Kastró á lífi, - Stalín slapp þrisvar.

Engan þarf að undra þótt Osama Bin Laden hafi sloppið undan öflugustu leyniþjónustu og her heimsins. Aðeins 140 kílómetrum undan ströndum Flórida hefur Fidel Castro sloppið undan erkifjendum sínum í hálfa öld, tíu Bandaríkjaforsetum sem setið hafa á þessum tíma til mikillar gremju.

tugi skipta hafa verið gerðar áætlanir og tilraunir til að koma honum fyrir kattarnef en án árangurs.

Jósep Stalín var þrívegis hnepptur í fangelsi í hinum illræmdu fangabúðum Rússakeisara í Síberíu og slapp jafnoft út.

Þegar hann sjálfur þurfti að hneppa margfalt fleiri í fangelsi í Gúlaginu sluppu menn ekki eins auðveldlega. Sá sem réði yfir þrælkunarbúðunum kunni manna best trixin til að sleppa og nýtti sér það.

Svona svipað eins og þegar bestu kennararnir eru þeir sem voru erfiðustu nemendurnir sjálfir þegar þeir voru ungir.

Osama Bin Laden hefur því miður tekist að gera sig að tákngervingi baráttu fátækra og undirokaðra þjóða við hin ríku og drottnandi Vesturlönd.

Þegar ég var viðstaddur mikla þakkarhátíð í Maputo í Mósambík fyrir nokkrum árum, þar sem heimamenn vildu gera vel við velgjörðarfólk sitt frá Íslandi, var meðal sýningaratriða mikill stríðsdans sem átti að tákna baráttu innfæddra á sínum tíma við hina ensku nýlenduherra í Ródesíu, eins og landið hét þá.

Á fremsta bekk gestanna sat Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sem hafði við annan mann látið skrá Íslendinga sem eina hinna viljugu þjóða er vildu ráðast inn í Írak.

Einn hinna dansandi hermanna, sem þandi sig fyrir framan íslenska utanríkisráðherrann, einn helsta bandamann Bandaríkjaforseta, var í bol með risastórri mynd af Osama Bin Landen á brjóstinu.

Íslendingarnir létu sér hvergi bregða enda líklegt að ungi blökkumaðurinn hefði ekki hugmynd um hvað þetta væri neyðarlegt.

En þetta atvik sýndi hvaða sess Osama Bin Laden hefur tekist að setjast í víða um lönd.Það er ekki útilokað að hann verði jafn ósnertanlegur og Kastró.


mbl.is Bin Laden slapp naumlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan má spyrja þeirrar spurningar hvort hergangaframleiðendum hefði hugnast sú niðurstaða. Stríðið klárast á smá tíma með handtöku Bin Ladens og minnkandi eftirspurn eftir hergögnum.

Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:08

2 identicon

Bandaríkjamenn studdu við afturendann á Bin Laden þegar hann var að tuddast í Rússum í Afganistan á sínum tíma.

Það er ljóst að einhverjir vinir og stuðningsmenn Bush og Rumsfeld eru búnir að græða rosalega síðan Bin Laden gekk, að hluta til undir þeirra verndarvæng, yfir til Pakistan.

Það eru kannski meiri kærleikar þar á milli eða hagsmunir í húfi en gefið er upp.

GBen (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:20

3 identicon

Það hljómar eins og voðaleg samsæriskenning, en það sem Bush stjórnin gerði fyrir opnum tjöldum var oft á tíðum mun gagnrýnisverðara heldur en þessi tilgáta: að þeir hafi aldrei haft neinn sérstakan áhuga á að ná eða drepa Osama bin Laden... frekar að halda honum veikum en þó nógu lifandi til að geta réttlætt lögin sem þeir settu í Bandaríkjunum, og aðgerðirnar sem þeir framkvæmdu utanlands. Stór forsenda þess að drekkja hernum í peningum, herða lög, eftirlit og öryggi innanlands sem utan, var byggt á þeirri staðreynd að Vondi Kallinn væri ennþá lifandi úti, í þann mun að ráðast aftur á Bandaríkin.

Ef þeir hefðu raunverulegan áhuga á að kála kallinum, þá væri það allavega þvert á við hagsmuni þeirra, og myndi gera þeim mun erfiðara fyrir að réttlæta allt þetta hernaðarbrölt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 06:53

4 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ómar og takk fyrir pistilinn.

Mig langar að leiðrétta smá atriði hjá þér, en Ródesía var það sem kallað er Zimbabwe í dag.  Mósambík var lengst af undir yfirráðum Portúgala, sem nefndu landið svo eftir orðinu Msumbiji sem var heitið á Swahílí yfir Mósambíkeyju og hafnarbæinn.

Sjá nánar í Wikipediunni hér og hér.

Kveðja úr austri, Sigurjón

Sigurjón, 30.11.2009 kl. 07:05

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Oft var Hitler sýnt banatilræði. Frægast er tilræðið sem Carl von Staffenberg framkvæmdi 20.7.1944.

Nokkrum misserum áður stóð til að sýna Hitler banatilræði. Einn af herstjórum Þjóðverja og andstæðingur Hitlers fékk pata af því að Hitler ætti að fara með tiltekinni flugvél. Þessi herstjóri þekkti flugmanninn og bað hann að koma tveim vínflöskum til sameiginlegs vinar. Í annarri flöskunni var tímasprengja. Fyrir einhverja tilviljun fór Hitler með annarri flugvél og af ókunnum ástæðum sprakk sprengjan ekki, sennilega hefur klukkan sprengjunnar stöðvast eða eitthvað annað ekki í lagi.

Þá hugðust Bretar og Bandaríkjamenn gera loftárás á Arnarhreiðrið en auðvitað slapp kauði, m.a. vegna þess að hann var stöðugt að breyta um áætlun. Hætt var við árásina og dokað við og reyna aftur þegar betri vitneskja var um ferðir foringjans.

Annars var þessi gríðarlegi trúnaður á foringjann sem margir hafa undrast. Hvers vegna í ósköpunum gat fólk í Þýskalandi verið svona blint á glæfra þessa fúlmennis?

Skýringin er einkum sú, að gamli hermannaeiðurinn sem allir liðsforingjar þurftu að sverja hátíðlega, gekk út á að vera trúr keisaranum og föðurlandinu. Þessum eið var breytt eftir fyrri heimstyrjöldina með þeim hætti að Weimarlýðveldið kom í staðinn fyrir keisarann. Árið 1934 breytti Hitler þessu þannig að frá og með 1934 urðu allir þýskir liðsforingjar í þýska hernum Wehrmacht að sverja foringjanum persónulega hollustu sína auk trúnað við föðurlandið.

Við Íslendingar sitjum núna uppi með gríðarleg vandræði sem örfáir menn hafa komið okkur í. Það var yfirstjórn sjálfstæðra aula á Íslandi sem því miður allt of margir hafa treyst og trúað á. Þurfti þó ekki breyttan hermannaeið að hætti Hitlers, þúsundir Íslendinga virðast vera gjörsamlega blindir á þessa þokkapilta sem stýrt hafa landinu í 18 ár en gera sér ekki minnstu grein fyrir afdrifaríkum mistökum sínum.

Það er ekki auðvelt að finna greiða leið út úr ógöngunum þegar allar brýr eru fallnar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.11.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband