30.11.2009 | 11:03
"Hvað getur Stebbi gert að því...?"
Hvað getur Stebbi gert að því þótt hann sé sætur / og geri allar stelpur vitlausar í sér...?" var sungið hér um árið.
Ég hef aldrei skilið það en Tiger Woods hefur einhver óútskýranleg áhrif á konur.
Mér er kunnugt um eldri konur sem setjast sem límdar fyrir framan sjónvarpstækið þegar kappinn birtist með kylfuna reidda um öxl.
Þetta eru rólyndis konur sem annars haggast ekki eða láta neitt koma sér úr jafnvægi.
Oscar De La Hoya dró jafnvel fleiri konur en karla á hnefaleikabardaga sína, þessi tiltölulega litli naggur og þær hvíuðu og flykktust að hvar sem hann fór.
Það hlýtur að vera erfitt að vera eiginkona slíks manns sem er áreiðanlega eltur á röndum hvar sem hann fer um heiminn, fjarri heimaslóðum sínum.
Hér forðum daga var það kökukeflið sem reyndist handhægt í svona tilfellum en þeir tímar eru liðnir þegar "konan var best geymd á bak við eldavélina."
Nú eru það golfkylfur eða hafnaboltakylfur sem túlka heitar tilfinningar sem fá útrás og geta síðan reynst vel sem björgunartæki þegar allt er komið í óefni.
Woods flúði reiða eiginkonu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.