5.12.2009 | 15:05
Þingið heldur haus.
Margir hafa haft áhyggjur af því ástandi sem ríkt hefur á Alþingi undanfarna daga. Á því má sjá bæði alvarlegar og spaugilegar hliðar eins og sést á pistli mínum hér á undan á léttu nótunum.
Samkomulagið, sem nú hefur náðst, sýnist mér vitna um það að þrátt fyrir átök og umræður haldi menn haus og þoki þessu stóra og vandasama máli áfram á ábyrgan hátt.
Samkomulag um afgreiðslu Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ekki sammála Ómar, þingið og sérstaklega þessir nýju þingmenn hafa sett varanlega ofan. Það var svosem ekki af háum söðli að detta en við urðum vitni að nýjum lægðum í málþófi og bulli sem var flutt undir liðnum "um fundarstjórn forseta"
Þingmennirnir gleymdu nefnilega að virðing er eitthvað sem menn ávinna sér og traust er eins og hreinleiki, þú missir hann bara einu sinni
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.12.2009 kl. 16:00
Er sammála þér Ómar
Birgir Viðar Halldórsson, 5.12.2009 kl. 20:33
Oft er ég sammála þér, félagi. Þó ekki núna. Tek undir með Jóhannesi Laxdal Baldvinssyni.
Eiður Svanberg Guðnason, 5.12.2009 kl. 22:01
Auðvitað getum við ekki alltaf verið sammála. Ég horfi aðeins á þetta frá því sjónarhorni, að einungis var um að ræða þrjá slæma kosti og þessi var sá skásti.
Fyrsti kosturinn var sá að forseti kvæði upp úr með það að umræðunni væri lokið.
Við verðum að muna að það eru ekki nema rúm tvö ár síðan núverandi stjórnarflokkar voru í stjórnarandstöðu og nýttu sér til hins ítrasta að beita málþófi ef þeim fannst sjálfum málstaðurinn vera þess virði að slík ráð yrðu notuð.
Fylgismenn þessara flokka voru búnir að vera í þessari aðstöðu í tólf ár. Í ljósi þessarar nýliðnu fortíðar sinnar hefði ekki verið auðvelt fyrir þá að láta sverfa til stáls núna og ég hefði ekki talið þa'ð skynsamlegt miðað við það hve mörg nýuppkomin atriði voru ekki á hreinu.
Annar kosturinn var sá að umræðan yrði látin halda áfram eins lengi og stjórnarandstæðingar gátu notað sér gloppur í þingsköpum og með því valdið enn meiri usla með því að ræða ekki önnur brýn mál.
Stjórn og stjórnarandstaða ákváðu að gera vopnahlé og velja þar með skásta kostinn, þótt ekki sé hann góður.
Ómar Ragnarsson, 5.12.2009 kl. 23:53
Sæll Ómar, eg hef verið að velta fyrir mer í fjöl mörk ár, innheimtulögfræðinga sem ganga það hart fram að fólki að það fremur sjálfsmorð, finnst ykkur það réttlát að þessir menn gangi þétta langt. þessir menn eru siðlausir morðingjar sem fela sig bak við lög. mer finnst að ætti að birta nöfn þessa lögmanna sem ganga þetta langt. er ekki hægt að auglýsa eftir fólki sem hefur mist sína nánustu eða vini. og nafngreina þessa morðinga eg hef oft hugsað hvort eg ætti ekki að fara og hitta þennan lögmann ( morðinga ) og ganga í skrokk á hönum, eða birta nafn hans og húsnæði í vinnu og heima á netinu og ath hvað margir hafa lent í honum, kanski er þetta skrímsli lög legur fjölda mörðingi. ef enginn þorir að tala um þetta munu fleiri gefast upp, og lög legir morðingar geta haldið gleðileg jól.
kv einn sem hefur mist bróðir sinn vegna innheimtu lögmans fyrir 14 árum, og heyrt nokkrar svipaðar sögur síðan.
Sverrir Sverrisson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 00:02
Sæll Ómar. Ég er þér sammála um að þarna hefur tekist að þoka þessu mikla þrætumáli áfram og það sannar best hve þessi ríkisstjórn er stefnuföst og ákveðin að ná okkur upp úr þessu feni sem við erum í. Stjórnarandstaðan er að nýta sér eigin afglöp liðinna ára til að komast aftur til valda á mjög grímulausan hátt í því yfirskyni að verið sé að vernda hagsmuni almennings í landinu. Í mínum nösum lyktar þetta af hagsmunagæslu fyrir valdaklíkur sem þeir hinir sömu stjórnmálaflokkar hafa komið komið á fót á umliðnum áratugum. Það er verið að verja valdablokkirnar með kjafti og klóm. (afsakið orðbragðið)
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 00:34
Sæll Sverrir. Lögfræðingar þessa lands hafa löngum þrengt að þeim skuldugu fyrir hönd þeirra sem þeir er að vinna fyrir hverju sinni. Það er afar sorglegt þegar slíkar aðgerðir valda sjálfsvígum einstaklinga. Votta þér samúð vegna bróður þíns.
Það mun því miður vera algengara en við höldum að fjármál leggja fólk í gröfina með beinum eða óbeinum hætti. Það er vissulega tími til þess komin að tala opið um þessi mál og segja hlutina upphátt. Þú hefur sýnt ákveðinn kjark með því að skrifa þína færslu hér. Kannski verður hún til að opna umræðuna, hver veit.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 00:42
"Samkomulagið, sem nú hefur náðst, sýnist mér vitna um það að þrátt fyrir átök og umræður haldi menn haus og þoki þessu stóra og vandasama máli áfram á ábyrgan hátt. "
Það fer HARLA LÍTIÐ fyrir rökstuðningi hjá þér, Ómar, með þessum orðum þínum. Hvar eru rökin? Hvar er greiningin? Og hvar er þá málstaðurinn?
Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 01:54
Skynsemisglætan felst í ungu mönnunum í Indefence sem tala fyrir málstað íslensku þjóðarinnar sem var fórnarlamb misnotað af "víkingum" og handbendlum þeirra (nýju þingmennirnir eru saklausir). Hún fellst líka í því að 28000 manns hafa skorað á forsetann að vísa Ísklafanum í þjóðaratkvæði.
Sigurður Þórðarson, 6.12.2009 kl. 08:30
Lýsi aftur eftir rökunum! – Bendi svo á þennan pistil minn í dag: Svikasátt Fimmflokksforingja um Icesave; holskefla dómsins gæti riðið yfir á næstu 6–10 dögum; – að skjóta fyrst og spyrja svo!
Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.