27.11.2009 | 12:15
Sjómenn bjuggu við verri kjör.
Sjómannasamningar gera það að verkum að gengisbreytingar hitta þá sérstaklega fyrir.
Á þeim árum þegar krónan var allt of hátt skrifuð í "gróðæris"vitleysunni versnuðu því kjör sjómanna á sama tíma og kjör annarra bötnuðu.
Það er því skiljanlegt að sjómönnum finnist það hart að þegar þeir fái nú loks uppbót á kjaraskerðinguna sem þeir urðu að hlíta gagnstætt flestum öðrum, skuli vera tekinn af þeim sjómannaafslátturinn.
En þá er á þrennt að líta.
1. Gengi krónunnar hefur lækkað miklu meira en það hækkaði á gróðæristímanum og meðan krónan er svona lágt skráð, sem gæti orðið næstu 2-3 árin að minnsta kosti, gerir það meira en að bæta sjómönnum upp skerðinguna frá fyrri árum.
2. Kjör annarra stétta, þar sem fólk þarf að vera erlendis, til dæmis í fluginu, eru samningsatriði þeirra og vinnuveitenda þeirra og enginn afsláttur veittur af ríkisins hálfu þess vegna.
Af hverju er ekki flugfreyjuafsláttur? Flugmannaafsláttur?
Tæknilegar aðstæður eru líka breyttar. Sjómenn sáu fyrr á tíð ekki sjónvarp og urðu af ýmis konar þjónustu ríkisins vegna fjarlægðar sinnar frá henni. Þeir tímar eru liðnir.
Ríkið heldur þar að auki uppi öryggisþjónustu í formi landhelgisgæslu sem kemur sjómönnum til góða umfram flesta aðra. Það er hins vegar slæmt hvaða áhættu menn taka nú með því að veikja þessa þjónustu á hættulegan hátt.
Erfitt er að sjá sanngirni í því að sjómenn sem vinna á hafnsögubátum og skipum sem sigla alla tíð uppi við landsteina eigi að fá sérstakan afslátt hjá ríkinu.
3. Það er erfitt fyrir þjóðfélagshópa að færast undan því að taka á sig hluta af þeim byrðum sem þjóðin verður að bera vegna hrunsins, ekki hvað síst þá hópa sem hafa grætt á hruni krónunnar. Útgerðarmenn eiga nú léttara, gengis krónunnar vegna, að greiða sjómönnum það sem þeim ber.
P. S.
Vegna ýmissa ummæla sem fallið hafa í athugasemdum við þennan pistil ætla ég að bæta því við tveimur dögum síðar, að það er slæmt að þessi svonefndi "afsláttur" skuli vera nefndur "sjómannaafsláttur", því að upphaflega var hann settur á til að leysa kjaradeilu og létta undir með útgerðarmönnum.
Fyrir bragðið gátu þeir borgað sjómönnum lægri laun en ella.
Þessi afsláttur ætti því að heita "útgerðarmannaafsláttur" og umræðan um hann að vera á þeim nótum.
Sjómenn búa við betri kjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Talandi um sanngirni þá held ég það væri mjög sterkur leikur hjá Steingrími að taka nú af einhvern bitling þingmanna og ráðherra sem a.m.k. samsvarar afnámi sjómanna afsláttarins.
Tóti (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:27
Fyrst útgerðarmenn hafa efni á að kaupa stóran hlut í Mogganum eftir að hafa gert Glitni gjaldþrota upp á nokkur þúsund milljarða króna hljóta þeir einnig að hafa efni á að greiða sjómönnum hærri laun sem nemur sjómannaafslættinum, sem er að meðaltali 16 þúsund krónur á mánuði.
Þorsteinn Briem, 27.11.2009 kl. 12:40
Ég er svo sannarlega sammála ykkur báðum .Sjómennska í dag er eins og að vera á 5 stjörnu hóteli .Ljósalampar og æfingasalir ,lúxusfæði o.fl.Og allt það sem þeir flytja með sér heim , í búið ,sjómennirnir.Það hef ég séð fyrir c.a. 20 árum, ísskápar ,þvottavélar ,sjónvörp o.fl.
Það voru aðrir tímar þega pabbi minn f.1913 stundaði sjómennsku í kulda og vosbúð , í "den".
Þá mega þingmenn sleppa ýmsu og ráðherrar aka sjálfir á EIGIN bílum . Þar þarf sko að taka til !
Kristín (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:41
Ómar, væri ekki rétt að hugsa áður en er skrifað? Það sem er óréttlátt við sjómannaafsláttinn er að það skuli vera RÍKIÐ sem greiðir hann en ekki útgerðin sem væri alveg sanngjarnara en allt sem sanngjarnt er. Á einum vinnustað sem ég var á eftir að ég kom í land, ég hefði náttúrulega EKKI farið í land ef ég hefði haft það ROSALEGA gott á sjónum, var mikið talað um það hvað sjómenn hefðu góð laun og hefðu það bara rosalega gott. Mér blöskraði þessi umræða og bauð öllum sem vildu að útvega þeim "túr" á togara, það er skemmst frá því að segja að það var aðeins EINN af 26 manna hóp sem þáði boðið og þegar hann kom aftur sagði hann: "Ég kem aldrei til með að tala um það aftur að sjómenn hafi góð laun".
Jóhann Elíasson, 27.11.2009 kl. 12:48
Því miður Ómar minn hefur þú ekki rétt fyrir þér því það eru enþá fjölmörg skip á þessu landi sem ekki eru með sjónvarp eða innternet og eina sem þeir hafa er rás 1 í útvarpið og mjög mörg skip eru mjög gömul frá því 1970 og fyrr og aðstaðan batnað í sumum skipum aðeins með betri vinnuaðstæðum og betri dýnum til að sofa á. því er fjarri að segja að sjómenn hafi það svo gott þarna úti. unnið er stundum í þannig veðrum sem er ekki boðleg fólki og mikil hætta er um borð.
Sú þjónusta sem þyrlurnar bjóða uppá er góð, en hefur í mörgum tilefnum ekki náð til sjómanna mjög mörg dæmi eru um að skip hafa þurft að sigla langa leið í land með slasaðan mann því ekki talið nauðsinlegt sækja hann með þyrlu. þessar þyrlur eru samt sendar tafalaust út ef eitthvað kemur fyrir í landi og eru ófáar fréttir af því að fólk sé sótt um allt land en lítið um flug út á sjó til að sækja slasaða sjómenn
menn hafa meirasegja þurft að klára heilu túrana sárþjáðir í klefa sínum.
Er samt allveg sammála því að það eru ekki allir sem eiga að fá að njóta þessara kjarra og ætti frekkar að vinna betur í þeim málum
skattbyrðin á sjómenn eru orðinn allveg nóg nú þegar eftir skattbreytingarnar því ef sjómaður fer yfir 600 á mánuði þá fær hann í sinn vasa einungis 35 þús af hverjum 100 þús. kalli sem hann vinur sér inn umfram 600 þús og það er ekki mikið hvetjandi að fara yfir þær tekjur.
Guðbjörn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:56
Ég átti við Ómar og Tóta , þegar ég skrifaði , BÁÐUM .
Kristín (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:07
Ekki sé ég nein betri kjör í dag að sjómenn starfi að heiman 10-11 mánuði á ári án þess að þeim sé á einhvern hátt bætt fjarveran frá fjölskyldunni. Ferðarisnur eru vel þekktar meðal allra annarra stétta og þykir sjálfsagt, svo að afnema styrk upp á nokkrar krónur til þeirra er nenna að afla gjaldeyris og tekna fyrir þjóðina eru landráð.
Hvað er fólk að rugla saman úgerðarmönnum og sjómönnum. Það er þvæla, þó svo að stundum sé það ein og sama persónan. Það er einungis brotabrot af sjómönnum í heild.
nicejerk (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:22
Það skiptir engu máli í þessu sambandi hvort sjómenn fá góð eða léleg laun, og hvort þeir geta séð sjónvarpið úti á sjó eða ekki.
Sjálfur hef ég verið á togara, línu- og netabátum, og unnið í rækjuverksmiðju, frystihúsi og saltfiski, þar sem launin eru í mörgum tilfellum miklu lægri en úti á sjó.
Það er ekkert erfiðara að vera sjómaður en að vinna mörg erfið störf í landi, til dæmis að grafa skurði í bæjarvinnu allan daginn og sveitastörf sem ég vann í áratug allan daginn og alla daga.
Ekki var hægt að ná sjónvarpsútsendingum fyrstu árin sem ég bjó í sveit og þannig hefur það alltaf verið í sumum sveitum.
Útgerðin á að sjálfsögðu sjálf að greiða öll laun sjómanna og hún hefur vel efni á því, í stað þess að láta ríkið niðurgreiða launin og halda því svo fram erlendis að hún fái hér enga ríkisstyrki.
Þorsteinn Briem, 27.11.2009 kl. 13:51
það er flott að vera með flugfreyju og flugmanna afslátt, en þá ættu þau líka að borga bensín á vélina, og þeir sem að vinna td. í álverinu ættu þá að borga rafmagnsreikingin, rétt eins og sjómenn borga olíu á dallana og í sumum tilfellum kvóta
B Karlsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:27
Þessi sjómannaafsláttur sem er í raun niðurgreiðsla á launum gagnvart útgerðinni- er arfur frá löngu liðinni tíð.
Frá þeim tíma er ríkið ákvað fiskverð til sjómanna og útgerða. Þ.e ákvarðaði hagnað útgerðanna og í raun laun sjómanna. Þá og um tíðina meðan þetta var svona þá blönduðust svona póstar sem skattaafsláttur inní kjörin .
Á árunum milli 1950-1960 voru oft mörg gengi á gjaldeyri -eitt var bátagjaldeyrir - hann hafði hæsta gengið ( ódýrast að kaupa)Þá var gjaldeyrir skammtaður. En sjómenn bæði fiskimenn og farmenn fengu að taka hluta launa sinna út í gjaldeyrir á svona kjörum. Síða sátu þeir fyrir með að geta keypt nýja bíla- sem voru skammtaðir- vegna gjaldeyriseignar.
Já það var margt skrítið hér áður með ríkið-útgerðir og sjómenn .
Auðvitað er löngu tímabært að afnema þessi úreltu kjör. Laun sjómanna eiga að ákvarðast í kjarasamningu eins og annarra.
Sævar Helgason, 27.11.2009 kl. 14:53
Sjómennska er skítavinna, útgerðirnar undir dyggri stjorn LIÚ hafa blóðmjólkað sjómenn og arðrænt þá árum saman og notað hagnaðinn til bankakaupa og útrásar...
Varðandi sjómannaafsláttinn þá er hann eins og kemur fram hér að ofan frá ríkinu en ekki arðræningjunum í útgerðinni..
Ég þekki ekki einn einasta mann/ungling sem hefur það að draumastarfi að vera sjómaður.. en þeir voruþó nokkrir þegar ég var unglingur
Óskar Þorkelsson, 27.11.2009 kl. 15:26
Þetta var ágætur pistill hjá þér Ómar. Þú gleymir engu að síður nokkrum atriðum.
*Kvóti á flestar tegundir hefur verið lækkaður/minnkaður á síðustu árum. t.d. var varla gefinn út loðnukvóti á síðasta fiskveiðiári. Munar um minna.
*Flugmenn fá ekki sérstakan flugfmannaafslátt. Þeirfá hins vegar ýmis fríðindi. Dagpeninga t.d. þeir þurfa heldur ekki að taka á sig kjaraskerðingu þegar vélarnar eru hálftómar eins og sjómenn þurfa að gera þegar illa fiskast. Þeir þurfa heldur ekki að taka á sig kostnað þegar eldsneytishækkanir verða miklar eins og sjómenn þurfa að gera. Þetta eru oft háar upphæðir. Ég er ekki viss um að flugmenn myndu sætta sig við að hafa einhver grunnlaun, en svo stighækkandi með aukinni sætanýtingu.
* Á árum áður var ekki sjonvarp, og varla útvarp á skipum. í dag þykir það sjálfsagt mál, sem og internet og sími. Þessi atriði eru dýr. það er dýrt að hringja utan af sjó. Sjómenn hafa ekki fengið neina sérstakar greiðslur vegna þessa, þó þykja fríðindi eins og frír GSM sími sjálfsögð kjör víða í samfélaginu.
*Vissulega er landhelgisgæsla kostuð af ríkinu. Hins vegar er hafrannsóknarstofnun kostuð að hluta til af hagsmunaaðilum sjávarútvegsins. Nýja rannsóknarskip Hafró var t.d. kostað af LÍÚ. Reyndar hefur ríkið ekki haft efni á að halda því úti til rannsókna nema brot úr árinu. Útgerðarmenn hafa að stærstum hluta þurft að sinna þessu sjálfir sbr. leitinni að gulldeplunni í vikunni. þá fann einn af Vestmannaeyjabátunum Gulldepluna.
*Frumherjaveiðarnar á Dohrn bankanum, Smugunni í Barentshafinu, Grænlandsþorskurinn í gamla daga, Gulldeplunni, Makríl og fleiri tegundir hafa verið kostaðar af útgerðinni og með fórnfýsi sómanna, sem hafa tekið það á sig að vera svo vikum og mánuðum skiptir á hafi úti í leit að nýjum fiskistofnum sem hægt er að nýta. Oft á kauptryggingunni einni saman, sem er 190 þús á mánuði. Það er raunar til skammar hvað íslenska ríkið leggur lítið fé til fiskirannsókna og leggur litið til í að leita að nýtinigu á nýjum stofnum.
* Það verða allir að taka á sig sínar byrðar vegna óstjórnar bankanna. Sómenn eru að leggja sitt af mörkum. Búið er að hækka tekjuskattprósentuna tvisvar sinnum á sama árinu. Skv. því sem fjármálaráðherra hefur gefið út, þá eru sjómenn upp til hópa hátekjumenn, og lenda þess vegna í hátekjuskattinum. Þeir eru þess vegna að leggja meira á sig en þeir sem ekki lenda í þessum hátekjuskatti.
* Síðan má að lokum benda á að nýjar reglur sjávarútvegsráðherra, sem skerða rétt útgerðarinnar til að veiða fiskinn á þann hátt sem gefur mestan arð, líkt og tilskipanir úr sjávarútvegsráðuneytinu virðast ætla að stefna í, er verið að skerða tekjur sjomanna verulega, reyndar ekki bara þeirra, heldur allrar þjóðarinnar. Slæmar ákvarðanir þessa óreynda hóps sem nú situr í ríkisstjórn hefur nú þegar kostað þjóðina milljarða á milljarða ofan s.s. olympísku makríl veiðarnar í fyrra sumar, þegar skipum var att út í bræðsluveiðar, í staðin fyrir að koma hlutunum þannig fyrir að útgerðunum hefði verið gert kleift að frysta aflann. Vonandi hefur Jón Bjarnason lært sína lexíu og mun ekki hýrudraga þjóðina aftur á jafn augljósan hátt.
Þessi aðför að sjómönnum er ekki af hinu góða. Ríkisstjórnin hefði getað náð í þessa peninga á mun auðveldari og sanngjarnari hátt. það verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að breyta fiskveiðistjornarkerfinu, eins og hún hyggst gera, ekki einungis með útgerðina upp á móti sér, heldur sjómenn líka. Verður þá Ólína þorvarðar eini varðhundur embættismannastéttarinnar sem vill skera arðbært kerfi upp og koma upp svipuðu kerfi og ESB löndin hafa búið við?
joi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:43
Ég verð að svara Kristínu sem því miður veit lítið sem ekkert um þetta.
Ég vann á sjó um langt skeið bæði á frystingu, ísfisk og grásleppu.
Árið sem ég var á grásleppuveiðum fengum við eitt sinn yfir sumarið, eitt sinn fengum við hærra en það sem nam tryggingunni og var hún 20,000 ISK á viku. Árið var 1997, svakalega laun er það ekki?.
Ég var á ísfisk og hafði það fínt, vorum yfirleitt að hafa kannski 300-400 þúsund útborgað á mánuði.
En hvaða fórnir fólust í því?
Ég var heima kannski 4-5 daga í mánuði og hverslags líf er það fyrir fjölskyldumenn og þeirra nánustu?
Sjómennska er áhættustarf og að vinna á ísfisk togara getur verið ansi strembið. Að þurfa að vera uppá dekki kannski í 20 metrum, jafnvel meiri vindi(fer eftir því hversu klikkaður skipstjórinn er) að hýfa. Svo niður á millidekk þegar þessu er lokið að gera að aflanum, skríðandi inn í móttöku, allur holdvotur, svangur og kaldur(16 tíma vaktir).
Svo niður í lest að hjálpa strákunum með síðustu körinn. Já ég var heppinn við höfðum kör, aðeins kassar út í síðum.
Þeir sem hafa ekki unnið til sjós eiga ALDREI að tjá sig um sjómenn og þeirra laun. Þetta er gríðarlega erfið vinna og ég man eftir mjög fáum dögum þar sem maður fékk blankalogn á sjónum. Hélt að við yrðum gleyptir af öldum í hvert sinn sem við héldum á Ingólfshöfða.
Þar fyrir utan að vera í burtu frá sínum nánustu.
Mér finnst fólk sem ekki skilur sjómannaafslátt illa upplýst og vanþakklátt því peningurinn sem sjómenn koma með inn í þjóðarbúið er ansi mikill.
Svo að frystingu. Lúxushótel HAHAHA, þú þekkir ekki mikið til Kristín svo mikið er öruggt. Ég hef verið á frystingu, 25-30 daga úti á sjó, 1 úldin ljósabekkur, viðbjóðslegar kojur, slök matstofa og kokknum hefðum við átt að henda út í bauju og láta einhvern hirða hann upp.
Heim í 3-4 daga og út aftur. Já þetta er nú meira sældarlífið sem sjómenn hafa, kynnast ekki börnunum sínum og missa allt kontakt við konuna í lífi þeirra.
Þetta eru sko ekki allt lúxusbátar svo mikið er víst. Ekki nóg með að hafa unnið um borð á þessum bátum heldur hef ég örugglega unnið í yfir 100 frystitogurum sem vélvirki og stálsmiður.
Berið saman t.d. þýska frystikoppa og þá íslensku, þá sjáið þið lúxus.
Vann eitt sinn í einum togara sem heitir CuxHaven og þú þurftir að fara á inniskóm í vélarrúmið. :o)
En annars, fólk, þið sem hafið ekki verið á sjó og eruð að gagnrýna sjómenn og þeirra laun hafið ekki hundsvit á þessu, það er ekkert flóknara enn það. Svipað og ef einhver ykkar er lögfræðingur, ég hef ekki hundsvit á ykkar vinnu þannig að þetta er enginn hroki heldur bara að benda á hið augljósa.
Þið sem hafið ekki verið á sjó og styðjið sjómenn, tek ofan fyrir ykkur. Þið virðist allavegana skilja hvað liggur á baki sjómennsku, allavegana hlustið á sjómenn að því að virðist.
Þetta er svipað og að ég færi að kenna Ómari að fljúga, flughræddi maðurinn ég. Hehe
Júlíus (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:44
Miðað við innihald greinar Kristínar, sem hér ofar situr, þá hefur einhver hjálpað henni í gegnum ruslapóstvörnina. Aðra eins þvælu hef ég ALDREI lesið !!
Ég tel að Kristín mætti einnig fjalla um atburði í sambærilegu tímaskeiði, "ljósabekkir og fleira(frystitogarar í dag) er tengt við innflutning (ísfisktogara siglingar á erlenda markaði, nánast útdautt frá ca 1990) sjómanna á hvítvörum og væntanlega vask-skattsvik þeirra einstaklinga sem gengu hoknir í land, bugaðir undan illa fengnum frystikistum.Svo bætist faðir hennar í jöfnuna, fæddur 1913...
Eflaust var faðir hennar jaxl og virðingu fær hann frá mér, Kristín aftur á móti mætti einnig minnast á að kjör þeirra sem fæddir voru snemma á síðustu öld, voru allt annað en góð. Samt eflaust ein af síðustu kynslóðunum sem tók á vandamálum með æðruleysi.
Kristín mætti einnig prófa þessa 5 stjörnu vist, eins og hún kallar sjómennsku nútímans. Ansi er ég hræddur um að hún verði fyrir vonbrigðum með fyrirhugaða sæludvöl, s.s panti annað hótel í næsta fríi !!!
runar (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:01
Kristín; ég var í 14 ár á einu af þessum fimm ***** hótelum sem þú nefnir . Ég er nokkuð viss að þú myndir ekki bóka þig aftur í þá "sælu" hefðir þú prófað.
Það eina sem ég bar í búið þessi 14 ár fyrir utan launin var fiskur í soðið. Enga veiddum við ísskápana, þvottavélarnar eða sjónvörpin. Í tvígang fengum við þó djúpsprengju en enginn hafði áhuga á að taka þær með heim.
Ég er nokkuð viss um að frostið og ágjöfin bítur jafn illa í dag og þegar pabbi þinn blessaður stóð í baslinu. Það eru ekki allir sjómenn á stærstu og bestu skipunum og "fjölskyldulíf" sjómannsins þekkja þeir einir sem reynt hafa.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 16:23
Ég ítreka það sem ég sagði í pistli mínum að um kjör sjómanna á að semja milli þeirra og útgerðarmanna.
Ef úthaldið er sérlega erfitt á sumum skipunum og ekki sama þjónusta þar til dæmis um sjónvarp og fleira, á það að vera samningsatriði milli útgerðarmanna og þeirra hvort þeir fái sérstakar ívilnanir vegna þessa.
Það má ekki rugla þessu saman við dagpeninga opinberra starfsmanna eða fríðindi sem flugliðar í kjarasamningum sínum við flugfélögin.
Ef sjómenn væru ríkisstarfsmenn ætti auðvitaða að semja um kjör þeirra beint á milli ríkisvaldsins og þeirra.
En þeir eru ekki ríkisstarfsmenn og sjómannaafslátturinn er víst einhvers konar redding á kjarasamningum fyrir horn fyrir langalöngu þar sem ríkið liðkaði fyrir samningum.
Ómar Ragnarsson, 27.11.2009 kl. 16:59
Ómar, LÍÚ líður enga beina kjarabóta samninga milli útgerða og áhafna án milligöngu þeirra. Ég hef reynt á eigin skinni þau læti sem slík "afbrot" geta skapað.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 17:39
Ætla svosem ekki að blanda mér mikið í umræðuna um skattaafsláttinn annað en það að kjör einstaka launastétta eiga að vera milli vinnumanna og atvinnurekenda eða samtaka þeirra. Ríkið á ekki að hlutast þar inní og niðurgreiða kjör eins né neins.
Að rugla þessu við dagpeninga lýsir bara almennri vanþekkingu einstaklinga á því hugtaki.
Einnig langaði mér að bæta inní að það að eftirfarandi fullyrðing um þyrlusveit LHÍ er röng.
"Sú þjónusta sem þyrlurnar bjóða uppá er góð, en hefur í mörgum tilefnum ekki náð til sjómanna mjög mörg dæmi eru um að skip hafa þurft að sigla langa leið í land með slasaðan mann því ekki talið nauðsinlegt sækja hann með þyrlu. þessar þyrlur eru samt sendar tafalaust út ef eitthvað kemur fyrir í landi og eru ófáar fréttir af því að fólk sé sótt um allt land en lítið um flug út á sjó til að sækja slasaða sjómenn"
Þetta er allskostar ekki rétt. Ég veit þess fjölmörg dæmi að björgunarsveitir og einstaklingar hafa *ekki* fengið aðstoð þyrlunnar þó brýna nauðsyn bæri við.
Það fer þó ekki endilega hátt um það.
Það að sjómenn fái niðurgreiddan skatt, sem er *niðurgreiddur af mér og öðrum íbúum þessa lands* finns mér tímaskekkja. Því miður. Við veljum okkar starfstéttir, einhverjir verða iðnaðarmenn, lögfræðingar eða annað, og einhverjir verða sjómenn. Það er enginn tilneyddur til að fara á sjó og vera með "skítalaun" frekar en annar. Þó vissulega sé skásti kosturinn í stöðunni oft að fara á sjó atvinnulega séð.
Virðingarfyllst, Samúel Ú. Þór.
Samúel Úlfur Þór, 27.11.2009 kl. 18:14
Góðan daginn. Ágætisgrein hjá þér
Ég var sjómaður í 35 ár. Aldrei hef ég upplifað það að sett væri upp dæmi sem réttlætir það að afnema þennan skattaafslátt, sem hið opinbera hefur í gegnum tíðina seilst í með einum eða öðrum hætti, fyrir utan að þeir skikkuðu sjómenn til að taka þátt í olíukostnaði og hefur þessi kostnaður rokkað nokkuð en alltaf verið í kringum 25%. Það er eitt sem fólk gleymir í þessari jöfnu og það er að sjómenn missa af öllu sem heitir barnabætur og vaxtabætur, vegna tekna sinna, svo fyrir utan þann félagslega þátt sem þeir missa af. Fyrir utan svo ótalmargt sem hægt væri að tíunda.
Ég hefði viljað sjá hróflað við bílastyrk þess opinbera og ferða kostnaði, og þar mætti týna til alskonar bitlinga sem eru að gefa fólki margfalt meira í aðra hönd en sem nemur sjómannaafslættinum.
Nei ég held að sjómenn séu ekkert of sælir af þessum veiklulega aflsætti sem fólk sér ofsjónum yfir.
En ég óska engum gistingar um borð í þessum 5 stjörnu hótelum. Því þó svo aðbúnaður hafi batnað mikið þá bætir hann ekki upp þann missi sem sjómenn verða fyrir varðandi fjölskyldulíf og aðra mikilsmetna þætti í lífinu. En við völdum þetta sjálfir.
Lengsti túr sem ég fór var 58 dagar, sumir sem ég veit um fóru í allt að 80 daga útiveru norður í Smugu sem er 5 daga sigling frá Íslandi og ansi kalt á köflum og ekki fiskaðist alltaf á þeim slóðum. Þá voru tekjur litlar.
Alltaf hafa gosið upp hugmyndir um að afnema þennan skatt eða koma honum í kjarasamninga þannig að útgerðin borgi, þá hefði ég viljað sjá koma á móti afnám olíugjalds sem sjómönnum einum er ætlað að borga.
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 18:46
Afi minn og langafi voru báðir þekktir útgerðarbændur sem réru á opnum bátum .Og færðu mat til heimila , sem áttu ekki nóg .Gáfu ,auðvitað .
Sjálf fór ég að breiða fisk á sumrin og vinna í frystihúsi í 3-4 sumur , frá 12 ára aldri .Þetta þótti bara sjálfsagt .Hafði áður verið í vist og passað börn frá 9 ára aldri .
Svo tók námið við og heimili og börn .Við unnum okkur bara vel út úr þessu , hjónin .Og börnin heilbrigð og dugleg og góðir foreldrar .Ég bara skil ekki þetta væl !
Kristín (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 19:42
Ómar
Legg til að ríkisverðtyggðilífeyrinn þinn verði afnuminn, ég var sjómaður minn lífeyrir er það ekki, því ætti þinn þá að vera það, bara af því að þú varst ríkisstarfsmaður???
Birkir
birkir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:00
Góð grein hjá þér Ómar og athugasemdin líka.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.11.2009 kl. 20:21
Ómar minn. Gott hjá þér. Ég er kona og myndi hika við að ráða mig á sjó. Karlmennirnir gera það hiklaust og býst ég við að það stafi af því að vinnan er betur borguð en í Bónus-búðunum og þeir hafa líkamlegt þrek til þess, og karlmenn eru með fleiri vöðva í líkamanum en konur þótt konur vilji allmennt ekki viðurkenna það.
Ég vann á tímabili með karlmönnum í Noregi og vinnan var líkamlega erfið. Aldrei töldu þeir eftir sér að hjálpa mér með það sem var of erfitt fyrir konu og samt var ég á sömu launum og þeir!
Held þeir hafi virt ástundunina mína þegar þeir hjálpuðu mér og að ég hef alltaf virt réttlætið, semsagt sömu laun fyrir sömu afköst. Ég var alltaf mjög iðin í þessari karlmannsvinnu. Það er gott að vinna með karlmönnum.
Segir þetta ekki allt um réttlæti launa og afkomukjöra? Ef ég hef ekki þrek til að fara á sjó þá fer líklega sjóarakalinn minn á sjó! Eða hvað? Verst að ég á engann karl.
Enginn vill svona konu eins og mig sem hefur óhagganlegar eigin þrjósku-skoðanir, eða hvað?.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2009 kl. 21:13
Mér finnst þessi umræða vera út á túni ef það á að taka af mér og öðrum sjómönnum sjómanna afslátinn þá þarf að breyta t.d. fæðispeningum í dagpeninga það kemur betur út skattalega séð og svo gleymir fólk olíugjaldinu og nýsmíðagjaldinu sem er að ég held 7% í 7 ár um borð í mínu skipi voru þetta um 20 miljónir í fyrra sem laun áhafnar lækkar um, nýsmíðagjald er lækkuð skiptaprósenta af því skipið er nýtt , sjómanna afslátturinn var um 1.1 miljarður í fyrra ef við aukum þorskkvótann um 40 þúsund tonn fást 16 miljarðar svo má bæta við síldarkvótann þar eru miklir peningar líka svo væri fínt að fá fagfólk í sjávarútvegsráðuneytið það er verið að tala um að setja reglugerð um að það þurfi að vigta fisk áður en hann er sendur á viðurkennda vottaða markaði úti að vigta aflann þíðir að það þarf að rífa fisk sem búið er að ganga frá til útfluttnings það er að segja raða og ísa ef þetta er gert þá rýrna gæðinn og geymsluþol svo mikið að það er glórulaust að flytja þennan fisk út og þetta eru miljarða tekjur sem gætu tapast.
Friðjón Jónsson, 27.11.2009 kl. 22:17
Á tímamótum
Erlendu vinnuafli fyrir utan Evrópska efnahagssvæðið (E.E.S.) er boðið upp á vistarband til að geta viðhaft félagsleg undirboð á vinnumarkaðnum og þeim haldið á lægstu töxtum. En þetta er ekki nóg fyrir þetta sjálftökulið, kvótagreifana, nú skal sverfa til stáls og afnema sjómannaafsláttinn til þess að flæma þessa fáu sjómenn vora sem eftir eru í land.
Örlög sjómannastéttarinnar hjá fiskiskipaútgerðinni munu með þessu áframhaldandi enda eins og með kaupskipin að þau verða næstum eingöngu mönnuð erlendu vinnuafli.
Um eignarhaldsrétt útgerðar og braskara á kvóta
Lög nr.38 1990 1.gr ,,Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessa er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstaka aðila yfir veiðiheimildum."Staðreyndin er sú að kvóta er úthlutað til útgerðaraðila af breytilegum forsendum frá ári til árs. Úthlutun fiskikvóta hefur alltaf verið í höndum sjávarútvegsráðherra með hliðsjón af ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og hefur aldrei leikið vafi á rétti hans til þeirra aðgerða. Umræða um eignarhald er því út úr kortinu því stöðug afskipti samfélagsins af þessum verðmætum sínum er til staðar. Því getur hefðarréttur aldrei myndast um kvóta. Enda er það ekki vilji settra laga né markmið.
Því er það algjört ábyrgðarleysi og glæfraspil að kvótabraskarar í skjóli núverandi valdhafa sýsli sín á milli í gjafakvótakerfinu sem þeir hafa komið sér upp sjálfir. Heildarverðmæti kerfisins er um 500 milljarða kr. virði á innanlandsmarkaði. Sú tala gæti hæglega þrefaldast ef erlendum fjárfestum yrði hleypt inn í greinina. Hér verða lýðræðis- og sjálfstæðissinnar að standa vaktina. Nú hafa hinir fáu útvöldu tekið a.m.k. 50 milljarða kr. út úr greininni til einkanota með þessari aðferð. Það þarf ekki mikla rökhugsun til að sjá að sú aðgerð ein er ígildi peningaprentunar sem ekki er innistæða fyrir. Klárlega eru engar rekstrarforsendur fyrir því að sjávarútvegurinn geti staðið undir slíku. Því gætu farið að heyrast raddir sem kalla á gengisfellingu og það sem styrkir þessa kenningu að auki er sterk staða íslensku krónunnar vegna stóraukinnar erlendrar lántöku m.a. til að fjármagna langvarandi aflasamdrátt í botnfiskveiðum síðustu tvo áratugina eða síðan hið margrómaða kvótakerfi var sett á. Því á íslenskur útflutningsmarkaður í heild undir högg að sækja. Þessi varnarstaða, sem sumir kalla hagræðingu, er komin í þrot og því lausnir á þessu ástandi dregist á langinn.
Vegna sameiningar fyrirtækja og skuldbreytingu lána sem fylgja oft í kjölfarið ýta þeir skuldunum á undan sér. Þetta getur ekki gengið svona endalaust. Því er hætta á að hinir útvöldu reyni að fá stjórnvöld til að breyta settum lögum sem myndu gera erlendum fjárfestum kleift að höndla í þessu gjafakvótakerfi. Núverandi formaður L.Í.Ú. hefur talað fyrir því að opna þurfi fyrir erlenda fjárfesta í sjávarútvegi okkar. Þess vegna verðum við að þjappa okkur saman til að koma í veg fyrir að þurfa að sækja kvótann til baka frá útlöndum og flytja aftur hingað heim. Þessi þróun hefði aldrei getað orðið nema vegna inngöngu okkar í EES. Við þau tímamót sagði þáverandi utanríkisráðherra Jón Baldvin að við hefðum fengið allt fyrir ekkert. Hefur þetta ekki reynst öfugmælavísa, þar sem skuldir heimilanna, útgerðarinnar og reyndar allra landsmanna af vergri landsframleiðslu hafa aldrei verið meiri? Því er mikilvægt að taka kvótabraskið út úr hagkerfinu sem vinnur eins og tölvuvírus sem hagfræðingar hafa ekki enn bent þjóðinni á.
Kúgun og nútímaþrælahald
Um áratugaskeið voru helstu útgerðarstaðir á landinu Reykjanesbær og bæirnir hér í kring. Á síðustu árum hefur nánast allur kvótinn flust af svæðinu og atvinnubrestur og upplausn tekið við og annar samdráttur í þjónustu og verslun. Nýsköpun er nánast engin til að auka þjóðatekjur. Að vísu eru hérna enn leiguliðaútgerðir, arfleifð kvótakerfisins.Það er grátlegt að sjá í blindri örvæntingu leiguliðana og sjómenn þeirra lenda í þeirri ánauð að þurfa að leigja kvóta á allt að 150 kr. pr.kg, og bera nánast ekkert úr býtum og sjá að lokum útgerðirnar fara í þrot. Hins vegar hafa kvótaeigendur sem leigt hafa kvótann frá sér á okurverði verið í góðum málum, þurft aðeins að fara í bankann með peningana sína. Sú atvinnustarfsemi útheimtir oft einungis einn mann til starfa. Þetta er eitt af mörgum neikvæðum dæmum, sem hægt er að segja um þetta kerfi, veruleiki sem snertir flestar sjávarbyggðir allt í kringum landið.
Hér fer fram ein ótrúlegasta hagfræðiflétta sem um getur í veraldarsögunni, að mínu viti. Kannski var þetta það sem háttvirtur utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson meinti þegar hann sagði hjá Sameinuðu þjóðunum að íslenska fiskveiðistjórnarkerfið væri það besta í heimi.
Stefnu Frjálslynda flokksins er að finna á www.xf.is og þar er m.a. að finna fyrstu aðgerðir til að komast út úr kvótabraskkerfinu.
Baldvin Nielsen skrifar um kvótakerfið
P.S Ég var aldrei í vafa að sjómannaafslátturinn yrði fyrir barðinu á ESB liðinu. Það er engin tilviljun að sjómannaafslátturinn sé í umræðunni í dag. Það á að fórna íslenskum sjávarútvegi í ESB aðildarviðræðunum þess vegna á að klára þetta dæmi í tíma!!
Þjóðin munj skifta sér í fylkingar með og á móti sjámannaafslættinum meðan landið flýtur að feigðarósi(ESB) sem þjóð sem stendur saman í blíðu og stríðu.
H
B.N (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:22
kristin thu ert eitthvad ruglud ef thu heldur ad allir togarar seu eins og 5 stjornu hotel tha ert thu nu ekki med greindarvisitolu a vid golfteppi thad get eg fullyrt
birgir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:37
Vonandi kemur þessi bandormur ríksstjórnarinnar sjómönnum alvarlega niður á jörðina.Þetta er bera upphafið hjá þjóðnýtingarstjórninni.Fyrningarleiðin er eftir.Hún mun að sjálfsögðu hafa þær afleiðingar eftir verkföll að sjómenn verða á tímakaupi en ekki hluta skiptum og verða þannig látnir borga kaup á aflaheimildum.Stofna þarf samtök sjávarútvegsins strax með Norges Fiskerlag sem fyrirmynd.
Sigurgeir Jónsson, 27.11.2009 kl. 23:19
Hahahahaha....það ætti kannski að bjóða henni Kristínu í einn mánuð út á FIMM STJÖRNU HÓTEL í burtu frá eiginmanni og börnum....
Heyra svo í henni eftir það....spurning hvort hún "skilji þá þetta VÆL"
En SJÓMENN....Hvar eru raddirnar, alveg frá því að þessi fáranlegi "einstaklingsmiðaði" hátekjuskattur var settur á í haust, þorir enginn að segja neitt ???
sjómannskona (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:27
Sigurgeir hérna að ofan nr. 27 er að vekja athygli á svolitlu sem fáir hafa áttað sig á, en verður býsna sár raunveruleiki fyrir þá sem barist hafa gegn því að sjómenn taki þátt í kvótaleigunni.
Fyrir svo utan það að kjarabætur þær sem Steingrímur og co sjá töluverðum ofsjónum yfir eru alls ekki kjarabætur á ársgrundvelli. Sjómenn verða atvinnulausir töluvert fyrr í vor heldur en síðustu vor, vegna ónauðsynlegrar kvótaskerðingar.
Hvort ríkið eigi að greiða okkur sjómönnum áhættuþóknun upp á tæpan þúsundkall á vinnudag er auðvitað matsatriði þar sem bæði sjónarmið hafa töluvert réttmæti. En að halda því fram að nú hafi allir sjómenn það svo gott að fyrri forsendur eigi ekki við lengur er auðvitað bara kjaftæði.
Örvar Már Marteinsson, 28.11.2009 kl. 00:47
Það er skondið þegar skrifað er um að það sé svo óréttlátt að afnema sjómannaafsláttinn vegna þess að tekjur sjómanna séu svo háar að sumar bætur eins og barnabætur séu skertar hjá þeim !
Einn athugasemdamanna sér ofsjónum yfir lífeyri mínum sem er um 260 þúsund brúttó á mánuði, eða ca 160 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur og vill láta lækka hann og þá væntanlegra annarra sem hafa svipuð kjör.
Þá veit maður hvar peningana er að fá sem þarf til að rétta af hallarekstur ríkissjóðs. Ekki hjá mönnum sem margir hverjir hafa tífalt meira úr að moða.
Ómar Ragnarsson, 28.11.2009 kl. 02:24
Kom í land kl:22.00 var kominn heim kl:2315.þann 27. Knúsaði synina þar sem þeir lágu sofandi í rúmum sínum, smelti kossi á konuna og fór að sofa. er á leiðinni á hafið aftur kl: 02:00. Þvílík sæla.
Rafn Franklín (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 03:44
Ég finn til með sjómönnunum okkar núna. Sorglegt að sjá hvað lítið er gert úr starfi þeirra í skrifum margra á blogginu .
Ég þekki ekki marga sjómenn sem vilja afsláttinn. Hverlags móðgun er það að kalla "laun" afslátt.
Best væri að þeir væru ríkisstarfmenn með tímakaup og dagpeninga, á sömu kjörum og aðrir mikilvægir starfskraftar sem ekki hafa verkfallsrétt. Þá held ég að hagur margra sjómanna mundi vænkast. Það vill gleymast að ekki eru allir sjómenn á ofurlaunum þó fjölmiðlar dragi það helst upp.
Þetta starf er "afplánun í klefa" og fer oft ansi illa með fólk líkamlega og andlega. Það geta fáir sett sig í spor sjómannsins þó þeir hafi pissað í saltan sjó endum og sinnum.
Undrandi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 08:11
Sorgarsaga Happadísar
Happadís GK. © Guðm. St. Valdimarsson.
Laugardagur 28. nóvember 2009 kl 09:40
Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
,,Á vefnum aflafrettir.com er rakin sorgarsaga smábátsins Happadís GK. Báturinn vakti óskipta athygli á meðan hann var gerður út en Happadís var meðal fengsælustu fiskveiðibáta um árabil á Íslandi en útgerð bátsins hefur verið hætt núna og báturinn settur á land en báturinn skilaði hátt í 500 milljónum króna í aflaverðmæti en kvótinn fyrir aflanum var allur tekinn leigu. Þrátt fyrir að mokveiða árin 2006 til 2009 þá var útgerðin ávallt rekin í mínus vegna leiguverðs á kvóta.
Til marks um hve áhöfnin aflaði vel þá setti hún strax tóninn í fyrstu róðrunum í ágúst árið 2006 með því að veiða 93 tonn í sautján róðrum og landa mest með 9,4 tonna afla eftir einn róður. Í nóvember árið 2006 gerði áhöfninn á bátnum sér lítið fyrir og kom með 17,2 tonn að landi í einum róðri og var það Íslandsmet í mesta afla í einum róðri á smábát.
Áhöfn Happadísar GK mokfiskaði næstu ár og var skipstjóri bátsins Sverrir Þór Jónsson valinn „Maðurinn í brúnni“ tvívegis. En þrátt fyrir metafla þá hafði Sverrir um það að segja í viðtalið í Fiskifréttum árið 2008. „Þrátt fyrir mikið aflaverðmæti þá er reksturinn í mínus og hefur verið síðan um áramót(2007/2008), fleyti mér áfram á veltunni, en ég er ekki viss um að ég geti það öllu lengur,“ sagði Sverrir Þór en hann hafði frá upphafi útgerðarinnar gert út á leigukvóta og með síhækkandi kvótaleigu þá varð sífellt erfiðara og erfiðara að gera út.
Happadís GK var ekki gerður út í sumar og eins og skrifaði Sverrir Þór inn á athugasemdakerfi á vefnum www.aflafrettir.com og stílaði athugasemdina á Gísla Reynisson sem heldur úti síðunni: „Hæ Gísli.Happadís GK er en í útgerð vorum bara í smá stoppi þar sem enginn grundvöllur var fyrir því að gera út í sumar vegna bull verðs á leigukvóta en við byrjum aftur í september og verðum þá komnir í aflamarkið á net ekki leiðinlegt það,“ skrifaði Sverrir Þór.
Á haustdögum er staðan sú að Sverrir Þór er hættur með þennan mikla aflabát sem er buinn að skila hátt í 500 milljónum króna í aflaverðmæti og afla tæplega 2600 tonna afla og allt tekið á leigu. Í dag er Sverrir Þór tekin við skipstjórn á Steina GK sem er mun minni bátur en aflaskipið Happadís GK, enn Sverrir Þór sagði í umsögn inn á www.aflafrettir.com, að hann væri hættur með Happadís GK því ekki sé hægt að gera út bát og reiða sig á kvótaleigu þrátt fyrir að afla einstaklega vel.''
Vegna færslunar minnar hér ofar leyfði ég mér að setja nýja frétt hér inn sem ég var rétt í þessu að lesa á dv.is.
Ef Íslendingar ætla að halda áfram að koma svona fram við íslenska sjómenn að leyfa kvótabraskkerfið og taka sjómannaafsláttinn af þeim í þokkabót er borin von að Ísland geti verið sjálfstætt ríki í nánustu framtíð!
Baldvin Nielsen,Reyjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 10:55
Godan dag .
Her eru margir godar athugasemdi og adrar midur.
@ Joi thin athugasemd er serstaklega vondud og vel ordud. :-)
Eg er sjomannsdottir og hef sjalf lika farid a sjo um havetur,, og get svona nokkurn veginn gert mer grein fyrir ahaettunni sem fylgir thvi ad vera sjomadur/kona.
Thad voru morg dimm og kold kvoldin sem madur beid vid gluggann til ad lita eftir pabbanum sem atti fyrir longu ad vera kominn heim ur rodri,, en vedrid ordid vitlaust og bidin var long...
Thessir menn og konur eru hetjur hversdagsleikans i minum augum og finnst mer skylda ad thjodarbuid veiti theim einhverja ahaettuthoknun fyrir ad afla thjodinni tekna sem vid gaetum ekki verid an...
Ekki er thad Utrasin sem er ad fylla alla vasa, ekki eru thad alverin sem gera okkur ad sjalfbaerri thjod, nei liklegast eru fiskveidar/sala og sem betur fer Turismi (okkar einstaeda nattura) ad bjarga okkur uppur svadinu nuna.
Hvad er ad thvi ad sjomenn fai einhverskonar thoknun fyrir ad bokstaflega leggja lif sitt i haettu nanast allan arsins hring.?
Fullt af starfstettum a Islandi njota fridinda sem eru bara leikur med tolur.....
Omar thu spyrd afhverju er ekki flugmannaafslattur eda flugfreyjuafslattur.....?
Hann er .. hann heitir bara eitthvad annad.. stor hluti tekna flugahafnafolks eru OSKATTLAGDIR dagpeningar thetta er hlutfallslega stor partur af launum Flugfreyja /thjona..kannski laegri prosenta af Flugmannataxtanum, en engu ad sidur er thetta til.
Madur?kona sem vinnur erlendis en er med logheimili a Islandi og er ad heiman i 180 daga i thad minnsta a ari borgar ENGA skatta a Islandi ( ma vera ad thetta hafi breyst en thetta er thad sidasta sem eg vissi um i theim malum 3-4 ar sidan)
Eg maeli med ad Sjomannafslatturinn verdi felldur nidur og upp verdi tekin ahaettuthoknun,, sem saemir theim miklu betur.
Og einhver skrifadi her fyrir ofan eda kannski var thad i odru bloggi ad sjomenn aettu ekki ad vera ad vaela,, their vaeru ekki their einu sem ynnu erfidsvinnu,,hann bar saman ad grafa skurd allan daginn sem vissulega er erfidsvinna en sa hinn sami gat bara labbad heim thegar vedrid var ordid vitlaust...svolitid verid ad bera saman epli og peru herna...
Og um ummaeli Kristinar her ad ofan: Eg a ekki ord!
Kvedja
Sigurveig
Ad kalla thetta sjomannaafslatt er sman,, their eiga rett a ahaettutekjum.
Sigurveig Gudmundsdottir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 11:35
Umræðan um þetta mál snýst allt of mikið um það hvort verið sé að "smána" og "óvirða" sjómenn með því að fjalla um svonefndan sjómannaafslátt.
Hið dapurlega við slíka umræðu er það að hún snýr ekki að þeim sem hún á við, en það eru útgerðarmennirnir. Miklu réttara væri að kalla þetta útgerðarmannaafslátt, því að tilurð afsláttarins var sú að létta undir með útgerðarmönnum í kjarasamningum svo að þeir gætu borgað sjómönnum lægra kaup.
Ég ber meiri virðingu fyrir sjómönnum en flestum öðrum stéttum þessa lands. Þeir eiga að mínum dómi að vera með miklar tekjur.
Ég er kvæntur vélstjóradóttur sem missti föður sinn í sjóslysi sjö ára gömul og mágar mínir voru á sjónum og ég met þá mjög mikils.
Börn okkar hafa fengið uppeldi í samræmi við þetta og ég er stoltur af því þegar þau segja aðspurð hverra manna þau séu, að þau séu Vestfirðingar að uppruna.
Sjálfur fékk ég það uppeldi að erfiðisstörf væru göfug, vinnan göfgaði manninn af hvaða toga sem hún væri.
Ég fór í vinnu í sveit eins ungur og hægt var og byrjaði að vinna í fríum og á sumrin í hafnarverkamannavinnu 13 gamall og stundaði slíkt með námi fram á þrítugsaldur.
Þegar útgerðarmannaafslátturinn var settur á var ástandið rétt einu sinni enn þannig í efnahagsmálum þjóðarinnar að krónan var of hátt skráð. Það er gömul saga á bak við orðið "grátkór" útgerðarmanna.
Ómar Ragnarsson, 28.11.2009 kl. 12:12
Þar að auki þarf að "innkalla" hér allan aflakvóta á næstu tveimur áratugum, 5% á ári, þannig að árlega þurfi að greiða beint til ríkisins mun lægri fjárhæð fyrir kvótann en hann kostar nú.
Allt gjaldið fyrir kvótann getur runnið til hafna og vegagerðar um allt land, landsmönnum öllum til hagsbóta.
Þorsteinn Briem, 28.11.2009 kl. 13:03
Sæll Ómar
Af hverju fékkst þú greidda dagpeninga og aksturspeninga sem voru umfram kostnað þegar þú ferðaðist á vegum RÚV, skattlaust? Var það vegna kjarasamninga? Af hverju færðu hærri eftirlaun en almennur markaður? Var það vegna kjarasamninga? Varst þú í fyrirtæki sem var að keppa við önnur ríkisstyrkt fyrirtæki (eins og sjávarútvegurinn okkar er að gera við erlenda aðila)? Hugsaðu dæmið aðeins lengra. Hvað með alla þá þjónustu sem sjómenn greiða fyrir en nota ekki?
Kv.
Sveinbjörn
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:32
Ég ætla að tjá mig aðeins um kröfu sem gengur fjöllum hærra í þingsölum um þessar mundir. Afnám sjómannaafsláttar. Afnámið sem slíkt er ekkert atriði fyrir mér. Sjómenn höfðu þennan afslátt í upphafi um 1954 hann var framan af óljós og veit ég ekki hvort hann var föst krónutala eða prósent af launum. Þegar ég byrjaði á sjó árið 1971 var þessi afsláttur prósenta 10% af launum auk þess var annar aflsáttur sem var 12% og hét fiskimannafrádráttur. Í þá tíð var alveg ágætt að vera sjómaður á Íslandi eða alveg framunir þann tíma sem Jón nokkur Hannibalsson afnam þennann fiskimannafrádrátt ásamt því að hann afnam það að allir vextir væru frádættabærir til skatts fram að þeim tíma. Þá voru eftir 10% sjómannaafsláttur sem síðan hefur verið klipið reglulega af í áranna rás. Í dag er þessi frádráttur föst krónutala og er eitthvað um 200.000 kr á ári.Sjómannafslátt fengu allir sem stunduðu sjómennsku líka þeir sem voru á fraktskipum. Ég hef aldrei verið fylgjandi því að mönnum væri veittur einhver afsláttur af einu eða neinu tagi, en við skulum líta aðeins á dæmið og skoða hvað er í gangi.
Sjómanna afsláttur 190.000kr x xtala hvað eru sjómenn margir gefum okkur að þeir séu 4500=þá er afslátturinn 85.000.000kr x 12=1.026.000.000kr eða einn miljarður.
Biddu aðeins en í ESB er eitthvað sem heitir, ef þú ert á sjó í 180 daga þarftu ekki að borga skatt af sjómannstekjum. Hvernig lítur það út fyrir ríkið segjum að sjómaðu hafi 7.000.000 kr á ári gefum okkur upp að það sé föst skattprósenta uppá 42% x 7.000.000=2.940.000 borgar þá hver sjómaður í skatt - 190.000 kr þá eru eftir 2.750.000kr sem ríkið fær, nota ekki persónuaflsáttinn til frádráttar bara svona einfalda mér dæmið. Ok 2.750.000kr x 4500=12.375.000.000
kr það er tæpir 12 og hálfur milljarður sem þessir kallar eru að skila til samfélagsins. Ef við göngum í ESB hlýtur það sama yfir okkur að ganga og þá sjómenn sem þar starfa því til að ná þessum tekjum þarf viðkomandi alveg örugglega að vera meira en 180 daga á sjó. Þá lítur dæmið svona út sjómenn greiða enga skatta ríkið missir af 12milljörðum á ári og svo er fólk að væla yfir einhverjum 1.000.000kr í afslátt.
Ég veit að sjómenn sem hafa þessar tekjur vinna alveg örugglega fyrir þeim, það eru líka fullt af sjómönnum sem hafa ekki slíkar tekjur og þar kemur þessi afsláttur sér mjög vel.
Ég get ekki gert að því að mér finnst menn vera sjá græna grasið hinu megin við lækinn. Þar sem ég stundaði sjómennsku í 35 ár næstum samfellt og hef unnið með alveg 1000undum manna, sumir fóru bara einn túr aðrir héldu út lengur, margir stoppuðu bara við yfir sumartímann til að vinna fyrir skólanum en lögðu þetta ekki fyrir sig sem atvinnu.
Það er fastur kjarni í þessi stétt sem við getum kallað hetjur eða hvaða nafni sem hægt er að gefa starfstétt sem fórnar sér á slíkan hátt fyrir það eitt að skapa tekjur. Sjómenn skreppa ekki á kaffihús eftir vinnu, þeir kúldrast flestir held ég, með mönnum sem eru hver af sínu sauðahúsinu og ef þetta er frystitogari eru þetta alveg frá 20 dögum uppí 3 mánuði hjá þeim sem eru að stunda vinnu sína við Grænland, Afríku eða hvar sem er. Við eigum nefnlega svo fullt af sjómönnum sem stunda þessa vinnu við mjög misjöfn skilyrði út um allar trissur.
En já þessir menn kúldrast þarna í 20 - 90 daga, allan sólarhringinn eru þeir saman og deila sögum um lífið og tilveruna því nokk gott það eru margir af þessum köllum frábærir sögumenn og segja skemmtilega frá og án slíkra manna hvort sem sagan er sönn eða login, þá stytta þessir kallar útiveruna.
Ég veit ekki alveg hvort fólk í dag væri tilbúið að fórna sér alfarið fyrir slíkt í landi, skildist það, að í Kárahnjúkum hefði verið vaktavinnuálag, fjarlægðarálg og það voru svo mörg álög sem nefnd hafa verið að maður bara varð stór augu. Þarna voru líka alveg ágætar tekjur en þar hafði líka fólk aðgang að alskonar skemmtun og ferðakostnað þegar þeir fóru í helgarfrí eða fóru heim til sín til Póllands eða Ítalíu eða hvert annað þar sem þeir áttu heima.
Burtséð frá öllu þessu og því að ég er á móti öllu sem heitir afsláttur eða hverju öðru nafni sem hann er dulbúinn í, ferðakostnaður, símakostnaður, ökutækjastyrkur persónuafslátur er ég samt þeirrar skoðunar að þessir afslættir eiga rétt á sér.
Læt þetta duga sem svar við að sjómenn ættu að vera stoltari en svo aðþeir láti aðra borga fyrir sig. Ég er allavega mjög stoltur af því að hafa verið sjómaður þau 35 ár sem ég stundaði þessa atvinnu. Að það hefði hvarflað að mér að nokkrir telji að sjómenn borgi ekki til samfélagsins og haldi janframt að þeir séu að taka þetta úr vösum annarra hefði ég aldrei trúað. Ég bið bara um það eitt að fólk haldi sér á mottunni sem halda þessu rugli fram.
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:40
Það hefur margoft komið hér fram að þetta mál snýst engan veginn um það hvort sjómenn hafa góð eða léleg laun, heldur um það að ríkið eigi ekki að niðurgreiða fyrir útgerðina laun sjómanna sem nemur sjómannaafslættinum.
Allir kvarta undan því að hafa of lág laun og munu ætíð kvarta undan því.
Þorsteinn Briem, 28.11.2009 kl. 16:00
Auðvitað er þetta fyrst og fremst útgerðarmönnum til skammar að niðurlægja sjómenn með því að láta ríkissjóð greiða þeim laun sem þeir sjálfir eiga að greiða.
Þessi sjómannaafsláttur er fyrst og fremst afsláttur ríkissjóðs til útgerðamanna. Nú er að fjarlægja gjafakvótann frá þeim og leigja þeim síðan aflamark á sanngjörnu verði úr auðlind þjóðarinnar. Braski þeirra verður að ljúka bæði með fiskveiðiheimildir svo og sjómenn...
Sævar Helgason, 28.11.2009 kl. 17:06
Sveinbjörn tekur þann kostinn hér á undan að nota smjörklípuaðferðina til þess að koma umræðunni út úr því að fjalla um aðstoð ríkisins við útgerðarmenn til að halda sjómönnum á lægri launum en ella og láta málið í staðinn snúast um svívirðilega há eftirlaun mín.
Síðan hvenær eru 160 þúsund króna ráðstöfunartekjur af eftirlaunum orðin að lúxuslaunum á skjön við almennt velsæmi?
Ég man ekki betur en að á sínum tíma hafi það sem greitt var fyrir afnot ríkisins af bílum starfsmanna verið miðað við útreikninga FÍB.
Átti ég sem sagt að borga með mér við að fara í erfiðar ferðir um jökla og torleiði í nauðsynlegri fréttaöflun?
Ef Sveinbjörn vill endilega gera það að aðalmálinu í hvílíkum lúxusi ég lifi í 70 fermetra leiguíbúð í blokk akandi á ódýrasta bíl landsins, það er ég til í þann slag.
Ómar Ragnarsson, 28.11.2009 kl. 17:16
Steini Briem segir: "Það hefur margoft komið hér fram að þetta mál snýst engan veginn um það hvort sjómenn hafa góð eða léleg laun, heldur um það að ríkið eigi ekki að niðurgreiða fyrir útgerðina laun sjómanna sem nemur sjómannaafslættinum.
Allir kvarta undan því að hafa of lág laun og munu ætíð kvarta undan því."
Það er mikið rétt að þetta snýst ekki um laun og ég var bara ekkert að tala um það heldur setti þetta upp á þennan hátt.Ríkið stendur í alskonar afsláttum og niðurgreiðslum. Við vitum að það er margskonar iðnaður er niðurgreiddur í þessu þjóðfélagi á það þá að þýða það að við sleppum þessum iðnaði við það og segjum nei takk enga ölmusu frá ríkinu hér. Landbúnaður er niðurgreiddur, raforka til heimila er niðurgreidd og það er örugglega hægt að týna til allan fjandann þar sem ríkið er með einum eða öðrum hætti að niðurgreiða eitthvað. Niðurgreiðsla í mínum huga er annað form afsláttar. Ég vil líka benda á afstöðu mína gangvart öllu sem heitir afslættir. Tökum einn góðan sem viðkemur hverju mannsbarni hér sem farið er að borga skatta.
Ríkið hefur ákveðna skattprósentu sem tekin er af öllum jafnt, síðan er einhverju sem heitir persónuafsláttur reiknaður til endurgreiðslu. Hvaða bull er þetta, afhverju ekki að hafa skattprósentu lægri og afnema persónuafsláttinn. Hvað skyldi hann nema mörgum miljörðum yfir árið í einhverjum peningum sem þú ert búinn að borga ríkinu en sérð aldrei nema í einhverju bókhaldi ríkisins, ekki fær maður þetta endurgreitt. Skrýtið en þetta er gert með góðum huga til að allir séu jafnir. En ég er ekki að sjá það að maður sem hefur 20.000.000kr á ári hafi neitt við persónuafslátt að gera. Þetta kemur þeim sem hafa lægstar tekjur til góða.
Til Ómars: Ég er ánægður með það að þú skulir fá þokkalegan lífeyri og skil ekki hvað fólk er að blanda því inní þessa umræðu. Ég hef líka alveg þokkalegan örorkulífeyri en þar er nú einn hluturinn þar sem skerðing sjómanna hefur verið með hvað nöturlegustum hætti og mætti eyða miklu púðri í það hvernig þeir hafa farið með það þessir aðilar sem stjórna lífeyrissjóðunum.
Læt ég þessu svo lokið í bili. Lifið heil.
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 17:48
Jói segir: „Frumherjaveiðarnar á Dohrn bankanum, Smugunni í Barentshafinu, Grænlandsþorskurinn í gamla daga, Gulldeplunni, Makríl og fleiri tegundir hafa verið kostaðar af útgerðinni og með fórnfýsi sómanna, sem hafa tekið það á sig að vera svo vikum og mánuðum skiptir á hafi úti í leit að nýjum fiskistofnum sem hægt er að nýta. Oft á kauptryggingunni einni saman, sem er 190 þús á mánuði. Það er raunar til skammar hvað íslenska ríkið leggur lítið fé til fiskirannsókna og leggur litið til í að leita að nýtinigu á nýjum stofnum.“
Ég spyr. Hví í ósköpunum á ríkið, yfir höfuð, að leggja fé til fiskirannsókna? Útgerðirnar eru einkafyrirtæki í sínum bissniss. Ætti ríkið þá ekki að legga fé til allra annarra einkafyrirtækja sem þurfa að gera rannsóknir fyrir sinn bissniss?
Ég ætla ekki að gera lítið úr starfi sjómannsinns. Það er örugglega erfitt að vera fjarri fjölskyldu og vinum. Það á líka við um vitaverði og veðurathugunarmenn. Það er örugglega líka fjandi fúlt að finnast maður ekki fá greitt í samræmi við vinnuna. Spyrjið bara sjúkraliða og ræstingafólk.
Kannski sjómannaafslátturinn hafi verið réttlætanlegur einhvern tíma, en sá tími er löngu liðinn.
Brjánn Guðjónsson, 28.11.2009 kl. 19:42
Mér er sem ég sjái þessar skrifstofublókir , sem eru að ybba´sig og ætla að hlunnfara sjómennina okkar, standa sig í sjávarelgnum, að ná í silfur hafsins. Það þarf bæði vit og þor.... Ég á tvo syni á sjó ---takk Ómar minn fyrir þinn stuðning
Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 23:10
Hrikalega er þessi umræða á lágu plani. Ómar þú átt alla mína samúð. Allir svo vondir við greyið sjómennina sem sækja sjóinn í stormi og hríðum af eintómum náungakærleik.
Theódór Norðkvist, 28.11.2009 kl. 23:26
Nú er kreppan farin að segja til sín. Fólk farið að "klóra augun úr hvert öðru" og bendir í allar áttir á einhvern annan til að taka á sig skerðingu og borga...
Borga hvað? - jú óstjórn hægri manna. Og vinstri stjórn tekur skellinn fyrir að reyna að þrífa upp ósómann.
Ég mæli með því að sjómannaafslátturinn fari í að reka sjúkraþyrluna þeirra. Eins og er hafa sjómenn ekki "sjúkrabíl" ef þeir veikjast eða slasast, ja.. nema rétt hérna upp við landsteinana. Trúi ekki öðru en það sé sanngjarnt.
Undrandi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 23:43
Hr. Undrandi
Við skulum ekki falla á þá gryfju að eyrnamerkja sjómannaafsláttinn þyrlunum, sú leið hefur aldrei verið fær. Stjórnmálamenn berja sér iðulega á brjóst og merkja sér þetta og hitt eftir að hafa tekið það ef okkur. Td. bensíngjaldið sem á að fara til vegagerðar. Það fer megnið af því í hítina sem heitir ríkissjóður sem fitnar eins og púkinn á fjósbitanum.
Er ekki kominn tími á að ná í dólgana sem skópu okkur þessar aðstæður, snúa þeim á hvolf og hrista og kannski einhverjir aurar hrjóti úr vösum þeirra.
valmundur (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 11:27
Undrandi.
ef að sjómanna afslátturinn á að fara í það að reka þyrluna á þá ekki að gera hana þá að "einkasjúkrabíl" fyrir sjómenn? þar sem , sem áður hefur komið fram, oftar en ekki hefur sjómönnum verið neitað um afnot af þyrlunni af ýmsum ástæðum.
ég myndi vilja sjá sjómanna afsláttinn í breyttu fyrirkomulagi þú þurfir einhverja X daga lögskráða um borð í skip til að fá að njóta þessara kjara eða hvernig sem því er snúið.
Sjómenn sem fara út að morgni og koma heim seinni partinn hafa ekkert með´sjómanna afsláttinn að gera að mínu mati, hafnsögumenn hafa ekkert með sjómannaafslátt að gera.
við sjómenn höfum farið illa út á undanförnum árum bæði vegna lækkandi afurðaverðs minnkandi kvótaúthlutunar og hafa kjarasamningar við sjómenn skilað sér í lækkuðum tekjum.
tekjuskerðing sem kom fram í seinustu samningum var til að stemma stigum við því að núna þyrftu útgerðirnar að fara að greiða á móti í viðbótarsparnað sjómanna.
svo ekki sé nú nefnt að lög hafa ætíð verið sett á verkföll sjómanna.
Annað vekur mína furðu í þessum umræðum hérna og beini ég hér með orðum mínum á eiganda þessarar síðu
"Síðan hvenær eru 160 þúsund króna ráðstöfunartekjur af eftirlaunum orðin að lúxuslaunum á skjön við almennt velsæmi?
Ég man ekki betur en að á sínum tíma hafi það sem greitt var fyrir afnot ríkisins af bílum starfsmanna verið miðað við útreikninga FÍB.
Átti ég sem sagt að borga með mér við að fara í erfiðar ferðir um jökla og torleiði í nauðsynlegri fréttaöflun?"
þarna kemur pistilhöfundur og fer sjálfur að gráta þegar farið er að ýja að því að taka af honum einhvern "fríðindi" sem honum áskotnast sem ríkisstarfsmaður.
afhverju á ég sem sjómaður ekki þá rétt á því að fá kjarabætur fyrir það að fara um torleiðir í erfiðu sjólagi og afla nauðsynlegrar gjaldeyristekna fyrir þig ómar þannig að ríkið hafi nú efni á því að greiða þér laun fyrir að vera hættur að vinna.
og nei 160 þúsund eru ekki góðar tekjur fyrir einn né neinn.
en aftur á móti kemur veistu hver launatrygging sjómanns er?
ef ég man það rétt er hann um 180 þúsund fyrir skatt. endilega leiðréttu ef það er rangt.
meðal vinnudagur sjómanns er um 12 klt. reiknaðu þetta svo niður í tímakaup þá kemur þetta niður á um 500kr á tímann í tryggð laun.
ég get ekki séð eitt né neitt að því að ríkið komi til móts við sjómenn með sjómanna afslættinum sem er að mínu mati rangnefni og ætti bara að vera fasti í persónuafslætti sjómanna á meðan vinnu á sjó stendur.
árið 2005 voru um 60% af útflutningi frá íslandi tilkominn vegna vinnu 10-11þúsund einstaklinga sem tengdust sjónum.
a, 29.11.2009 kl. 13:07
a
Að sjómenn reki "sjúkrabílinn" sinn með sjómannaafslættinum átti að vera kaldhæðni.
Undrandi (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 13:24
skil þig
a, 29.11.2009 kl. 13:49
nokkrar athugasemdir,
1. Krónan hefur lækkað en afurðaverðið hefur líka lækkað. Því er ekki hægt að segja að laun sjómanna hafi hækkað því sem nemur lækkun krónunnar. Í sumum tilfellum hafa þau staðið í stað.
Lækkun krónunnar eru því ekki rök fyrir afnámi sjómannaafsláttarins.
2. Aðgangur að þyrlu er takmarkaður, sjómenn hafa einnig ekki aðgang að heilsugæslu og læknisþjónustu.
Fólk sem er erlendis hefur aðgang að læknisþjónustu þar.
Þetta eru því ekki góð rök fyrir afnámi sjómannaafsláttarins nema ef aðgengi sjómanna að þessari þjónustu væri bætt til muna.
3. Afnám sjómannaafsláttarinis bitnar mest á þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Sá sem er 8 mánuði á sjó á ári með 250 þúsund fyrir róður greiðir ca 11,5% hærri skatta, sá sem er með milljón greiðir ca 3% hærri skatta og sá sem er með 2 milljónir greiðir ca 1,5% hærri skatta.
Þetta eru því eingöngu gild rök þeirra sem vilja endurreisa landið á herðum þeirra lægst launuðu.
- - -
Eftir þessar breytingar þá verða laun sumra sjómanna undiri atvinnuleysisbótum. Það fólk sem vinnur þau störf bætast því í raðir atvinnulausra og hækkar útgjöld hins opinbera til þeirra mála. Þetta er því ekki bara sparnaður.
Þetta er miklu flóknara mál en að hægt sé að vera með eða á móti.
Það væri líklega sanngjarnara ef sjómannaafslátturinn væri felldur niður til þeirra sem stunda ekki sjómennsku.
Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 15:07
Ég er ekkert að "gráta" yfir 160 þúsund krónunum heldur að verjast því ámæli að ég hafi einhver fráleitllega há eftirlaun.
Ómar Ragnarsson, 29.11.2009 kl. 18:17
ég var ekki að skjóta á það að þú værir að gráta yfir laununum þínum heldur því að þú fórst að tala um það sem þú skrifar þarna
Ég man ekki betur en að á sínum tíma hafi það sem greitt var fyrir afnot ríkisins af bílum starfsmanna verið miðað við útreikninga FÍB.
Átti ég sem sagt að borga með mér við að fara í erfiðar ferðir um jökla og torleiði í nauðsynlegri fréttaöflun?"
ef þú myndir lesa allt sem ég skrifaði þá segi ég einnig að 160 þúsund er ekki mannsæmandi hvorki fyrir einn né neinn.
en þú ferð að gráta það þegar rætt er um það hvort að þetta væri tekið af þér þessi réttindi sem þú hafðir sem ríkisstarfsmaður þar eða dagpeninga og útgjöld vegna reksturs á bíl.
sjómanna afslátturinn í sjálfu sér er ekkert annað en dagpeningar sjómanna, og ekki eru þetta háar upphæðir, en samt sem áður telja þær inn fyrir sjómanninn...
ég hef alltaf verið hrifinn af þeirri vinnu sem þú hefur unnið Ómar og undrast ég það mikið að þú hafir ekki meir miðað við hvað þú hefur unnið gott starf.
en þú sérð það að þrátt fyrir að ríkið verði af 1100milljónum á ári í formi sjómanna afsláttar þá er það ekkert til að fara offari yfir.
hvaða peningum erum við að tapa vegna annara málefna?
hvað er greitt í listamannalaun svo nokkuð sé nefnt afhverju eru þau ekki afnumin?
það eru svo margir aðrir málaflokkar sem mætti skera niður í áður en að við förum að klípa af þeim mönnum sem koma með einna mesta gjaldeyrisflæðið inní íslenskt samfélag.
samhliða því að laun sjómanna hækka þá kemur einnig auknar tekjur af skattgreiðslum þeirra skulum ekki gleyma því.
ég segi fyrir mína parta það má breyta í grunnatriðum kanski kerfinu um sjómanna afsláttinn ég neita því ekki, þú þurfir að hafa ákveðiið marga úthaldsdaga á 30 daga tímabili eða eithvað til að fá þessi réttindi. fáránlegt finnst mér að hafnsögumenn hafi sjómanna afslátt til dæmis.
og svo ég segi margir eru haldnir þeirri hugmynd að sjómenn hafi þennan afslátt alltaf þá árétti ég það að sjómanna afsláttur telur bara miðað við úthalds daga einstaklingsins.
en ég benti þér á líka ómar að tryggðar tekjur sjómanns eru ekki nema 180þúsund í heildarlaun yfir mánuðinn þannig að ef illa gengur og aflabrestur verður þá eru þetta launin sem sjómaðurinn fær.
takk fyrir.
a, 29.11.2009 kl. 19:19
"Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 75 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2009, samanborið við rúma 63 milljarða króna yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmætið hefur því aukist um 12 milljarða króna, eða 19% á milli ára."
Aflaverðmætið jókst um 12 milljarða króna á milli ára
Fluttar voru út sjávarafurðir fyrir um 133 milljarða króna fyrstu átta mánuðina í ár og útflutningsverðmæti þeirra gæti því orðið um 200 milljarðar króna í ár, um 10% meira en í fyrra.
Árið 2008, nam verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða 181 milljarði króna og verðmætið jókst um 42,3% frá árinu 2007.
Af heildarútflutningi sjávarafurða fóru í fyrra 79% til Evrópska efnahagssvæðisins, 5,6% til Asíu og 3,4% til Norður-Ameríku.
Útflutningur sjávarafurða 2008
Um 184 krónur fást nú fyrir evruna og 123 krónur fyrir bandaríkjadal, tvöfalt meira en í árslok 2007, en þá fékkst 91 króna fyrir evruna og 62 krónur fyrir bandaríkjadal.
Þorsteinn Briem, 29.11.2009 kl. 20:56
Enn er misskilngur á ferð varðandi "grát" minn. Rætt var um í athugasemd að það hefðu verið einhver sérstök fríðindi mín að fá borgaðan þann kostnað sem ég lagði í þegar ég fór ekki í frétta- eða upptökuferðir á bílum ríkisins eða á bílaleigubílum, sem voru mun dýrari en einkabílar, heldur fór á eigin bíl.
Í mörgum tilfellum var um það að ræða að jöklajeppa þurfti til og hefði verið miklu dýrara að kaupa bílstjóra og slíkan bíl utan úr bæ, auk þeirrar tafar og óhagræðis sem slíkt hafði í för með sér.
Ég hafði aldrei neitt upp úr því að fara þessar ferðir nema síður væri og nú eru þær að baki og mér er slétt sama.
En ég hlýt að útskýra hvers vegna þetta voru engin fríðindi. Sem dæmi voru engin fríðindi fólgin í því að fara á bíl frá Reykjavík á slysstað uppi í Grímsvötnum og til baka aftur og fá greiddan kostnað vegna bílsins.
Það voru heldu engin fríðindi fólgin í því að taka á leigu flugvél og fljúga á vettvang eða fá borgað fyrir mína flugvél ef hún var notuð.
Sjónvarpið sparaði sér að borga fyrir flugmann í slíkum tilfellum.
Ómar Ragnarsson, 29.11.2009 kl. 20:58
Góður punktur hjá Steina Bríem.
75 milljarðar verða að 112,5 milljörðum á 12 mánuðum. Breytingin er því ekki 19% á milli ára heldur 13,5%. Miðað við verðbólguna eins og hún var í September þá er þetta raunhækkun upp á 2,4%. Það er ljóst að lækkun krónunnar er ekki að skila sér að neinu marki til sjómanna í formi beinna launahækkana.
Þessi hækkun dreifist einnig ekki jafnt enda störfin fjölbreytt og ólík. Miðað við svona litla hækkun þá er augljóst að laun margra sjómanna eru að lækka og ofan á það vilja menn svo afnema sjómannaafsláttinn.
Þetta verður að hugsa betur. Helst verður að bíða með þetta þangað til það er búið að meta það hvernig þetta bitnar á þeim sjómönnum sem lægstar hafa tekjurnar.
Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 22:15
Ok Ómar.
Það sem ég var nú að reyna að koma inná er að þú hefur væntanlega fengið greidda dagpeninga fyrir þann tíma sem þú varst frá heimili og fjölskyldu sökum vinnu?
og það að sjómanna afslátturinn er engu ólíkur þeim fríðindum sem mörgum býðst þegar þeir þurfa að fara frá heimilum sínum og fjölskyldu til að vinna, þær greiðslur heita bara dagpeningar ekki afsláttur. Orðið sem menn hengja sig á hérna er þetta orð AFSLÁTTUR.
Væri ekki nær að nefna þetta dagpeningar eða áhættuþóknun eða hvað sem til félli?
Ég myndi seint telja það til forréttinda að fara á slysstað Ómar, en þetta er það starf sem þú valdir þér eins og ég valdi mér að verða sjómaður, í þínu starfi býðst/bauðst þér þessi aukalega greiðsla, dagpeningar, ef að ske kynni að þú yrðir frá heimili sökum vinnu þinnar.
Mér sem sjómanni býðst slíkt hið sama nema hjá mér heitir þetta sjómannaafsláttur.
Einnig tel ég það seint til fríðinda að stunda vinnu mína fjarri heimili og fjölskyldu til að geta greitt reikningana, en sjómennskan er það sem ég er góður í.
Ég get ekki skilið það að menn séu að agnúast útí sjómenn þó svo að við höfum eithvað eitt sem hinn almenni borgari hefur einnig, þó svo að það heiti sitthvoru nafninu, munurinn er bara sá að við fáum okkar dagpeninga fyrir hvern dag í okkar vinnu en þú færð hann bara í þau skipti sem þú kemst ekki heim í faðm fjölskyldunnar á kvöldin.
Sjómenn eru eina stéttin sem ég veit til sem hefur tekið á sig launalækkun í kjarasamningum.
Sjómenn er eina stéttin sem ég veit til að greiði fyrir olíukostnað á sínu vinnutæki.
Sjómenn er eina stéttin sem ég veit til að tekur á sig aukinn niðurskurð launa því að þeir eru að starfa á nýju vinnutæki.
segðu mér svo hvort það teljist ennþá til forréttinda að við fáum okkar dagpeninga...
a, 29.11.2009 kl. 22:46
Sjómannaafsláttur á tekjuárinu 2009 er 987 krónur á dag.
"Sjómannaafslátturinn verður afnuminn í áföngum frá og með árinu 2011, samkvæmt skattafrumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gærkvöldi. Laun þeirra sem þáðu sjómannaafslátt hækkuðu um 55 prósent milli áranna 2006 til 2008 samkvæmt framtölum."
Sjómannaafslátturinn verður afnuminn í áföngum
Þorsteinn Briem, 29.11.2009 kl. 22:52
Góður Steini,
hækkun upp á 55% réttlætir það að laun þeirra sem hafa 2 milljónir í árslaun lækki um 11,5% á meðan laun þeirra sem hafa 16 milljónir í árslaun lækki um 1,5%?
Þið hljótið að sjá að þetta er fáránlega öfugsnúið!
Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 23:02
Útflutningsverðmæti sjávarfurða var 171,4 milljarðar króna í fyrra, árið 2008, en það var 127,6 milljarðar árið 2007, sem er 44ra milljarða króna aukning, eða 34%, á milli áranna. (Sjá vef Hagstofu Íslands.)
Og heildaraflaverðmætið hér í fyrra, árið 2008, var 99,2 milljarðar króna en það var 80,2 milljarðar árið 2007 og jókst því um 19 milljarða, eða 24%.
Um 80% af íslenskum sávarafurðum eru seld til Evrópusambandslandanna en þetta hlutfall var 65% fyrir 14 árum. Um 184 krónur fást nú fyrir evruna, tvöfalt meira en í árslok 2007, en þá fékkst um 91 króna fyrir hana.
4.1.2009: "Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu skulda sjávarútvegsfyrirtæki í landinu 25-30 milljarða króna miðað við núverandi gengi, vegna afleiðu- og gjaldmiðlaskiptasamninga sem fyrirtækin gerðu við gömlu bankana.
Stærstur hluti þessara samninga var við gamla Landsbankann en virði samninga sem tilheyra honum er um 18 milljarðar."
Einar K. Guðfinnsson: Skuldastaðan mun batna
19.3.2009: "Brúttóskuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja voru 300,3 milljarðar króna í lok ársins 2007. Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja námu á sama tíma 15.685 milljörðum króna, samkvæmt frétt Morgunblaðsins í gær, sem byggir á upplýsingum frá ríkisskattstjóra.
Samkvæmt þessu voru skuldir sjávarútvegsins innan við 2% af heildarskuldum allra fyrirtækja í árslok 2007."
Skuldir sjávarútvegsins innan við 2% af heildarskuldum allra fyrirtækja í árslok 2007
Heildareignir sjávarútvegsins í árslok 2007 voru 435 milljarðar króna og heildarskuldir 325 milljarðar króna. Eigið fé sjávarútvegsins í árslok 2007 var því 110 milljarðar króna. Heildareignir og skuldir höfðu þá aukist um 12% frá árinu áður en eigið fé jókst um 13%.
Hreinn hagnaður samkvæmt árgreiðsluaðferð og 6% ávöxtun var 10,3% árið 2007, 13,4% 2006, 8% 2005 og 5,9% 2004.
Tekjur af fiskveiðum árið 2007 voru 85,4 milljarðar króna en gjöld um 67 milljarðar króna.
Tekjur fiskvinnslu alls á skilaverði árið 2007 voru 94,3 milljarðar króna en kostnaður vegna aðfanga um 71 milljarður króna.
Hagtíðindi 27. apríl 2009: Hagur fiskveiða og fiskvinnslu 2007
Þorsteinn Briem, 29.11.2009 kl. 23:10
Steini, þú drekkir réttlætinu í tölfræði.
Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 23:17
Ég vil eiga síðasta orðið.
Lifið heil.
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 23:47
Þessi umræða á ekki að snúast um laun sjómanna, vinnuálag eða aðstöðu um borð. Þessi umræða snýst um hvort það sé eðlilegt að ríkið niðurgreiði launakostnað útgerðarfélaga?
Ef útgerðarfélög fá niðurgreiðslu á launakostnaði, hví skyldu önnur fyrirtæki, sem bjóða uppá störf þar sem sumir vinna við erfiðar aðstæður, ekki fá sambærilegan ríkisstyrk?
Innan sjómannastéttarinnar má finna menn sem búa við algeran lúxus. Leður lazy boy stólar fyrir framan risa flatskjá og val milli gufu, tækjasals og heitapottsins á frívaktinni. Menn sem vinna bara annan hvern túr en eru engu að síður með bankastjóralaun.
Svo eru þeir sem eru á minni og lúnari fleytum þar sem leitun er að meiri lúxus en þokkalegum flotgalla.
Þá má nefna áhafnir á lóðsbátum sem aldrei eyða nótt um borð.
Það er ekkert sjálfsagt við það að allur þessi hópur fái laun sem eru niðurgreidd af ríkinu.
Það er miklu eðlilegra að vinnuveitendur þeirra standi straum af öllum launakostnaði. Þá á ég vitaskuld við að launþeginn haldi sömu ráðstöfunartekjum eftir breytingu og áður.
Sigurður Ingi Jónsson, 30.11.2009 kl. 00:34
Heill og sæll Ómar; sem og þið önnur, hér á síðu !
Svo mikilli lágkúru; hefir draslara óstjórn Jóhönnu og Steingríms valdið, að fólk er farið að sjá ofsjónum, yfir þessum skitnu krónum; hverjum, Ómar fær til síns brúks, að loknu vel unnu æfistarfi, að jafnaði.
Það sama fólk; nefnir ekki, þá auðlegð, sem Ómar hefir skilið eftir sig, meðal okkar, gegnum tíðina - og mölur né ryð fá ei grandað. Stiklu þættirnir; eru bara lítið brot þess, sem þessi listamaður hefir fært okkur, gegnum tíðina, gott fólk.
Fjarri fer því; að við Ómar séum samstíga, í fjölmörgum málum, svo sem, í umhverfismálum, til dæmis - en; ég ber virðingu fyrir hans göfuga framlagi, til vaxtar og viðgangs íslenzkrar menningar, engu að síður.
Sjómanna afsláttinn; og framtíð hans, eiga sjómenn einir að ákveða, úr því, sem komið er - án allra afskipta forugs illræðis; þeirra Jóhönnu og Steingríms.
Látið ykkur ei bregða; gott fólk, þó þau illu hjú tækju upp á því, að skattleggja andrúmsloftið ofan í okkur, einhvern daginn !
Þau eru jú; bein framlenging Haarde óræktarinnar / sem ýmissa, þar áður !
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 02:07
Í mínum augum er það algjört grundvallaratriði að allir séu jafnir hvað skattlagningu varðar. Þannig var ákveðið að forsetinn skyldi aftur skattlagður og að hann missti öll sín tollfríðindi. Þessi skatt- og tollfríðindaákvæði voru arfur frá gamalli tíð, því þau voru tekin upp vegna þess að danski konungurinn var með svipuð ákvæði í dönsku stjórnarskránni, sem sú íslenska er bein þýðing á.
Auðvitað ber að afnema þennan afslátt og útgerðarmenn eiga í staðinn að hækka launin hjá sjómönnum. Ég ber mikla virðingu fyrir sjómönnum og þeirra störfum, enda forfeður mínir sjómenn mörg hundruð ár aftur í tímann, auk þess sem ég stundaði sjó sem unglingur og ungur maður. Þeir eiga ekkert nema gott skilið fyrir sína erfiðu vinnu fjarri ættingjum og opinberri þjónustu. Þeir eru hins vegar ekki þeir einu, sem stunda vinnu sína fjarri mannabyggðum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.11.2009 kl. 07:24
Hér eru nokkrar myndir sem tengjast fiskveiðum Íslendinga:
http://www.photo.is/0/kina/pages/ICELANDIC_FISHING.html
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.11.2009 kl. 07:30
Magnað að sjá sjálfstæðismanninn Guðbjörn (64) mæla fyrir auknum launakostnaði atvinnurekanda.
LÍÚ eru með óþverralegustu samtökum atvinnurekenda á Íslandi og munu mjög seint samþykkja að útgerðin bæti sjómönnum upp afsláttinn.
Fáar aðrar stéttir hafa legið undir jafnmikilli áníðslu vinnuveitenda og ríkisstjórnar og sjómenn. Þeir hafa í gegnum árin þurft að þola það að vera samningslausir mánuðum saman og jafnan verið fljótir til að fá á sig lög ef þeir hafa ýjað að verkfalli.
GBen (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 08:52
Andskotans aumingjavælið alltaf hreint. EF að þetta er þessi skítur á priki sem af er látið, hvaða máli skiptir þessi afsláttur þá?
Svo láta sjómenn eins og að Gísli á Uppsölum hafi búið í höll miðað við þá!
Alveg með ólíkindum að menn láti bjóða sér drullu og skít árum saman! Lúsuga ljósabekki, vonalausa kokka og ég veit ekki hvað.
Að það skuli hafa dugað fyrir öllum þeirra þjáningum þessi sjómannaafsláttur er alveg frábært!
Svo ef einhver verður til þess að rugga aðeins bátnum, ætlar allt um koll að keyra og svívirðingarnar sem fylgja í kjölfarið benda nú oft til þess að viðkomandi sé ekki starfhæfur neins staðar og allra síst til sjós, þar sem líf eins getur oltið á heilastarfsemi þess næsta.
Björn Finnbogason, 30.11.2009 kl. 10:36
Björn minn, sjómannaafsláttu er ekki skítur á priki. Fyrir þá sem eru með 200 þúsund á mánuði þá eru þetta 11,5%!!! Þessi skerðing að teknu tilliti til verðbólgu er 20%.
Lúðvík Júlíusson, 30.11.2009 kl. 12:05
Þetta eru skrautlegar umræður. Fyrst um "lúxus" á skipum eina skipið sem ég veit um sem fellur undir þessa lúxusskilgreiningu (lazy boy og fl) var selt úr landi fyrir tveim árum.
Almennt er aðbúnaður í skipum þannig að fangarnir á Litla Hrauni myndu reka upp ramakvein ef það ætti að bjóða þeim þetta, menn deila klefum eru oft utan við síma og netsamband og fleira mætti telja í því.
En skrautlegast finnst mér hvernig þú Ómar skautar alltaf í kringum það að svara fyrir dagpeningana.
Nú vil ég að þú svarir eftirfarandi spurningum án málalenginga!
Dagpeningar eru undanþegnir skatti þannig að hvernig er sá skattaafsláttur frábrugðinn sjómannaafslætti?
Finnst þér Ómar að það eigi að vera sérréttindi þeirra sem starfa í landi að fá skattaafslátt vegna uppihalds?
Greiddir þú ef til vill skatt af þeim dagpeningum sem þú hefur fengið í gegnum tíðina?
Hreinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 13:37
Kæru landar,
mér finnst gott að sjá hvað margir vilja halda í sjómannaafsláttinn. Mér þykir verra hversu margir öfundast út í hann.
Hvað eru sjómenn að taka af þeim sem vinna í landi? Ef þetta er svona mikið réttlætismál, af hverju er þá ekki persónuafsláttur afnuminn í leiðinni svo allir greiði sama tekjuskatt? Það finnst mörgum óréttlátt. Það eru engin rök fyrir persónuafslætti. Hann er auvðitað alveg eins niðurgreiðsla til fyrirtækja eins og sjómannaafslátturinn.
Að öfundast útí náungan er fínt, það má bara ekki ganga út í öfgar.
Togarasjómaður vinnur 84 tíma á viku eða 12 tíma á dag. Hann er í burtu 24 tíma á dag eða 168 tíma á viku. 720 tíma á mánuði.
Við erum að afla mikilvægra tekna fyrir þjóðfélagið. Ef börn eru spurð hvað þau vilja verða þegar þau verða stór, þá er það ekki sjómaður. Það er auðvitað engin virðing lengur borin fyrir þessu mikilvæga starfi og þannig hefur umræðan líka verið í garð okkar sjómanna þegar verið er að ræða um afnám sjómannafsláttarins.
Höldum áfram að öfundast útí náungann. Það gerir okkur öll að betri mönnum.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 03:57
Þessi umræða er ósköp þunn.
Ég efast ekki um að sjómenn vinna við misjafnar aðstæður og að þeir eiga að fá mannsæmandi laun fyrir sína vinnu. Það kemur hins vegar þessu máli ekkert við. Ef að maður vinnur erfitt starf við erfiðar og áhættusamar aðstæður, þá á vinnuveitandinn að borga honum fyrir viðvikið. Enginn annar. Ekki ríkið, ekki bærinn, ekki fiskverkunarkonan, heldur maðurinn eða fyrirtækið sem réð hann í vinnuna. Þetta getur ekki verið flókið.
Aðeins um nokkur mál sem hefur verið imprað á, en t.d. hefur það verið nefnt að sjómenn nýta ekki þá samfélasþjónustu sem öðrum stendur til boða.
1 Vegakerfið. Þeir sem eiga og keyra bíla borga fyrir vegakerfið. Þess vegna borga sjómenn ekkert fyrir vegakerfið á meðan þeir eru á sjó, enda nota þeir bílinn ákaflega lítið á meðann. Þessi rök eru því augljóslega rugl
2 Sjónvarp. Eftir að nefskattur var tekinn upp, þá borga allir fyrir sjónvarpið, óháð því hvort að þeir eru blindir, eiga sjónvarp eða ekki. Hins vegar nást ríkisútvarpsendingar út um landið og miðin og sjónvarpið nokkuð víða. Áður þurftu þeir sem ekki áttu sjónvörp ekki að borga afnotagjöld, því má segja að þarna sé um afturför að ræða.
3 Heilbrigðisþjónusta. Sjómenn búa sannarlega við verri aðgang að heilbrigðisþjónustu en aðrir landsmenn. Hins vegar verður ekki véfengt að þegar mikið bjátar á og þeir þurfa nauðsynlega að komast á spítala, þá verður samfélagslegur kostnaður miklu, miklu meiri þegar þeir eru sóttir á sinn vinnustað. Því er enginn efnisleg ástæða til að ætla að þeir borgi hlutfallslega meira til samfélagsins vegna heilbrigðismála m.v. þann kostnað sem af þeim hlýst en aðrar stéttir. Þá má halda til haga að tíð slys hafa varpað skugga yfir íslenska útgerð lengi. Slysa- og örorkubætur til sjómanna, sem enginn telur sjálfsagt eftir sér að ríkið greiði, hafa fyrir vikið orðið meiri vegna þessarar stéttar en annarra. En þeir sem gera þá kröfu til sinna starfsmanna að þeir vinni hættuleg störf eiga að borga þeim í samræmi við það. Ekki aðrir.
Símar: Menn borga fyrir síma. Ef menn nota ekki síma, þá þurfa þeir ekki að borga. Því eru sjómenn ekki að borga fyrir kerfi sem þeir nota ekki. Hins vegar eru skip nú yfirleitt í fjarskiptasambandi við Íslandsstrendur.
Dag- (og gisti)peningar ríkisstarfsmanna: Ríkið og eftir atvikum aðrir atvinnurekendur borga fyrir uppihald starfsmanna þegar þeir senda þá út í mörkina eða til útlanda. Dagpeningum er ætlað að standa undir kostnaði við uppihald og gistingu á meðan á dvöl stendur, koma í stað fyrir útlagðann kostnað. Ljóst má vera að starfsmaður sem þarf að borga fyrir hótel, ferðir til og frá fluvöllum, leigubíla eða bílaleigubíla, veitingastaði (menn borða jú ekki heima hjá sér í útlandinu), þarf að fá greitt fyrir útlögðum kostnaði, sem hann leggur út fyrir vinnuveitandann (sumir fá reyndar visakort sbr. KSÍ-maðurinn knái), og greiða því ekkert sjálfir (og fá ekkert greitt). Ef að hótel í útlandinu kostar 20.000 kr. á nóttina, þá þarf að láta starfsmanninn fá 20.000 kr. skattfrjálst. Allt tal um skatta vitnar því um vanþekkingu viðkomandi á málinu.
En af hverju eiga þá sjómenn ekki að vera á skattfrjálsum dagpeningum? Því er auðveldlega svarað. 1. Þeir fá ókeypis (og skattfrjálsa) gistingu um borð í skipum sínum. 2. Þeir fá ókeypis (og skattfrjálst) matartillegg upp á ca. 1.200 kr. á dag. Þessum 1.200 kr. er ætlað að standa undir launum kokksins en efniskostnað matarins er sjómönnunum sjálfum ætlað að greiða rétt eins og tíðkast í flestöllum mötuneytum landsins (ríkis sem og annarra). Því eru sjómenn þegar að fá skattfrjálst þau "hlunnindi" sem dagpeningamenn eru að fá. Allt tal um að taka upp dagpeninga á sjó, lýsir því eftir sem áður takmörkuðum skilningi á eðli dagpeninga.
Önnur óráðsía í ríkisrekstri. Svo má böl bæta að benda á annað verra. Það eru ekki rök með sjómannaafslætti að ríkið "sói" peningum í listamannalaun, borgi ráðherrum tvöfalda dagpeninga, borgi stjórnmálaflokkum peninga o.s.frv. Eitt ranglæti réttlætir ekki annað ranglæti fyrir þann mikla meirihluta þjóðarinnar sem er ekki á sjómannaaflsætti, listamannalaunum, þingi eða hverju öðru ranglæti sem kann að vera upp í þessu þjóðfélagi.
Haukur (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.