Þess vegna er málið svona vaxið.

Ólafur F. Magnússon bauð sig fram ásamt öðrum í borgarstjórnarkosningunum 2006 fyrir lista sem bar nafnið "F-listinn - listi frjálslyndra og óháðra." 

Í ljós kom ári síðar að efstu menn listans sögðust skilgreina sig sem "óháða" og voru þá ekki í Frjálslynda flokknum, heldur í Íslandshreyfingunni. 

Rök framkvæmdastjórnar Frjálslynda flokksins um að Ólafur F. Magnússon eigi engan rétt til neins er varðar framboðið virka því öfugt við það sem til er ætlast.

Frjálslyndi flokkurinn stóð ekki einn að framboðinu 2006 og í því liggur eðli þessa máls.

 

  


mbl.is Ólafur F. er ekki í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Margt rétt hjá þér þarna en Ólafur var í Frjálslynda flokknum og þáði milljónir í styrki frá Frjálslynda flokknum í borgarstjórnarkosningunum 2006, hann var ekki óháður.

Hins vegar skal það áréttað að þessi peningur á að fara í borgarmál en hvorki í að greiða skuldir óreglu framkvæmdarstjórnar Frjálslynda flokksins né í að undirbúa sérframboð Ólafs F. Magnússonar.

Reyndar er Frjálslyndi flokkurinn hættur allri félagsstarfsemi nema örlítilli og þá aðeins að nafninu til.

Réttast væri að styrkirnir myndu renna beint til borgarinnar þar sem grundvöllur þeirra er algjörlega brostinn.

Ég reyndi árangurslaust í marga mánuði, eða allt frá kosningalokum, að hafa samband við framkvæmdarstjórnina, sem aldrei svaraði mér, þáverandi formanni ungliðahreyfingar flokksins, til þess að fá það á hreint hver tilætlan þeirra væri, hvort einhver endurreisnaráætlun væri til staðar.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 29.11.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Hvað sem flokksaðild viðkemur þá er fróðlegt að lesa stefnuskrá Frjálslyndra fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 "Velferð og öryggi" sama nafn og á málefnasamningi við Sjálfstæðisflokkinn.  Þar kemur fram að forgangsraðað skuli í þágu velferðar og hugað að öryggismálum.  Náttúruvernd, verndun Laugavegarins og Reykjavíkurflugvallar þar sem hann er. Það er líka fróðlegt að bera þetta saman við stefnu 100 daga meirihlutans í þessum málum.

Sigurður Þórðarson, 29.11.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband