Rétt uppsetning hjá Svandísi.

Stóriðjusinnar hafa hamrað á því að valið standi milli vatnsafls- eða jarðvarmavirkjana hér eða kolaorkuvera erlendis rétt eins og að Ísland sé eina landið í heiminum sem ráði yfir þessum orkugjöfum. 

Hið rétta er og óumdeilt að íslensk vatns- og jarðvarmaorka er langt innan við 1% af slíkri orku í heiminum.

Valið stendur því að milli nýtingar slíkra orkugjafa hér eða slíkra orkugjafa hjá þjóðum sem þurfa ekki að fórna eins miklum náttúruverðmætum og þurfa á því að halda að komast út úr sárustu neyð fátæktar og örbirgðar.  

Þrátt fyrir hrunið erum við Íslendingar meðal ríkustu þjóða heims. Þegar ég flaug tvívegis í lítilli flugvél yfir Afríkuland þar sem tekjur fólksins eru 200 sinnum minni á mann en hér á landi og sá allt hið óvirkjaða vatnsafl veitti það mér nýja og rétta sýn á þessi mál.

Norðmenn eiga jafnmikið magn af vatnsorku óbeislað og við. Þeir sóttu ekki um undanþágu í Kyoto og munu ekki gera það nú.  

Bandaríkjamenn eiga gríðarmikla jarðvarma- og vatnsorku í Yellowstone og mun ekki sækja um undanþágu í Kaupmannahöfn til þess að fórna náttúruverðmætum, sem standa okkar náttúruverðmætum að baki, fyrir orkuvinnslu.  


mbl.is Íslendingar munu draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óbeisluð orka Noregs gleymist afar oft í umræðunni hér.

Vinstri grænir er hópur fólks með afdráttarlausar skoðanir í umhverfismálum. Það er skylda hinnar pólitísku forystu flokksins að hafa þau gildi að leiðarljósi. 

Árni Gunnarsson, 6.12.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband