Verður að hætta við tiltækið.

Ég trúi því ekki að menn ætli af ásetningi að trylla hesta úr skelfingu í hesthúsabyggð með hávaða og látum við brennu rétt hjá henni, heldur hljóta að þetta vera slæm mistök sem menn eiga að leiðrétta hið snarasta. 

Ég bý á stað í borginni þar sem ákveðnir áhugamenn um sprengingar og hávaða byrja á Þorláksmessu og halda áfram daglega frá morgni til kvölds að sprengja sprengjur og skjóta flugeldum í tvær vikur upp frá því.

Ég læt þetta yfir mig ganga því að það þýðir ekkert að höfða til þess að hér sé um ólöglegt athæfi að ræða, það ræðst víst ekki neitt við neitt.

Ég undrast hins vegar hver ósköp af flugeldum og sprengjum þessir menn eða þessi maður hafa yfir að ráða. Virðist kreppan ekkert hafa dregið úr því nema síður sé.  

Einhverjir segja kannski að þetta sé nöldur en mér finnst dregið úr hátíðleika áramótanna með því að dreifa þessum aðgerðum sem daglegum atgangi og ærandi hávaða frá allt frá því snemma á morgnana fram undir miðnætti.

Hamagangurinn sem stefna á í nálægt hesthúsabyggðinni er klárt brot á dýraverndarlögum og verður að taka á þessu máli samkvæmt því.  

Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að meðal annars vegna þess að flugeldasýning almennings dregur ferðamenn til landsins sé allt í lagi að halda þeim sið, þótt hann kosti eitthvert fé.

En á krepputímum er vel hægt að hafa þetta í hófi og mér finnst það eyðileggja spennuna fyrir útlendingana að vera sprengja og skjóta í tíma og ótíma. 


mbl.is Óskiljanlegt að veita brennuleyfi við Heimsenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hartanlega sammála þér Ómar.   Þetta "brennuhrossamál" brýtur í bága við almenna skynsemi, hvað sem öllum reglugerðum kann að líða.

Auk þess hlýtur að vera eitthvað í lögum um dýravernd, sem bannar svona áníðslu á varnarlausum málleysingjum.

Gleðileg áramót annars og takk fyrir allt gamalt og gott.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.12.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Það að höfða til almennrar skynsemi virðist ekki duga til í öllum málum. Það er annars undarlegt að til þess bær yfirvöld hafi gefið leyfi fyrir brennu á þessum stað. Kannski er almenn skynsemi ekki eins almenn og maður hefði ætlað.

Gleðilegt ár og takk fyrir fróðlega og skemmtilega bloggsíðu.

Steinmar Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 16:32

3 identicon

Rétt hjá þér Ómar.

 

Hvers vegna eru gámarnir fullir af sprengjudótti settir niður niður í miklum íbúðarhverfum ?

 

Á bílaplaninu við Hólagarð í Breiðholti er svona sprengjudót .

 

Í næsta nágrenni eru tveir leikskólar, verslunarmiðstöð og miklar íbúðarblokkir.

 

Allt er þetta leift í þágu einhverra björgunarsveita !

 

Þegar þarna verður slys , ekki hvort, hver verður dregin til ábyrgðar ?

 

Þegar þetta sprengidót er flutt til landsins , þá eru sérstakar reglur um meðferð um borð í skipum og á hafnarsvæðum !

 

Er ekki komin tími á að þeir, sem eru söluaðilar, geri það á ábyrgan hátt ?

Gleðilegt ár, og þakkir fyrir öll árin sem þú hefur staðið vaktina að sýna okkur hinum hvernig landið okkar er !

JR (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Sigurður Helgason

ég verð þarna og það er eitt sem víst er að ef reykur berst inn í hesthúsin, þá mun ég krefjast þess að slökkviliðið slökkvi í bálinu og geri slökkvilið og yfirvöld fullkomlega ábyrg ef eitthvað gerist með hestana.

 Ég á hund sem geltir stundum í bílnum þegar ég þarf að bregða mér frá, og í ófá skipti hafa lögregla og dýra eftirlit komið vegna geðsjúkra kellinga, sem signt og heilagt eru að kvarta.

Var að forða hestunum mínum frá eldglæringum og kom þeim í hús, í heimsenda, og sé þá að misvitrir menn hefðu leyft brennu við hesthúsin, hringdi þess vegna í lögreglu sem vísaði mér frá. Sjálfsagt vegna þess að þetta er ekki geltandi hundur.

Það er ekki gott að búa í Kópavogi, allavega ekki fyrir hesta.

Sigurður Helgason, 31.12.2009 kl. 17:09

5 identicon

JR. Allt í þágu einhverra björgunnarsveita? Landsbjörg er með eitt fullkomnasta Sjálfboðaliðabjörgunarkerfi í heimi og þetta er einhver stærsta fjáröflun sem að við erum með yfir árið... ef að truntunum líkar eithvað ílla við að vera í kópavogi farið þá bara með þessi grey útí sveit þar sem þau eiga heima. Og ef að þú brýtur þig á fjöllum þá er einmitt "einhverjar Björgunarsveitir sem að sækja þig og reyna eftir mesta megni að hlúa að þér og koma þér fjótt og örugglega í læknishendur.

(það er að segja ef að þú verður ekki fyrir bíl uppí kórahverfi)

Valgeir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 17:47

6 identicon

Yfirgangur og hugsunarleysi ráða þessari ákvörðun um brennuna rétt við hesthúsin á Heimsenda.  Þeir sem stjórna í Kópavogi virðast vera  manneskjur sem skortir  talsvert af eðlilegum tilfinningum og virðingu fyrir velliðan dýra. 

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband