15.12.2009 | 19:20
Er nú ekki nóg af saltinu ?
Að undanförnu hafa verið einmuna hlýindi dag eftir dag en fyrst nú, þegar líkur eru á því að það frysti, er farið í það að ausa saltpækli um göturnar til að hreinsa burtu tjörusandinn sem myndast hefur á þeim vegna notkunar nagladekkja og salts.
Að undanförnu hafa verið í boði margar nætur þegar svo hlýtt hefur verið að engin þörf hefði verið á því nota salt.
Mér hefur fundist nóg um notkun saltsins að undanförnu, oft til þess að eyða örþunnri skán sem hvort eð er hefði eyðst af umferðinni á skömmum tíma.
Götur borgarinnar þvegnar í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.