna morðingja Geirfinns Einarssonar og ljósmynd af honum sjálfum sem lögreglan lét birta hljóta að hafa verið verri en myndin sem birt hefur verið af meintum morðingja í Bólivíu. 

Styttan af Leirfinni varð til þess að saklaus maður var handtekinn og haldið í fangelsi við illan kost í sex vikur ef ég man rétt og hefur aldrei jafnað sig síðan. 

Ljósmyndin sem birt var af Geirfinni sjálfum var gömul og hann hafði breyst allmikið síðan hún var tekin. 

Geirfinns- og Guðmundarmálin voru ekki aðeins stærsta sakamál síðustu alda á Íslandi, heldur mesta klúðrið að mínum dómi. 

Þegar þau eru borin saman við morðið á Gunnari Tryggvasyni þar sem hinn ákærði var réttilega sýknaður, kemur himinhrópandi munur í ljós.

Í því máli voru fyrir hendi lík og morðvopn sem fannst í vörslu ákærða og hann hafði sannanlega stolið frá velgjörðarmanni sínum. 

Auk sér var hægt að færa líkur að ástæðu til morðsins. 

En ákærði neitaði staðfastlega og nýleg umfjöllun í Fréttaaukanum hefur aukið líkurnar á því að hann hafi verið saklaus þótt málið liti ekki vel út hvað hann snerti. 

Ég vona bara að handtaka meints morðingja í Bólivíu leiði ekki af sér svipuð dómsmorð og kveðin voru hér upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 

Staðreyndin er sú að leyndur draumur minn um fréttauppistand aldarinnar getur enn ræst. 

Hann er þessi:

Ég stend í beinni útsendingu fyrir framan sjónvarpskvikmyndatökuvélina í Leifsstöð þegar tveir menn koma ásamt fleiri komufarþegum í áttiina til mín.

Þegar ganga til mín til að heilsa mér, því að þeir þekkja mig frá fornu fari, segi ég í sjónvarpsvélina: "Góðir sjónvarpsáhorfendur. Við erum vitni að merkum atburði. Koma þeir ekki til mín hér þeir félagarnir Guðmundur og Geirfinnur."

Sný mér síðan að þeim og segi: "Gaman að sjá ykkur aftur eftir öll þessi ár, strákar. Hvar hafið þið verið?"

Þessi draumur er ekki út í hött. Ég veit ekki betur en Íslendingur sem hafði verið úrskurðaður látinn hér um árið hafi komið til landsins sprelllifandi mörgum árum síðar. 

 


mbl.is Versta sakamannateikning í heimi bar árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.2.2003: "Umræða um mannshvörf skýtur af og til upp kollinum. Nokkur fjöldi slíkra mála er óupplýstur og að baki hverju ólýsanlegur harmleikur.

Í nóvember 1999 lagði undirritaður fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra um fjölda óupplýstra mannshvarfa, ef frá eru taldir þeir sem farist hafa við störf á sjó, síðan 1944 og sundurliðað eftir áratugum þegar fólkið hvarf. Á daginn kom að á árabilinu 1944-1999 voru þau talin vera 42. [Um eitt á ári, að meðaltali.]"

Óupplýst mannshvörf

Þorsteinn Briem, 26.11.2009 kl. 15:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Leirfinnur var líklegast hann Jón Grímson frændi minn. Hann hringdi í hafnarskálanum þetta umrætt kvöld og ekki um marga aðra að ræða. Hann var á leið upp í Sigöldu að vinna. Hann segir frá þessu í bók, sem Reynir Traustason skráði á sínum tíma.

Myndin líkist honum ekkert, enda var listakonunni leiðbeint með þetta mjög kyrfilega af lögreglumanni, sem ekki náttúrlega ekki sjónarvottur. Sá hafði næsta víst einhvern í huga allan tímann.

Jón þessi var sonur Gríms Jónsonar, sem þú kannski manst eftir í flugturninum á Ísafirði.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband