Hló óvenjulega oft.

Það er auðvitað persónubundið að hverju fólk hlær og þar með hvernig hverjum og einum finnst Áramótaskaupið hverju sinni. 

Þetta er mikill kostur því að það er alltaf gott að hafa eitthvað til að skeggræða um og rífast annað en Icesave.

Í þetta sinn hló ég óvenju oft og með jöfnu millibili og var því ánægður í heildina, - ánægja mín meiri en gengur og gerist, ekki hvað síst vegna þess að í svona þáttum koma oft nokkur atriði eða kaflar sem ekki fá mann til að hlæja. 

Árið 2009 var að vísu óvenju gjöfult á efnivið en það er þó engin trygging fyrir góðu skaupi.

Ef ég á að finna að einhverju voru innskotin með Margréti Tryggvadóttur of mörg, - tvö hefðu nægt.

Það er nefnilega lögmál, að erfitt er að endurtaka sama brandarann svo að hann geri sig jafnvel nema eitthvað alveg nýtt og óvænt komi til sögunnar.

Mér er kunnugt um að annars staðar var sjaldan hlegið og ekki sama ánægja með skaupið.

Kannski var ég bara í svona í jákvæðu stuði en það breytir ekki því að ég skemmti mér vel. Margir leikendur náðu frábærum tökum á þeim persónum, sem þeir áttu að túlka, svo sem Hjálmar Hjálmarsson í sérgrein sinni, Bubba Morthens. 

Sigmundur Ernir og Sigmundur Davíð næstum betri en origialarnir og Páll Óskar og lokaatriðið alveg ótrúlega flott atriði. 

Það voru nýir höfundar á ferðinni í þetta sinn og ég þakka fyrir mig með bestu nýjársóskum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

nokkuð gott skaup hér á ferð. sem fékk mann til að fara bjartsýnann inn í nýtt ár.

Offari, 1.1.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta var í heildina gott skaup.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2010 kl. 16:12

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mér finnst að ég hef oft séð betra skaup en þetta. Að sumum atriðum gat maður hlegið en margt var óþarflega langdregið og endurtekningar of margir. Miðað við hvað árið 2009 var óvnejulegt ár og efniviðurinn stór var þetta skaup ekki nema í meðallagi.

Úrsúla Jünemann, 1.1.2010 kl. 17:10

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frábært skaup, það besta í mörg ár, ef ekki frá upphafi

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.1.2010 kl. 17:47

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Skaupið var frábært, en ég hélt að það hefði verið Landsbankinn sem eignaðist lögin hans Bubba, en ekki Glitnir... Er ekki söguvilla í því, eða er þetta minn misskilningur...?

Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2010 kl. 17:52

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

misskilningur

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.1.2010 kl. 17:55

7 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ómar.

Ég er sammála hverju orði hjá þér.  Líka með að þeir hefðu mátt láta tvö skipti nægja með M.T.  Sem sagt: Mjög gott skaup, ef ekki eitt bezta frá því ég fór að horfa með athygli (líklega 1984).

Megi nýtt ár vera farsælt hjá þér og þínu fólki.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 1.1.2010 kl. 18:16

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skemmtilegt er að segja frá því að ég var að koma frá fjölskyldu sem fannst skaupið lélegt. Já, skaupið getur alltaf verið deiluefni og álitamál en ætli það sé ekki sannast mála að það er erfitt að deila um smekk.

Ómar Ragnarsson, 1.1.2010 kl. 19:32

9 identicon

Trikkið er að fatta atriðin og vita hvað er verið að vitna í!

Að mínu mati var þetta skaup hrein snilld, gríðarlega beitt og tók vel á vinsælustu mönnum þjóðarinnar, útrásarvíkingunum. Þeir fengu það hressilega óþvegið og það vorkennir þeim engin með það.

Að hafa Hangover, eina vinsælustu mynd ársins, sem kjölfestu gekk líka fullkomlega upp enda svipuð þynnka í gangi hér á landi og í þeirri mynd :)

Það var hvert snilldar atriðið á fætur öðru, byrjunin var frábær, mígrútur af litlum böndurum sem hittu í mark, eins og "Ring My Bell" með Ástu Ragnheiði sem hefur spilað mikið á bjölluna í ár, Á Móti Sól með Magna sem var gott skot á marga sem mótmæla án þess að vita almennilega hverju og svo þegar amman var að hossa barninu eins og forsetinn sem auðvitað datt af baki. Guðjón Arnar fuðraði upp eins og Frjálslyndi flokkurinn o.s.frv.

Stjórnmálaflokkarnir voru teknir listavel fyrir og þó þau hafi verið of mörg atriðin með Margréti í Hreyfingunni þá var það engu að síður mjög gott grín sem hún átti innilega skilið. Reyndar hefur þetta skaup líklega verið kostað af Sjálfstæðisflokknum því hann var nánast hvergi sjáanlegur, eða er svo litlaus í ár að það er ekkert fyndið við hann.

Þetta gekk allavega mjög vel upp og var afar langt yfir afar litlum væntingum mínum, lokaatriðið var síðan alveg ljómandi gott og við hæfi að segja bless við árið 2009, vonandi sé ég þig aldrei aftur 

Einar (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:22

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Sjóvá keypti Bubba, með fulltingi Glitnis.

mér stökk ekki bros yfir skaupinu. líklega vegna þess að ég hef ekki séð The hangover. frekar fúlt að þurfa að sjá ameríska bíómynd til að njóta skaupsins.

Brjánn Guðjónsson, 1.1.2010 kl. 23:34

11 Smámynd: Sigurjón

Brjánn: Ég hef ekki séð téða bíómynd, en hló mikið samt.  Maður þarf nefnilega líka að hafa húmor sjáðu til...

Sigurjón, 2.1.2010 kl. 19:48

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér fanns ég sjá Bubba Morthens í óvenjugóðu stuði.

Árni Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 22:30

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

tek undir með sigurjóni.....

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2010 kl. 07:36

14 Smámynd: Billi bilaði

Einnig má nefna það, sem ég tók eftir í endursýningu, en þó ekki nógu vel, að listinn sem rann upp eftir skjánum hægra megin, þegar "auglýsingar" um "Pottþétt" plötusmellina voru sýndar, var fullur af litlum bröndurum.

Billi bilaði, 3.1.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband