Mesta og oft leyndasta orkan.

Ég hef upplifað nokkur atvik í lífi mínu sem gefa til kynna að til sé orkuldind sem erfitt er að sanna vísindalega, en það er afl hugans.

Þessi atvik hafa verið þess eðlis að ekki er hægt að afgreiða þau sem hreinar tilviljanir.

Fólk er misnæmt fyrir þessum krafti, sumir mun næmari en aðrir.  

Merkileg tilraun sem gerð var um og eftir síðustu aldamót þar sem reynt var að mæla þetta með mælitækjum sem var dreift um allan heim sýndi að í eitt skipti breyttust óregluleg viðbrögð mæla í samsvarandi viðbrögð.

Það var 11. september 2001 þegar hundruð milljóna manna urðu vitni að því í beinni útsending að hryðjuverkaárásinni í New Yorki og það olli mestu sameiginlegri geðshræringu á sama tíma sem veraldarsagan kann frá að greina.

Tilraunin sannar raunar ekki neitt á óyggjandi hátt en ég hef það mikla trú á mætti hugans að ég held að það muni vera þess virði að fara í Kaplakrika á eftir til samveru með því fólki sem vill senda vini sínum andlega hjálp í baráttu hans fyrir lífi sínu og dýpka anda sinn um leið. 

Við vitum að ýmis mælanleg fyrirbrigði hafa sín takmörk. Ljósið kemst til dæmis ekki hraðar en 300 þúsund kílómetra á sekúndu.

Hugurinn, andinn, þekkir hins vegar engin hraðatakmörk og getur nýtt sér fleiri víddir en þær sem mælanlegar eru.  

Hann er orkulind, sú mesta sem til er.  


mbl.is FH-ingar senda Hrafnkatli styrk í Kaplakrika í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jú Ómar, afl hugans er mikið, það hef ég reynslu af, en getum við notað þetta sama afl til að snúa hugarfari stjórnmála og mafíumanna okkur íslendingum til góðs?

Wolfang hugsi

Eyjólfur Jónsson, 20.12.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við vitum svo sáralítið um hugann, andann.

Við þekkjum betur hið efnislega, vitum til dæmis að hægt er að skerma jafnvel hið skærasta ljós af, hægt að loka herbergi svo að ekkert ljós komist inn.

Þó er sólarorkan mesta orkan sem við getum lagt mælistiku á.

Kannski gildir eitthvað svipað um andann, hugann.

Jákvæðar hugsanir og neikvæðar takast á eins og ljós og myrkur, vegast á og getur sú viðureign sveiflast í báðar áttir.

Rétt eins og útvarpsbylgjur fara í gegnum efnislega hluti án þess að hafa sjáanleg áhrif á þá, getur hugur okkar farið á örskotsstund í gegnum sjálfa jörðina eða nánast hvert sem er.

En um afl hugans, jákvætt eða neikvætt, efast ég ekki lengur.

Ómar Ragnarsson, 21.12.2009 kl. 01:08

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Máttur hugans er mikill og það er líka svo gott að geta komið saman og gert eitthvað.  Með því að senda hugbylgjur mörg saman þá vitum við í hjarta okkar að það hefur áhrif. Ég starfaði lengi sem kirkjuvörður við Hvammstangakirkju og hef tekið þátt í mörgum svona stundum og þær eru afskaplega áhrifamiklar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.12.2009 kl. 03:00

4 identicon

Hraði ljósins er ein af furðulegustu stærðum eðlisfræðinnar, virkilega fundamental stærð.

Ekkert fer hraðar en ljósið, engin massalaus orka og agnir með massa geta nálgast ljóshraðan, en aldrei náð honum alveg. Það sem við köllum hugsun, eru boð á milli taugaenda í okkar heila, en þeir eru ekki færri en ca. 100 billjónir. En þessi boð fara ekki með ljóshraða, þar sem hraði boðefna heilans (neuro transmitter) eru ekki mjög mikill.

Því erum við frekar sein í hugsun, nokkuð sem allir hljóta að hafa upplifað.

Með afli hugans á Ómar líklega við viljakraftinn, sem getur verið mikill, en einnig hörmulega lítill. Því miður upplifum við oftar vilja til íllra verka en til góðra verka. Þannig virðist brotavilji þeirra sem keyrðu Ísland í þrot, hafa verið mjög mikill. Nema við flokkum það atferli sem heimsku. Margir álykta að einhverskonar húgarboð, þ.e.a.s. massalaus orka megi sendast með ljóshraða á milli lifandi dýra, en svo mun ekki vera. Jákvæð hugsun er hinsvegar af því góða, en hagnast aðeins þeim sem þá hugsun á. Við snúm ekki hugarfari stjórnmála og mafíumanna með eigin viljastyrk. Við gerum það með því að beita lögum og refsingu.

Við þekkjun hið efnislega ekkert betur en massalausa orku, en er hér um samtvinnaðar agnir að ræða, eins og hin fræga , þó einfalda formúla Einsteins segir okkur; E = mc2.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 08:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugleiðing Ómar og ég er alveg sannfærð um að það er hægt að virkja afl hugans.  Ég hef tildæmis tekið þátt í bænahringjum, þar sem beðið var fyrir einstaklingum og það var ótrúlegt hvað það hafði góð áhrif á marga.  En það er líka rétt sem þú segir að sumir eru móttækilegri en aðrir.   Bæði að gefa og þyggja.  Ég er líka sannfærð um að við höfum samband okkar í milli á huglægu sviði, oft án þess að við vitum af því.  Þess vegna finnst okkur við þekkja sumt fólk þó maður sé að hitta það í "fyrsta" skipti.   Getur verið illa við aðra sem maður hefur ekki hitt áður.   Þar fara örugglega fram samskipti sem okkar innra sjálf greinir betur en við gerum svona opinberlega. 

Bara ef okkur auðnaðist að sameinast í því að beina orkunni okkur og þjóðinni til góðs. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 10:44

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sem ég á við með hraða hugans miða ég ekki við hraða boðanna eftir taugakerfinu heldur það, að þú getur hugsað þér að þú sért á jörðinni og augnabliki síðar ímyndað þér að þú sért staddur í vetrarbraut í þúsunda ljósára fjarlægð.

Um andann eða hugan gilda ekki mælistikur hinna áþreifanlegu vísinda.

Ómar Ragnarsson, 21.12.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband