Geri ekkert af mér.

Það er auðvelt að velja lag sem túlkar heit Tiger Woods um að hafa sér skár í framtíðinni. 

Hinn drykkfeldi og léttlyndi bandaríski píanóleikari Fats Waller samdi og flutti lagið "Ain´t misbehaving" fyrir meira en 70 árum og nokkrum sinnum hef ég sungið lagið á skemmtunum með íslenskum texta sem ber heitið "Geri ekkert af mér."

Læt hann flakka hér svona til gamans.

 

GERI EKKERT AF MÉR.

(Lag: Ain´t misbehaving)

 

Æsandi konur   á ýmsan veg  / 

eru í kringum mig en kvíddu´engu, ég sver að ég  /

geri´ekkert af mér, geymi mig fyrir þig,  - bara þig, aðeins þig , bara þig.

 

Ó, hve þær lokka - á ýmsan veg  /

með yndisþokka ´og mikla fegurð, en ég sver að ég   /

geri´ekkert af, mér, geymi mig fyrir þig,

aðeins þig, bara þig.

 

Skvísur anga  við minn vanga,  /

við það fer mann  margt að langa  /

en blessuð vertu, þær blikna við hliðina´á þér,  / 

ó, í hjarta mér.  

 

Banda þeim frá mér, - syng til þín söng, -  /

sé þig í anda´er pilsin líða framhjá, stutt og þröng, -  /

geri´ekkert af mér, -  geymi mig fyrir, bara þig.   /

Geri´ekkert af mér, -  geymi mig fyrir þig !  

 

Skvísur  

 


mbl.is Mér að kenna, segir Woods
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband