15.12.2009 | 19:56
"Skal í gegn stefnan".
Þegar ekið er um þjóðvegakerfi annarra landa sést að yfirleitt er reynt að beina hröðustu umferðinni framhjá byggðakjörnum, bæjum og borgum.
Ástæðan er einföld: Það er töf af því að lenda í hægri og þungri innanbæjarumferð og eykur slysahættu.
En eins og sést vel af grein í Morgunblaðinu í dag er og hefur verið áberandi það sjónarmið á Íslandi að umferð skuli beint í gegnum miðju hverrar þeirrar byggðar sem á leiðinni er. Ég hef kallað þetta "Skal í gegn stefnuna."
Andstæða hennar er upphrópunin sem nú er komin á kreik: "Sellfyssingar ekki lengur í alfaraleið!" Agalegt að heyra þetta!
Jæja? Verður eitthvað lengra fyrir Selfyssinga að fara í allar áttir þótt hraðleiðin liggi ekki alveg upp að gangstéttum í miðju bæjarins?
Ég hélt þvert á móti að með því að greiða úr umferðartöfum á þann hátt að bægja óþarfa umferð frá miðju Selfossbæjar og fara meðfram byggðinni yrði greiðari leið fyrir Selfyssinga að fara í allar áttir.
Og á sama hátt verður alveg jafn langt fyrir fólk, sem kemur úr öllum áttum að Selfossi og á þangað erindi, að fara inn í bæinn og mun jafnvel taka skemmri tíma heldur en nú þegar umferðin er svo þung.
Vandamál vegna manngerðra fyrirbæra á borð við golfvöll, gróðursettan skóg og æfingasvæði vélhjólaklúbbs hlýtur að vera hægt að leysa.
Ég minnist þess ekki að á hundruðum ferða minna í gegnum Selfoss hafi ég stoppað þar til að versla, bara vegna þess að ég var skikkaður til að aka í gegnum bæinn.
Hliðstætt mál var leyst við Hellu á sínum tíma með því að færa bensínstöðina til.
Þar áður ríkti þar "skal í gegn" stefnan, að allir urðu að taka lykkju á leið sína og fara yfir gömlu Hellubrúna í miðju þorpi, hvort sem þeir áttu erindi til Hellu eða ekki.
"Skal í gegn-stefnan" varð ofaná varðandi leiðina frá Seyðisfirði í vesturátt og hún látin liggja í krók í gegnum Egilsstaði.
Og þessi stefna er svo sannarlega í gildi við Blönduós þar sem menn verða á Norðurleiðinni að taka á sig 15 kílómetra óþarfa krók til að fara þar í gegn. Nýr vegur á brú yfir Blöndu hjá Fagranesi myndi liggja áfram inni í sveitarfélaginu og þess vegna hægt að halda þjónustu við vegfarendur innan þess.
Selfyssingar ekki lengur í alfaraleið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innilega sammála.
Ef ég má bæta við þá sá ég skipulagið sem Selfoss bær er með. Þar á að skella eins og tveim hringtorgum eftir að komið er yfir brúnna í austur átt og setja byggð hinumegin við hin nýja þjóðveg og búa þar með til óþarfa umferð yfir þjóðveiginn og að sjálfsögðu aukna hættu!
Því miður verður það svo á Hellu að þar verða tvö hringtorg þennan stutta kafla framhjá bænum og það virðist markvist vera að auka byggð "hinumegin" (sunnan) við þéttbílið.
Teitur Haraldsson, 15.12.2009 kl. 20:36
Ástæða þessa var rakin á ráðstefnu sem Vegagerðin hélt nýlega. Þar kom fram að samgöngumannvirki laða að sér byggð, einkum þegar þau eru nálægt fyrri byggð.
Gallinn við Selfoss og Hellu er sá, að menn hefðu átt að leggja hraðbrautina fjær byggðinni svo að minni hætta væri á að hún gleypti nýja samgöngumannvirkið.
Ómar Ragnarsson, 15.12.2009 kl. 20:48
Hvort skildu norðan- eða sunnanmenn eiga harðari og fleiri "skali í gegn asna" ?
Ég veðja á Blönduós.
Eru "skal í gegn asnar" lögverndaður minnihlutahópur sem fær beinan fjárstuðning yfirvalda í gegn um vegagerðina ?
Gunnlaugur Bjarnason, 15.12.2009 kl. 20:57
Mér finnst þessi málflutningu dapur. Það glymur hátt hér í tunnunni Gunnlaugi sem þarf eiginlega að þvo sér um munninn miðað við orðbragðið. Gleyma menn af hverju vegir eru gerðir upphaflega? Vegir tengja byggðir saman og ekki bara hér á landi. Nokkrir kílómetrar til eða frá sem HÆGT ER að stytta þjóðveginn um skipta litlu samanborið við hagsmuni smærri sveitarfélaga að hafa þjóðveginn áfram á þeim stað sem hann er. Þetta endar annars með því að þjóðvegurinn verður 5 kílómetra hringur á miðju hálendinu sem kallast þjóðvegurinn. Á kannski að kippa Borgarnesi úr þjóðvegi eitt af því að þá er styttra til Akureyrar? Peningi skattgreiðenda er getur borgið í að breikka einbreiðar brýr landins og breikka þjóðveg nr. 1 (tvöfalda suðurlandsveginn líka). Svo þarf ekki hraðbrautir á Íslandi - bara breiðari og þar með öruggari þjóðvegi.
Guðmundur St Ragnarsson, 15.12.2009 kl. 21:12
Ómar: það er svo sannarlega satt að þjóðvegurinn laðar að sér. Og þess á milli kvartar fólk yfir að hafa þessi læti og hraða alveg ofaní sér. En það er langt síðan menn fengu að velja sér byggingarstað. Nútíminn hefur þetta skipulagt ofaní sentímetra. Það þarf ekki annað til en að banna byggð þarna eða hinumegin.
Guðmundur St: Það er ekki endilega sama-sem-merki á milli stutt og stytti ferðatími.
Svo er máltækið "fyrr má rota en dauð rota" alltaf gulls í gyldi, sér ber "5 kílómetra hringur" og "kippa Borgarnesi út"
Svo má enn bæta við að ÞÉR finnst ekki þurfa hraðbrautir. Það er kominn grundvöllur fyrir hraðari brautum allavega þegar við erum komin með 2+2 þjóðveg.
Teitur Haraldsson, 15.12.2009 kl. 22:02
Mosfellsbær og Akureyri eru nú sennilega grófustu dæmin um þessa "skal í gegn" stefnu. Þörfin fyrir Sundabrautina var búin til með ruglinu í Mosfellsbæ og það er nánast engin leið að fara framhjá Akureyri lengur nema brúa Eyjafjörðinn úti við Moldhaugnaháls.
Gulli (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 22:27
Borgarnes var löngu orðið til sem byggðarlag áður en Borgarfjarðarbrúin var opnuð árið 1981 og Þjóðvegur 1 lagður þar í gegn. Flestir sem aka í gegnum Borgarnes og Blönduós stansa þar einungis til að kaupa bensín og snarl, rétt eins og í öðrum bensínskálum, hvort sem þeir eru nálægt byggð eða ekki.
Töluverður þjóðhagslegur sparnaður yrði hins vegar af því að stytta þjóðveginn við Blönduós um 15 kílómetra og þess vegna hægt að opna bensínskála við nýja veginn.
Að sjálfsögðu er hægt að skoða Blönduós og gista þar, enda þótt Þjóðvegur 1 lægi ekki í gegnum bæinn. Hvammstangi, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Hofsós, Siglufjörður, Ólafsfjörður og Dalvík eru ekki við Þjóðveg 1 en fjöldi fólks skoðar þessa bæi og gistir þar. Og mun fleiri búa á Sauðarkróki en Blönduósi.
"Góð þjónusta er við ferðamenn og ágætir möguleikar í afþreyingu á Blönduósi og nágrenni. Um Blönduós rennur ein af bestu veiðiám landsins og aðrar fengsælar veiðiár eru í næsta nágrenni.
Á Blönduósi er rekið hótel, gistiheimili, gott tjaldsvæði, sumarhúsagisting, hestaleiga, sela- og fuglaskoðunarferðir, Kaffihús, grill og pizzustaðir ásamt allri almennri verslun og þjónustu. Hér er Heimilisiðnaðarsafn, sem er hið eina sinnar tegundar á landinu."
Ferðaþjónusta - Blönduósbær
Þorsteinn Briem, 15.12.2009 kl. 22:55
Guðmundur St. Ragnarsson spyr: "Á kannski að kippa Borgarnesi úr þjóðvegi eitt af því að þá er styttra til Akureyrar?"
Svarið er: Já að sjálfsögðu enda stendur það til að færa þjóðveginn útfyrir þéttbýlið þar. Leiðin til norðurs styttist lítið sem ekkert við þá færslu en för ferðalanga verður fljótlegri. Borgnesingar skilja að umferðaröryggi er mikilvægara en sjoppurekstur.
Það er ótrúlegt að lesa svona komment frá fullorðnum manni þar sem því er haldið fram að það sé léttvægt smáatriði að stytta vegalengdir! Gegnumumferð sem á ekki erindi á Blönduós er sennilega um 1000 bílar á dag að meðaltali. Stytting um 15 kílómetra þýðir semsagt 15.000 km minni akstur á hverjum degi með þeim sparnaði sem því fylgir fyrir samfélagið. Fimm og hálf milljón færri kílómetrar á ári, minni eldsneytiseyðsla, minna slit á ökutækjum, færri slys og tímasparnaður vegfaranda. Fyrir hvern og einn skiptir þetta litlu máli en þeir sem kunna að greina stóru myndina sjá það að áhrifin eru mjög mikil þegar saman safnast og þau eru mikilvægari en nokkur störf í pylsuskála á Blönduósi (störf sem myndu hvort eð er bara færast til innan sveitarinnar að nýrri legu vegarins).
Bjarki (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 23:00
Herra Guðmundur St Ragnarsson, vil koma því á framfæri að munþvottur er afstaðin. Annað, "Vegir tengja byggðir saman...." .... mér er spurn ferðast þú enn um á hestakerru ? Í Kína er nokkuð áhugavert viðfangsefni fyrir þig. Hraðlest sem fer á um 400 km hraða milli landshluta. Þeir skáeygðu "framhjá asnar" kalla þetta þróun. Biðst síðan afsökunar á að hafa sært tilfinningar þínar. Aftur svo í munnþvottinn.
Gunnlaugur Bjarnason, 15.12.2009 kl. 23:26
Ég á oft leið um Borgarnes og ætla rétt að vona að menn fari nú ekki að gera breytingar á vegstæðinu þar fínt eins og þetta er í dag og ein sjoppa út í mýri kemur ekki í staðinn fyrir alla þá góðu þjónustu sem BORGNESINGAR veita mér og öðrum í dag.Og þeir sem geta ekki náð sér niður á 50 til 100 km fresti og notið þeirrar þjónustu sem landar þeirra bjóða ættu kannski bara að vera heima eða ferðast með flugi.
Magnús (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 00:32
Ég vil benda á að Blönduós heldur hjá sér umferðinni til Sauðárkróks og Siglufjarðar eftir að góður vegur var lagður yfir Þverárfjall.
Síðan er hægur vandinn að reisa nýjar sjoppur á þeim kafla leiðarinnar sem eftir sem áður liggur í gegnum sveitarfélagið.
Á sínum tíma var þetta leyst hjá Hellu með því að ríkið borgaði skaðabætur sem hjálpuðu til við að reisa nýjar sjoppur.
Ómar Ragnarsson, 16.12.2009 kl. 00:41
Það er engin hætta á því að Selfoss verði út undan þó að vegastæðinu verði breytt. Þarna er fjöldi verslana sem þjóna öllu Suðurlandsundirlendinu með öllum sínum sumarbústöðum, þarna er Húsasmiðjan, Bónus og fleira. Þeir sem versla þar eru ekki þeir sem keyra í gegn á leið sinni austur á land og það er löngu tímabært að létta á umferðinni í gegnum bæinn, það græða allir á því.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.12.2009 kl. 12:18
Gott dæmi sem þú nefnir um Egilsstaði Ómar. Þar töldu Framsóknarmenn nauðsynlegt að öll umferð færi framhjá Kaupfélagssjoppunni. Með brú á Eyvindará við Melshorn hefði orðið greið leið frá Seyðifirði á flugvöll og síðan hefði mátt setja litla brú á Eyvindará á Fagradal og beina umferðinni þaðan á nýjan veg um Melshorn. Þess í stað eru menn nú í vandræðum með miðbæjarskipulag vegna umferðarinnar þar í gegn. Borgarnes er líka glöggt dæmi og Borgnesingar í vandræðum með að tengja norðurenda brúarinnar og við hringveginn til að losna við þetta kaos sem er núna. Sjoppukássann þar er auðvitað algjört klúður.
Haraldur Bjarnason, 16.12.2009 kl. 13:48
Varðandi fyrri skipulag að hleypa umferð í gegnum bæina er "barn síns tíma". Þetta er núna bæði óþarfi og til óþæginda heimamönnum. Hvað varðar Selfoss er það fullkomlega ofmetin gagnsemi umferðarinnar í gegnum bæinn. Flestir sem eiga ekkert erindi munu ekki stoppa bara af því að þarna eru hús og sjoppur. Ætlarðu á Hellu ferðu ekki að stoppa á Selfossi svo dæmi sé tekið.
Hitt er alvarlegra að hluti verslunarmanna á Selfossi er ákveðinn í að eyðileggja Helliskógræktina með því að hafa brúarstæðið yfir hólma í ánni. Bæði er það dýrara í framkvæmd og styttir leiðina að gatnamótunum ekkert og gerir bara heimalandið óvistlegra fyrir vikið. Þetta er amk sú aðaltillaga se vegagerðin hefur fengið til skoðunar og að ví að mér skilst samþykkt með fyrirvara.
Gísli Ingvarsson, 16.12.2009 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.