Eins og í Heimaeyjargosinu.

Það er mjög þarft framtak að setja upp myndavél sem sýnir beint frá Heklu og þótt þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi, er þetta í fyrsta sinn sem þetta er gert áður en hugsanlegt gos hefst. 

Fyrra skiptið var í Heimaeyjagosinu 1973 þegar á vegum tæknimanna Sjónvarpsins var sett upp myndavél við endurvarpsstöðina á Klifinu í Vestmannaeyjum þar sem sjá mátti til Eldfells og gossins þar.  

Það mætti hugsa sér að setja upp myndvél þar sem sæist til Kötlu. Hún þyrfti ekki að vera í notkun nema þegar jarðhræringar eða aðrar vísbendingar eru um yfirvofandi gos.

P. S. En nú heyri ég í Sjónvarpinu að búið er að setja svona myndavél upp á Háfelli. Gott mál það.  


mbl.is Vefmyndavél sýnir frá Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Veistu hvort það sé hægt að nálgast myndirnar frá Heimaeyjagosinu á einhverjum stað?

Teitur Haraldsson, 15.12.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góð spurning, Teitur. Ég hef nefnilega ekki hugmynd um það. En af því að ég er að vinna hjá RUV þessa dagana skal ég spyrja að því.

Ómar Ragnarsson, 15.12.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Takk fyrir það. 

Kannski ég gæti beðið þig að athuga með allar sögurnar sem RUV á upptekið, hvort það sé hægt að komast í þær?

Ég fæ kaldan hroll þegar ég hugsa um allar gersemarnar í geymslu sennilega á einhverjum eld gömlum spólum, ég er nefnilega hljóðbóka fíkill. Ekkert betra en góð saga þegar ég þarf að ferðast.

Teitur Haraldsson, 15.12.2009 kl. 22:35

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 15.12.2009 kl. 23:34

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hugsa að vefbanki Valla sé með eitt flottasta yfirlitið yfir vefmyndavélar:

http://www.vefbankivalla.is/vefmyndavelar.html

Og þar sem að ég veit að þú hefur smá áhuga á flugi Ómar, að þá er hér skemmtileg heimasíða sem ekki margir vita af. Þar er m.a. safnað saman vefmyndavélum sem gott er að fara inn á þegar verið er að plana flug um landið.

Flugvefur Frosta Heimissonar:

http://frosti.go.is/aero/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.12.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband